Körfubolti

Jón Axel til Ali­cante

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Jón Axel í Laugardalshöll fyrir leik við Spán.
Jón Axel í Laugardalshöll fyrir leik við Spán. vísir/Sigurjón

Jón Axel Guðmundsson, landsliðsmaður í körfubolta, er genginn í raðir Alicante sem spilar í spænsku B-deildinni.

Jón Axel er uppalinn hjá Grindavík en spilaði lengi vel með Davidson-háskóla í Bandaríkjunum og hefur tekið þátt í sumardeild NBA. Hann var síðast á mála hjá Pesaro á Ítalíu en hefur nú fært sig um set. Þá hefur hann spilað fyrir Bologna, einnig á Ítalíu, ásamt Frankfurt og Crailsheim, bæði í Þýskalandi.

Alicante endaði í 9. sæti B-deildarinnar á síðustu leiktíð og tapaði í umspili um sæti í efstu deild. Jón Axel verður ekki fyrsti Íslendingurinn til að spila með liðinu en Ægir Þór Steinarsson, annar landsliðsmaður, gerði það á síðustu leiktíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×