Dagskráin í dag: Valsmenn í Svíþjóð, stórlið á Ítalíu ásamt þeirri elstu og virtustu Það er svo sannarlega nóg um að vera á þessum líka þrusu þriðjudegi á rásum Stöðvar 2 Sport. Evrópuævintýri Valsmanna heldur áfram, enska bikarkeppnin – sú elsta og virtasta – heldur áfram ásamt því að stórlið í ítölsku úrvalsdeildinni eru á dagskrá. 28.2.2023 06:02
„Þetta er líklega grátlegasti sigur Íslands frá upphafi“ Óhætt er að segja að grátlegasti sigur í sögu þjóðar hafi unnist á sunnudag. Ekki er víst að sæti á HM í körfubolta bjóðist í bráð. 27.2.2023 23:31
Messi og Putellas valin best Lionel Messi og Alexia Putellas voru í kvöld valin bestu leikmenn ársins 2022 af Alþjóða knattspyrnusambandinu FIFA. Verðlaunaafhendingin fór fram í París. Var fjöldinn allur af verðlaunum veittur í kvöld. 27.2.2023 23:01
Lazio upp fyrir nágrannana og erkifjendurna í töflunni Lazio vann mikilvægan 1-0 sigur á Sampdoria í baráttunni um Meistaradeildarsæti í öðrum af leikjum kvöldsins í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Í hinum leik kvöldsins vann Fiorentina 3-0 sigur á Verona. 27.2.2023 22:45
Hakimi sakaður um nauðgun Samkvæmt franska miðlinum Le Parisen hefur kona sakað hinn gifta tveggja barna föður Achraf Hakimi, leikmann París Saint-Germain, um að hafa nauðgað sér. 27.2.2023 21:00
Yfirmaður myndbandsdómgæslunnar á Englandi hættir að tímabilinu loknu Neil Swarbrick, yfirmaður myndbandsdómgæslu [VAR] ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu, mun ekki sinna sama starfi á næstu leiktíð. Fjölmiðlar í Bretlandi greindu frá þessu í dag. 27.2.2023 20:31
Gamla brýnið Warnock hrósaði Jóhanni Berg í hástert Hinn 74 ára gamli Neil Warnock kallar ekki allt ömmu sína. Hann er í dag þjálfari Huddersfield Town í ensku B-deildinni í knattspyrnu. Um helgina tóku Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Burnley liðið hans Warnock í kennslustund. 27.2.2023 20:00
Forsetinn og þjálfarinn í gapastokknum Búist er við því að Corinne Diacre, þjálfari franska kvennalandsliðsins í fótbolta, segi af sér á morgun. Talið er að Noël Le Graët, forseti franska knattspyrnusambandsins, gera slíkt hið sama. 27.2.2023 19:00
„Auðvitað er maður skeptískur á Warriors“ Rætt verður um meistaralið Golden State Warriors í Lögmál leiksins í kvöld. Liðið hefur ekki verið upp á sitt besta að undanförnu og virðist ekki líklegt til að verja titil sinn. Lögmál leiksins er á dagskrá Stöðvar 2 Sport 2 klukkan 20.00. 27.2.2023 18:00
Kom sérstaklega við í Grindavík vegna tölvuleiks Englendingurinn Jay gerði sér ferð frá Englandi til Grindavíkur vegna þess eins að hann hafði náð eftirtektarverðum árangri með Grindavík í tölvuleiknum Football Manager. Jón Júlíus Karlsson, framkvæmdastjóri Grindavíkur, tók vel á móti kauða. 24.2.2023 07:00