Logi um mál Björgvins og Donna: „Mjög líklegt að hann fái bann eða sekt“ Mál Björgvins Páls Gústavssonar og Kristjáns Arnar Kristjánssonar var til umræðu í síðasta þætti Seinni bylgjunnar. Logi Geirsson telur líklegt að Björgvin Páll verði dæmdur í bann eða fái sekt fyrir að senda Donna, Kristjáni Erni, skilaboð deginum fyrir leik. 4.4.2023 07:00
Dagskráin í dag: Úrslitakeppni Subway deildar karla fer af stað Úrslitakeppni Subway-deildar karla í körfubolta hefst með látum í kvöld. 4.4.2023 06:00
Einar mun stýra báðum meistaraflokkum Fram Einar Jónsson mun stýra Fram í bæði Olís deild karla í handbolta sem og Olís deild kvenna á næstu leiktíð. Frá þessu greindi félagið nú í kvöld. 3.4.2023 23:31
„Einhvern tímann verður maður að læra af mistökum fortíðarinnar“ „Nei eða Já“ var á sínum stað í síðasta þætti af Lögmál leiksins. Þar var að venju farið yfir það helsta sem hefur drifið á daga NBA deildarinnar í körfubolta. 3.4.2023 23:00
Keane bæði skúrkurinn og hetjan Leikur Everton og Tottenham Hotspur var í járnum þangað til Abdoulaye Doucoure fékk rautt spjald á 58. mínútu og gestirnir fengu vítaspyrnu tíu mínútum síðar. Gestirnir fengu hins vegar einni rautt spjald og Michael Keane jafnaði metin með einu óvæntasta langskoti síðari ára. Lokatölur á Goodison Park í kvöld 1-1. 3.4.2023 21:00
Alfreð frá út tímabilið Alfreð Finnbogason mun ekki spila með Lyngby það sem eftir lifir tímabils eftir að hafa meiðst í síðasta leik liðsins. Liðið er sem stendur í neðsta sæti dönsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu. 3.4.2023 20:30
Vill að dómarinn sjái sóma sinn í að viðurkenna mistök sín Hörður Axel Vilhjálmsson, fyrirliði Keflavíkur, mun taka út leikbann gegn Tindastóli í fyrsta leik liðanna í úrslitakeppni Subway-deildar karla í körfubolta eftir umdeild atvik. Körfuknattleiksdeild Keflavíkur óskar eftir að dómarar sjái sóma sinn í því að viðurkenna sín mistök. 3.4.2023 20:00
Meistararnir byrja á þægilegum sigri Valgeir Lunddal Friðriksson og félagar í sænska meistaraliðinu BK Häcken byrja tímabilið á öruggum 2-0 útisigri í Íslendingaslagnum gegn Elfsborg. 3.4.2023 19:31
Leicester hafði strax samband við Potter Leicester City rak Brendan Rodgers úr starfi sem þjálfari liðsins eftir tap gegn Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á laugardag. Graham Potter var rekinn degi síðar úr starfi þjálfari Chelsea og hafði Leicester City strax samband. 3.4.2023 19:00
Alexander Helgi mættur í Kópavoginn á nýjan leik Íslandsmeistarar Breiðabliks halda áfram að sanka að sér leikmönnum. Alexander Helgi Sigurðarson hefur skrifað undir tveggja ára samning við félagið og mun spila með Blikum í Bestu deild karla í knattspyrnu í sumar. 3.4.2023 18:00