Fyrrverandi varnarmaður Barcelona og Stoke orðinn lærisveinn Freys Marc Muniesa, fyrrverandi leikmaður Barcelona á Spáni og Stoke City á Englandi, er orðinn leikmaður Íslendingaliðs Lyngby í Danmörku. 30.8.2023 22:31
Pavard mættur til Inter Benjamin Pavard er genginn í raðir Inter Milan frá Þýskalandsmeisturum Bayern München. Talið er að kaupverið sé um 30 milljónir evra eða tæpir 4,3 milljarðar íslenskra króna. 30.8.2023 21:46
Jóhann Berg og félagar áfram í enska deildarbikarnum Jóhann Berg Guðmundsson var í byrjunarliði Burnley þegar liðið vann nauman 1-0 útisigur á Nottingham Forest í enska deildarbikarnum í kvöld. Þá vann Chelsea 2-1 sigur á AFC Wimbledon. 30.8.2023 21:06
FC Kaupmannahöfn í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu Orri Steinn Óskarsson kom ekki við sögu þegar FC Kaupmannahöfn tryggði sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld eftir jafntefli gegn Raków Częstochowa frá Póllandi. 30.8.2023 20:55
Gunnleifur og Kjartan fylla skarð Ásmundar Breiðablik hefur ráðið þá Gunnleif Gunnleifsson og Kjartan Stefánsson inn í meistaraflokks kvenna teymið. Það verða því fjórir þjálfarar sem munu stýra Blikum út tímabilið í Bestu deild kvenna þar sem Ana Cate og Ólafur Pétursson voru fyrir í teyminu. 30.8.2023 20:45
Jón Axel til Alicante Jón Axel Guðmundsson, landsliðsmaður í körfubolta, er genginn í raðir Alicante sem spilar í spænsku B-deildinni. 30.8.2023 20:02
Rosenborg í undanúrslit eftir ótrúlegan leik þar sem Selma Sól lagði upp tvö Selma Sól Magnúsdóttir kom inn af bekknum og lagði upp tvö mörk sem tryggðu Rosenborg sæti í undanúrslitum norska bikarsins í knattspyrnu eftir hreint út sagt ótrúlegan leik við Stabæk. Þá eru Ingibjörg Sigurðardóttir og stöllur hennar í Vålerenga einnig komnar undanúrslit. 30.8.2023 19:01
Fiorentina neitar lánstilboði Man United í Amrabat Enska knattspyrnuliðið Manchester United þarf nauðsynlega að bæta við sig leikmönnum áður en félagaskiptaglugginn í Englandi. Félagið virðist ekki hafa mikið fjármagn á milli handanna og nú hefur lánstilboði þess í miðjumanninn Sofyan Amrabat verið hafnað. 30.8.2023 18:16
María Þórisdóttir frá Man United til Brighton María Þórisdóttir er gengin í raðir Brighton & Hove Albion frá Manchester United. Ekki kemur fram hvað Brighton borgar fyrir þennan öfluga varnarmann sem hefur einnig leikið með Chelsea. 30.8.2023 17:35
Frítt inn á mikilvægan leik FH og KA í Kaplakrika Bílaleiga Akureyrar ætlar að bjóða gestum og gangandi frítt inn á leik FH og KA í 21. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu. Með sigri fer FH upp í 4. sæti deildarinnar. 29.8.2023 17:00