„Virkilega skemmtilegur leikur til að enda á“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. júlí 2023 06:00 Stefán Ingi er á leið til Belgíu. Vísir/Hulda Margrét Stefán Ingi Sigurðarson var á skotskónum þegar Breiðablik vann Budućnost Podgorica frá Svartfjallalandi 5-0 og mætir því Shamrock Rovers frá Írlandi í undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Þetta var síðasti leikur Stefáns Inga fyrir Blika en hann staðfesti í viðtali eftir leik að hann væri á leið til Belgíu. „Þeir eru gott lið með góða leikmenn en virkilega góð ákefð hjá okkur í fyrri hálfleik og við náðum að spila virkilega vel sem lið og keyrðum yfir þá sem lið. Þetta er gott lið þó að það standi 5-0 við hliðina á mér. Fannst við spila mjög vel og gera þetta fagmannlega,“ sagði Stefán Ingi um mótherja Breiðabliks á föstudagskvöld. „Við farnir að finna aðeins í fyrri hálfleik að þeir eru í undirbúningstímabilinu og við erum eiginlega upp á okkar besta formlega séð, fundum það alveg og náðum að keyra á þá. Þreyttum þá mikið og gott að ná inn mörkum snemma, þá verður þetta auðveldara.“ Fréttin heldur áfram eftir myndbandið. Klippa: Stefán Ingi: Virkilega skemmtilegur leikur til að enda á Blikar vildu fá vítaspyrnu í síðari hálfleik þegar leikmaður gestaliðsins varði með hendi á línu eftir skot Stefáns Inga. „Fyrsta skiptið sem það er almennilega notað VAR [í. myndbandsdómgæsla] hjá mér. Dómarinn vildi meina að hann væri með höndina í eðlilegri líkamsstöðu og þá er það þannig. Auðvitað hefði maður viljað að höndin hefði ekki verið þarna og boltinn hefði bara farið inn.“ „Það er erfitt, þetta var ótrúlega gaman og virkilega skemmtilegur leikur til að enda á. Náði góðri einbeitingu í þessum leik sen svo þegar maður sér að skiptingin er komin og maður er að fara út af þá komu allar tilfinningarnar upp. Skrítið að spila vitandi að ég er ekki að fara spila fyrir Breiðablik í bili.“ „Lið með nýja eigendur og eru að taka klúbbinn í gegn. Eru í næstefstu deild í Belgíu og spennandi tækifæri að reyna fara í góða og sterka deild, sanna sig þar og vonandi halda áfram að standa sig vel,“ sagði Stefán Ingi að lokum. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Breiðablik Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtal: Breiðablik - Buducnost 5-0 | Blikar sannfærandi í undankeppni Meistaradeildarinnar Breiðablik vann sannfærandi 5-0 sigur gegn Buducnost og tryggði sér sæti í 1. umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu þar sem Blikar mæta Shamrock Rovers frá Írlandi. 30. júní 2023 21:35 Mest lesið Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Cifuentes tekur við Leicester Fótbolti Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Körfubolti Fleiri fréttir Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Sjá meira
„Þeir eru gott lið með góða leikmenn en virkilega góð ákefð hjá okkur í fyrri hálfleik og við náðum að spila virkilega vel sem lið og keyrðum yfir þá sem lið. Þetta er gott lið þó að það standi 5-0 við hliðina á mér. Fannst við spila mjög vel og gera þetta fagmannlega,“ sagði Stefán Ingi um mótherja Breiðabliks á föstudagskvöld. „Við farnir að finna aðeins í fyrri hálfleik að þeir eru í undirbúningstímabilinu og við erum eiginlega upp á okkar besta formlega séð, fundum það alveg og náðum að keyra á þá. Þreyttum þá mikið og gott að ná inn mörkum snemma, þá verður þetta auðveldara.“ Fréttin heldur áfram eftir myndbandið. Klippa: Stefán Ingi: Virkilega skemmtilegur leikur til að enda á Blikar vildu fá vítaspyrnu í síðari hálfleik þegar leikmaður gestaliðsins varði með hendi á línu eftir skot Stefáns Inga. „Fyrsta skiptið sem það er almennilega notað VAR [í. myndbandsdómgæsla] hjá mér. Dómarinn vildi meina að hann væri með höndina í eðlilegri líkamsstöðu og þá er það þannig. Auðvitað hefði maður viljað að höndin hefði ekki verið þarna og boltinn hefði bara farið inn.“ „Það er erfitt, þetta var ótrúlega gaman og virkilega skemmtilegur leikur til að enda á. Náði góðri einbeitingu í þessum leik sen svo þegar maður sér að skiptingin er komin og maður er að fara út af þá komu allar tilfinningarnar upp. Skrítið að spila vitandi að ég er ekki að fara spila fyrir Breiðablik í bili.“ „Lið með nýja eigendur og eru að taka klúbbinn í gegn. Eru í næstefstu deild í Belgíu og spennandi tækifæri að reyna fara í góða og sterka deild, sanna sig þar og vonandi halda áfram að standa sig vel,“ sagði Stefán Ingi að lokum.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Breiðablik Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtal: Breiðablik - Buducnost 5-0 | Blikar sannfærandi í undankeppni Meistaradeildarinnar Breiðablik vann sannfærandi 5-0 sigur gegn Buducnost og tryggði sér sæti í 1. umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu þar sem Blikar mæta Shamrock Rovers frá Írlandi. 30. júní 2023 21:35 Mest lesið Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Cifuentes tekur við Leicester Fótbolti Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Körfubolti Fleiri fréttir Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Sjá meira
Umfjöllun og viðtal: Breiðablik - Buducnost 5-0 | Blikar sannfærandi í undankeppni Meistaradeildarinnar Breiðablik vann sannfærandi 5-0 sigur gegn Buducnost og tryggði sér sæti í 1. umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu þar sem Blikar mæta Shamrock Rovers frá Írlandi. 30. júní 2023 21:35