Lyfti nærri hálfu tonni þrátt fyrir að vera komin sjö mánuði á leið Lucie Stefaniková kom, sá og sigraði á Íslandsmeistaramótinu í kraftlyftingum sem haldið var í gær, laugardag, á heimavelli Stjörnunnar í Miðgarði. Það sem vakti hvað mesta athygli er að Lucie er komin sjö mánuði á leið með sitt þriðja barn. 5.3.2023 12:00
Embiid og Harden sökktu toppliðinu með hjálp frá Maxey Sex leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í kvöld. Ber þar helst að nefna sigur Philadelphia 76ers á Milwaukee Buck, toppliði Austurdeildar. Þá vann Minnesota Timberwolves góðan sigur á Sacramento Kings. 5.3.2023 11:15
Íhugar að fara í mál vegna ummæla í hlaðvarpsþætti Dómarinn fyrrverandi Mark Clattenburg íhugar nú hvort hann eigi að fara í mál við Danny Simspon vegna ummæla sem sá síðarnefndi lét falla í hlaðvarpsþætti á dögunum. Þar sagði hann að Clattenburg hefði sleppt því að reka leikmann af velli því hann vildi að Leicester City yrði Englandsmeistari. 5.3.2023 10:30
Dagur Dan lék í markalausu jafntefli | Töp hjá Guðlaugi Victori og Þorleifi MLS-deildin í Bandaríkjunum er farin á fleygiferð að nýju og fór fjöldi leikja fram í nótt. Alls voru þrír Íslendingar í eldlínunni en Róbert Orri Þorkelsson var ekki í leikmannahóp CF Montréal að þessu sinni. 5.3.2023 10:01
Seinni bylgjan: Hver er þetta? „Ég ætla að setja ykkur í smá þraut. Þið fáið að sjá myndir og þið eigið bara að giska, þetta er einfalt, hver er þetta,“ sagði Stefán Árni Pálsson þegar hann kynnti nýjan lið í síðasta þætti Seinni bylgjunnar. Hvort liðurinn sé kominn til að vera er annað mál. 5.3.2023 09:30
Varamaðurinn Nelson hetja Arsenal í dramatískum sigri Topplið Arsenal vann vægast sagt dramatískan 3-2 sigur á Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í dag. Gestirnir frá Bournemouth komust tveimur mörkum yfir en varamaðurinn Reiss Nelson sá til þess að Skytturnar sneru dæminu við og nældu í dýrmæt þrjú stig. 4.3.2023 17:00
Frábær leikur Arons dugði ekki gegn lærisveinum Guðmundar Aron Pálmarsson átti frábæran leik fyrir Álaborg þegar liðið mátti þola eins marks tap á útivelli gegn lærisveinum Guðmundar Guðmundssonar í Fredericia, lokatölur 29-28. 4.3.2023 16:45
Valgeir Lunddal í átta liða úrslit Valgeir Lunddal Friðriksson lék allan leikinn er sænsku meistararnir í Häcken tryggðu sér sæti í 8-liða úrslitum sænsku bikarkeppninnar í knattspyrnu. Íslendingalið Örebro og Sirius eru hins vegar fallin úr leik. 4.3.2023 16:16
Skoraði í dag en á reynslu hjá FCK í gær Daníel Ingi Jóhannesson skoraði síðara mark ÍA í 2-0 sigri liðsins á Grindavík í dag. Daníel Ingi var staddur í Kaupmannahöfn í gær þar sem hann var á reynslu hjá FC Kaupmannahöfn. Eldri bróðir hans, Ísak Bergmann, spilar með Danmerkurmeisturunum. 4.3.2023 15:50
Vilja að stuðningsmenn liða sinna hætti níðsöngvum um München, Hillsborough og Heysel Liverpool og Manchester United mætast á morgun, sunnudag, í ensku úrvalsdeildinni. Stjórar liðanna, Jürgen Klopp og Erik ten Hag, hafa biðlað til stuðningsfólks liðanna að hætta níðsöngvum sem snúa að harmleik félaganna. 4.3.2023 15:00