Handbolti

Frá­bær leikur Arons dugði ekki gegn læri­sveinum Guð­mundar

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Aron átti frábæran leik í dag.
Aron átti frábæran leik í dag. Álaborg

Aron Pálmarsson átti frábæran leik fyrir Álaborg þegar liðið mátti þola eins marks tap á útivelli gegn lærisveinum Guðmundar Guðmundssonar í Fredericia, lokatölur 29-28.

Bæði lið komu sjóðandi heit inn í leik dagsins en heimamenn höfðu unnið þrjá leiki í röð á meðan Álaborg hafði unnið fimm leiki í röð. Það varð eitthvað undan að láta. Heimamenn hófu leikinn af krafti og voru með frumkvæðið í fyrri hálfleik, staðan að honum loknum 16-13.

Það gekk lítið hjá gestunum að reyna minnka muninn í síðari hálfleik eða það er þangað til það var í raun orðið of seint. Álaborg tókst að minnka muninn niður í eitt mark og Aron fékk tækifæri til að jafna metin en skot hans var varið, lokatölur 29-28.

Að því sögðu var Aron allt í öllu hjá Álaborg. Ásamt því að skora 5 mörk þá gaf hann 7 stoðsendingar. Hann mun þó án efa naga sig í handarbökin yfir vítakastinu sem fór forgörðum í dag. Einar Ólafsson komst ekki á blað hjá Fredericia.

Álaborg og GOG eru nú jöfn á toppi deildarinnar með 37 stig að loknum 22 leikjum. Fredericia er í 7. sæti með 24 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×