Vilja að stuðningsmenn liða sinna hætti níðsöngvum um München, Hillsborough og Heysel Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. mars 2023 15:00 Þessir tveir vilja að stuðningsmenn liða sinna einbeiti sér að styðja við liðin frekar en að syngja níðsöngva. Michael Regan/Getty Images Liverpool og Manchester United mætast á morgun, sunnudag, í ensku úrvalsdeildinni. Stjórar liðanna, Jürgen Klopp og Erik ten Hag, hafa biðlað til stuðningsfólks liðanna að hætta níðsöngvum sem snúa að harmleik félaganna. Árið 1958 fórst stór meirihluti liðs Man United í flugslysi í München þegar flugvél félagsins fór ekki á loft. Alls létust 23 í slysinu. Árið 1985 létust 39 einstaklingar á Heysel-leikvanginum í Brussel þegar Liverpool mætti Juventus. Fjórum árum síðar létust 97 stuðningsmenn Liverpool á Hillsborough-leikvanginum í Sheffield þar sem Liverpool og Nottingham Forest mættust. Stuðningsfólk beggja liða rifjar þessa harmleiki upp að því virðist í hvert skipti sem liðin mætast. Nú hafa þjálfarar liðanna beðið stuðningsfólk sitt um sleppa níðsöngvunum og viðhalda mögnuðu andrúmslofti með því að styðja við bakið á sínu liði. Jürgen Klopp: 'If we can keep the passion and lose the poison it will be so much better for everyone.'Erik ten Hag: 'It is unacceptable to use the loss of life in relation to any tragedy to score points, and it is time for it to stop.'https://t.co/xgDpFBZQdf— Guardian sport (@guardian_sport) March 4, 2023 „Söngvar sem þessir eiga ekkert skylt við fótbolta. Það er betra fyrir alla ef við getum haldið ástríðunni en sleppt eitrinu,“ sagði Klopp í aðdraganda leiksins. „Rígurinn á milli Man United og Liverpool er einn sá stærsti í heimi. Við elskum ástríðuna í áhorfendum þegar lið okkar mætast en það eru línur sem má ekki fara yfir. Það er óásættanlegt að nýta dauðsföll og aðra harmleiki til að „skora stig“ og nú er kominn tími til að stoppi,“ sagði Ten Hag um málið. „Þeir sem gera slíkt setja ekki aðeins blett á orðspor félaganna heldur skemma þeir fyrir sjálfum sér, öðrum áhorfendum og borgunum tveimur. Fyrir hönd allra hjá félaginu þá biðjum við stuðningsfólk okkar um að einbeita sér að því að styðja við bakið á liðinu á sunnudag,“ sagði Ten Hag að lokum. Leikur liðanna á Anfield hefst klukkan 16.30 á morgun, sunnudag. Sem stendur er Manchester United í 3. sæti deildarinnar með 49 stig á meðan Liverpool er í 6. sæti með 39 stig. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Körfubolti Fleiri fréttir Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Sjá meira
Árið 1958 fórst stór meirihluti liðs Man United í flugslysi í München þegar flugvél félagsins fór ekki á loft. Alls létust 23 í slysinu. Árið 1985 létust 39 einstaklingar á Heysel-leikvanginum í Brussel þegar Liverpool mætti Juventus. Fjórum árum síðar létust 97 stuðningsmenn Liverpool á Hillsborough-leikvanginum í Sheffield þar sem Liverpool og Nottingham Forest mættust. Stuðningsfólk beggja liða rifjar þessa harmleiki upp að því virðist í hvert skipti sem liðin mætast. Nú hafa þjálfarar liðanna beðið stuðningsfólk sitt um sleppa níðsöngvunum og viðhalda mögnuðu andrúmslofti með því að styðja við bakið á sínu liði. Jürgen Klopp: 'If we can keep the passion and lose the poison it will be so much better for everyone.'Erik ten Hag: 'It is unacceptable to use the loss of life in relation to any tragedy to score points, and it is time for it to stop.'https://t.co/xgDpFBZQdf— Guardian sport (@guardian_sport) March 4, 2023 „Söngvar sem þessir eiga ekkert skylt við fótbolta. Það er betra fyrir alla ef við getum haldið ástríðunni en sleppt eitrinu,“ sagði Klopp í aðdraganda leiksins. „Rígurinn á milli Man United og Liverpool er einn sá stærsti í heimi. Við elskum ástríðuna í áhorfendum þegar lið okkar mætast en það eru línur sem má ekki fara yfir. Það er óásættanlegt að nýta dauðsföll og aðra harmleiki til að „skora stig“ og nú er kominn tími til að stoppi,“ sagði Ten Hag um málið. „Þeir sem gera slíkt setja ekki aðeins blett á orðspor félaganna heldur skemma þeir fyrir sjálfum sér, öðrum áhorfendum og borgunum tveimur. Fyrir hönd allra hjá félaginu þá biðjum við stuðningsfólk okkar um að einbeita sér að því að styðja við bakið á liðinu á sunnudag,“ sagði Ten Hag að lokum. Leikur liðanna á Anfield hefst klukkan 16.30 á morgun, sunnudag. Sem stendur er Manchester United í 3. sæti deildarinnar með 49 stig á meðan Liverpool er í 6. sæti með 39 stig.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Körfubolti Fleiri fréttir Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Sjá meira