Juventus marði Sporting | Jafnt í Þýskalandi Öllum leikjum kvöldsins í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar er nú lokið. Juventus vann 1-0 sigur á Sporting frá Portúgal á meðan Bayer Leverkusen og Royale Union SG gerðu 1-1 jafntefli í Þýskalandi. 13.4.2023 21:20
Man Utd missti báða miðverðina af velli og henti frá sér unnum leik Það má segja að Sevilla sé með tak á Manchester United en þrátt fyrir að lenda 0-2 undir á Old Trafford í kvöld tókst liðinu að jafna metin. Það er því allt jafnt fyrir síðari leik liðanna sem fram fer í Andalúsíu eftir viku. Það sem meira er, bæði Raphaël Varane og Lisandro Martínez fóru meiddir af velli. Sá síðari virtist alvarlega meiddur. 13.4.2023 21:00
Segja að Åge Hareide verði tilkynntur sem landsliðsþjálfari Íslands á morgun Norski miðillinn Verdens Gang segir að hinn 69 ára gamli Åge Hareide verði tilkynntur sem nýr þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu á morgun, föstudag. 13.4.2023 19:55
Hamrarnir í brasi í Belgíu West Ham United náði aðeins jafntefli gegn Gent i fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Sambandsdeildar Evrópu. Lokatölur 1-1 og allt í járnum fyrir síðari leik liðanna í Lundúnum eftir viku. 13.4.2023 19:15
Glæsimark Wieffer kom Feyenoord yfir í einvíginu Feyenoord vann 1-0 sigur á Roma í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í knattspyrnu. Rómverjar klúðruðu vítaspyrnu í leiknum. 13.4.2023 18:45
Lykilleikmaður ÍR að ganga í raðir Vals Viktor Sigurðsson hefur ákveðið að endurnýja ekki samning sinn við handknattleiksdeild ÍR og er sagður vera við það að ganga í raðir Íslandsmeistara Vals. 13.4.2023 13:00
Segir Mourinho að troða bikarsafninu þar sem sólin skín ekki Það verður seint sagt að José Mourinho, knattspyrnustjóra Roma á Ítalíu, og Antonio Cassano, fyrrverandi leikmanni Roma sem og ítalska landsliðsins, sé vel til vina. 13.4.2023 12:31
Segir leikmenn skorta trú en allt geti gerst á Brúnni Frank Lampard, tímabundinn stjóri Chelsea, hafði ekki gefið upp alla von þegar hann ræddi við fjölmiðla eftir 2-0 tap sinna manna á Santiago Bernabéu í fyrri leik Chelsea og Real Madríd í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. 13.4.2023 10:30
Leikur FH og Stjörnunnar færður fram um klukkustund Þó hvorugu liðinu sé spáð frábæru gengi í sumar þá er leikur FH og Stjörnunnar umtalaðasti leikur 2. umferðar Bestu deildar karla í knattspyrnu. Hann hefur nú verið færður fram um klukkustund vegna handboltaleiks FH sama dag. 13.4.2023 09:31
Vindurinn stendur undir nafni Landsliðsmaðurinn fyrrverandi Birkir Már Sævarsson er með gælunafnið „Vindurinn“ vegna þess gríðarlega hraða sem hann býr yfir. Þrátt fyrir að vera orðinn 38 ára gamall virðist ekkert farið að hægjast á Birki Má sem var fljótasti leikmaður Vals í 1. umferð Bestu deildar karla. 13.4.2023 08:31