Stoðsendingar Atla og Sveindísar Jane dugðu skammt Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. mars 2023 14:00 Sveindís Jane Jónsdóttir, leikmaður Þýskalandsmeistara Wolfsburg. Andrea Staccioli/Getty Images Bæði Atli Barkarson og Sveindís Jane Jónsdóttir lögðu upp mörk fyrir lið sín í dag. Bæði lögðu upp fyrsta mark leiksins og bæði máttu þola 2-1 tap. Um var að ræða fyrsta tap Wolfsburg í þýsku úrvalsdeildinni á tímabilinu. Atli var í byrjunarliði Sønderjyske sem sótti Hvidovre heim í dönsku B-deildinni. Bæði lið eru í efri hluta töflunnar og því mátti búast við hörkuleik. Eftir markalausan fyrri hálfleik voru það gestirnir sem brutu ísinn á 58. mínútu. Vinstri bakvörðurinn Atli gaf þá fyrir og Søren Andreasen stangaði boltann í netið. Hans fyrsta mark fyrir félagið. Heimamenn jöfnuðu hins vegar metin átta mínútum síðar og þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma komust heimamenn yfir, lokatölur 2-1 Hvidovre í vil. Atli spilaði allan leikinn í liði gestanna og þá kom Orri Steinn Óskarsson inn af bekknum þegar tíu mínútur lifðu leiks. Sønderjyske er með 31 stig að loknum 20 leikjum á meðan Hvidovre er með 40 stig í 2. sæti deildarinnar. Leiknar eru 22 umferðir áður en sex efstu liðin fara í úrslitakeppni um hvaða tvö lið komast upp í dönsku úrvalsdeildina og neðstu sex berjast um að halda sæti sínu í deildinni. Tungt nederlag til Hvidovre, der sikrer sig sejren med en scoring i overtiden. pic.twitter.com/LMAve6RZPN— Sønderjyske Fodbold (@SEfodbold) March 4, 2023 Í Þýskalandi tók Wolfsburg á móti Hoffenheim. Sveindís Jane var í byrjunarliði heimaliðsins sem hóf leikinn af kraft. Strax á fyrstu mínútu leiksins flikkaði Sveindís Jane boltanum á Jule Brand sem brunaði að marki og kom Wolfsburg yfir. Það stefndi í að Wolfsburg yrði 1-0 yfir í hálfleik en Felicitas Rauch varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net undir lok fyrri hálfleiks og staðan 1-1 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Nicole Billa skoraði svo sigurmark leiksins fyrir gestina þegar tuttugu mínútur lifðu leiks. Fór það svo að gestirnir unnu óvæntan sigur, lokatölur 1-2. Sveindís Jane var tekin af velli á 77. mínútu. Kopf hoch, Mädels! #WOBTSG #VfLWolfsburg pic.twitter.com/0A6sXAUaBL— VfL Wolfsburg Frauen (@VfL_Frauen) March 4, 2023 Um var að ræða einkar óvænt úrslit en fyrir leik dagsins var Wolfsburg með fullt hús stiga á toppi deildarinnar. Nú er liðið með 36 stig, fimm meira en Íslendingalið Bayern München sem á leik til góða. Fótbolti Þýski boltinn Danski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Tottenham - FCK | Viktor og Rúnar í Lundúnum Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Sjá meira
Atli var í byrjunarliði Sønderjyske sem sótti Hvidovre heim í dönsku B-deildinni. Bæði lið eru í efri hluta töflunnar og því mátti búast við hörkuleik. Eftir markalausan fyrri hálfleik voru það gestirnir sem brutu ísinn á 58. mínútu. Vinstri bakvörðurinn Atli gaf þá fyrir og Søren Andreasen stangaði boltann í netið. Hans fyrsta mark fyrir félagið. Heimamenn jöfnuðu hins vegar metin átta mínútum síðar og þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma komust heimamenn yfir, lokatölur 2-1 Hvidovre í vil. Atli spilaði allan leikinn í liði gestanna og þá kom Orri Steinn Óskarsson inn af bekknum þegar tíu mínútur lifðu leiks. Sønderjyske er með 31 stig að loknum 20 leikjum á meðan Hvidovre er með 40 stig í 2. sæti deildarinnar. Leiknar eru 22 umferðir áður en sex efstu liðin fara í úrslitakeppni um hvaða tvö lið komast upp í dönsku úrvalsdeildina og neðstu sex berjast um að halda sæti sínu í deildinni. Tungt nederlag til Hvidovre, der sikrer sig sejren med en scoring i overtiden. pic.twitter.com/LMAve6RZPN— Sønderjyske Fodbold (@SEfodbold) March 4, 2023 Í Þýskalandi tók Wolfsburg á móti Hoffenheim. Sveindís Jane var í byrjunarliði heimaliðsins sem hóf leikinn af kraft. Strax á fyrstu mínútu leiksins flikkaði Sveindís Jane boltanum á Jule Brand sem brunaði að marki og kom Wolfsburg yfir. Það stefndi í að Wolfsburg yrði 1-0 yfir í hálfleik en Felicitas Rauch varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net undir lok fyrri hálfleiks og staðan 1-1 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Nicole Billa skoraði svo sigurmark leiksins fyrir gestina þegar tuttugu mínútur lifðu leiks. Fór það svo að gestirnir unnu óvæntan sigur, lokatölur 1-2. Sveindís Jane var tekin af velli á 77. mínútu. Kopf hoch, Mädels! #WOBTSG #VfLWolfsburg pic.twitter.com/0A6sXAUaBL— VfL Wolfsburg Frauen (@VfL_Frauen) March 4, 2023 Um var að ræða einkar óvænt úrslit en fyrir leik dagsins var Wolfsburg með fullt hús stiga á toppi deildarinnar. Nú er liðið með 36 stig, fimm meira en Íslendingalið Bayern München sem á leik til góða.
Fótbolti Þýski boltinn Danski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Tottenham - FCK | Viktor og Rúnar í Lundúnum Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Sjá meira