Vægðarlaust lið Man City lagði Newcastle Englandsmeistarar Manchester City lögðu Newcastle United 2-0 í fyrsta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Segja má að Man City hafi verið vægðarlaust en liðið átti þrjú skot á markið í leik dagsins, tvö þeirra enduðu í netinu. 4.3.2023 14:30
Stoðsendingar Atla og Sveindísar Jane dugðu skammt Bæði Atli Barkarson og Sveindís Jane Jónsdóttir lögðu upp mörk fyrir lið sín í dag. Bæði lögðu upp fyrsta mark leiksins og bæði máttu þola 2-1 tap. Um var að ræða fyrsta tap Wolfsburg í þýsku úrvalsdeildinni á tímabilinu. 4.3.2023 14:00
Pirraður á að vera ekki valinn í landsliðið Brasilíumaðurinn Gabriel Magalhães, miðvörður Arsenal, var vægast sagt ósáttur með að vera ekki valinn í brasilíska landsliðshópinn á dögunum. Grínaðist hann með að vera orðinn körfuboltamaður á samfélagsmiðlum áður en hann eyddi færslunni. 4.3.2023 13:15
Hamilton segir Mercedes eiga langt í land Lewis Hamilton kom áttundi í mark á æfungunni í aðdraganda Formúlu 1 kappaksturs helgarinnar sem fram fer í Barein. Hann segir sína menn í Mercedes eiga langt í land ætli liðið sér að keppa um titilinn. 4.3.2023 12:32
Hamrarnir horfa hýru auga til Manchester Talið er að West Ham United girnist þrjá leikmenn Manchester United í sumar. Allir þrír eru meðal þeirra leikmanna sem talið er að Erik ten Hag, þjálfari Rauðu djöflanna, sé tilbúinn að selja. 4.3.2023 11:30
Stuðningsmaður Chelsea fær þriggja ára bann fyrir kynþáttaníð í garð Son Thomas Burchell, stuðningsmaður Chelsea, hefur verið dæmdur í þriggja ára bann frá öllum knattspyrnuleikjum á Englandi eftir að hafa beitt Son Heung-Min, leikmann Tottenham Hotspur, kynþáttaníði í leik liðanna þann 14. ágúst síðastliðinn. 4.3.2023 11:01
Skrautleg sigurkarfa Randle, Westbrook getur ekki unnið og Jókerinn í stuði Fjöldi leikja fór fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. New York Knicks vann áttunda leikinn í röð þökk sé Julius Randle, Sacramento Kings sá til þess að Russell Westbrook hefur ekki unnið leik sem leikmaður Los Angeles Clippers og Nikola Jokić náði enn á ný þrefaldri tvennu í sigri Denver Nuggets. 4.3.2023 10:31
Kolbeinn grátlega nálægt því að komast áfram Kolbeinn Höður Gunnarsson var hársbreidd frá því að komast í undanúrslit í 60 metra hlaupi á Evrópumótinu í frjálsíþróttum sem nú fer fram í Istanbúl í Tyrklandi. Tími hans í dag var rétt undir Íslandsmetinu sem hann setti í janúar á þessu ári og enn nærri tímanum sem hefði komið honum áfram. 4.3.2023 09:16
„Vitum að Kyrie mun gera fólk brjálað eftir smá“ Hinn stórskemmtilegi liður „Nei eða Já“ var á sínum stað í nýjasta þætti af Lögmál leiksins. Þar var að venju farið yfir það helsta sem er að frétta í NBA-deildinni. Farið var yfir hvort Dallas væri verra eftir að Kyrie Irving gekk í raðir liðsins, hvort Orlando kæmist í umspilið, hversu líklegir Denver Nuggets væru og hvort Russell Westbrook hjálpi Los Angeles Clippers. 28.2.2023 09:00
„Hann sprautar einhverju í kálfann á mér og hann sprautar einhverju í bakið á mér“ Jóhann Berg Guðmundsson, leikmaður enska B-deildarliðsins Burnley og íslenska landsliðsins mætti í hlaðvarpsþáttinn Chat After Dark, áður Chess After Dark, og fór yfir víðan völl. Meiðslin sem Jóhann Berg varð fyrir á HM í Rússlandi árið 2018 var meðal þess sem var rætt í þættinum. 28.2.2023 07:00