Grátlegt tap gegn Þýskalandi Íslenska U-19 ára landslið kvenna í handbolta mátti þola grátlegt eins marks tap í öðrum leik sínum í B-riðli Evrópumótsins sem nú fer fram í Rúmeníu. Lokatölur 31-30 Þýskalandi í vil eftir að Ísland hafði leidd með fjórum mörkum um tíma í síðari hálfleik. 7.7.2023 17:31
Van der Sar á gjörgæsludeild vegna blæðinga inn á heila Edwin Van der Sar, fyrrverandi markvörður Manchester United og hollenska landsliðsins, hefur verið lagður inn á gjörgæslu vegna blæðinga inn á heila. Ástand hans er stöðugt. 7.7.2023 16:55
„Virkilega skemmtilegur leikur til að enda á“ Stefán Ingi Sigurðarson var á skotskónum þegar Breiðablik vann Budućnost Podgorica frá Svartfjallalandi 5-0 og mætir því Shamrock Rovers frá Írlandi í undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Þetta var síðasti leikur Stefáns Inga fyrir Blika en hann staðfesti í viðtali eftir leik að hann væri á leið til Belgíu. 1.7.2023 06:00
Chelsea staðfestir komu Jackson sem skrifar undir til 2031 Framherjinn Nicolas Jackson er genginn í raðir enska úrvalsdeildarfélagsins Chelsea. Hann skrifar undir samning til átta ára, til ársins 2031. 30.6.2023 23:30
Haukar byrjaðir að láta til sín taka á leikmannamarkaðnum Haukar hafa þegar hafið að safna liði fyrir næsta tímabil í Olís-deild kvenna í handbolta. Á föstudagskvöld var Ingeborg Furunes kynnt til leiks en sú hefur undanfarin ár spilað í efstu deild Noregs. 30.6.2023 22:45
Framlengdi samning sinn eftir að hún sigraðist á krabbameini Hin 32 ára gamla Jen Beattie hefur skrifað undir framlengingu á samningi sínum við enska úrvalsdeildarfélagið Arsenal. Hún greindist með brjóstakrabbamein í október árið 2020. 30.6.2023 20:30
Loftus-Cheek einnig farinn frá Chelsea Enska knattspyrnufélagið Chelsea heldur áfram að taka til í herbúðum sínum. Ruben Loftus-Cheek er genginn í raðir AC Milan á Ítalíu. Enski miðjumaðurinn kostar Mílanó-liðið um 15 milljónir punda [2,6 milljarða íslenskra króna]. 30.6.2023 19:45
Búið að útiloka um að brot sé að ræða Brynjar Gauti Guðjónsson, varnarmaður Fram í Bestu deild karla, yfirgaf Úlfarsárdal í sjúkrabíl eftir að meiðast í 3-2 sigri liðsins á HK. Hann meiddist á öxl í leiknum og óttuðust menn það versta skömmu eftir að flautað var til leiksloka. 30.6.2023 19:01
Liverpool að ganga frá kaupunum á Íslandsbananum Enska knattspyrnufélagið hefur náð samkomulagi við RB Leipzig um kaup á hinum ungverska Dominik Szoboszlai. 30.6.2023 18:01
Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Bestu mörkin Besta deild kvenna í knattspyrnu ræður ríkjum á rásum Stöðvar 2 Sport í dag. 26.6.2023 06:00