Liverpool blandar sér í baráttuna um Gravenberch Það styttist óðfluga í að félagaskiptaglugginn í stærstu deildum Evrópu loki og því er hver að verða síðastur að sækja sér nýja leikmenn. Miðjumaðurinn Ryan Gravenberch, leikmaður Þýskalandsmeistara Bayern München er eftirsóttur af tveimur liðum á Englandi. 29.8.2023 14:30
Bestu mörkin um Huldu Ósk og Söndru Maríu: Eins og gott Malt og Appelsín Farið var yfir stöðu mála hjá Þór/KA í síðasta þætti Bestu markanna. Liðið gerði markalaust jafntefli við Tindastól í lokaumferð hefðbundinnar deildarkeppni Bestu deildar kvenna í fótbolta. Þór/KA er því í 6. sæti og fer í efri úrslitakeppnina þar sem efstu sex liðin mætast innbyrðis, neðst fjögur gera svo slíkt hið sama. 29.8.2023 13:01
Hótuðu að skjóta fyrirliða Newcastle í miðjum götuslagsmálum Jamaal Lascelles, fyrirliði Newcastle United í ensku úrvalsdeildinni, komst í hann krappan á dögunum þegar hann lenti í áflogum í miðborg Newcastle eftir að hafa verið úti að skemmta sér með vini sínum og bróður. Lentu þremenningarnir í áflogum við glæpagengi sem hótaði meðal annars að skjóta þá bræður. 29.8.2023 12:30
Stúkan: Ætluðu að koma með rútu og ætluðu ekki að nýta klefann sem Víkingar bjóða upp á Í síðasta þætti Stúkunnar var farið yfir síðustu umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu. Eðlilega fékk stórleikur Víkings og Breiðabliks mikið pláss í þættinum en Blikar létu bíða eftir sér og mættu ekki út á völl fyrr en rétt áður en leikur hófst. 29.8.2023 11:00
Benzema meiddur af velli og Al Hilal lagði lærisveina Gerrard þó Neymar hafi vantað Franski framherjinn Karim Benzema haltraði meiddur af velli þegar lið hans Al-Ittihad lagði Al Wehda 3-0 í efstu deild Sádi-Arabíu í gærkvöld, mánudag. Lærisveinar Steven Gerrard í Al Ettifaq töpuðu þá sínum fyrsta leik í deildinni gegn Al-Hilal. 29.8.2023 10:31
Ótrúleg endurkoma Eyjamanna í Kórnum HK leiddi með tveimur mörkum þegar skammt var til leiksloka í viðureign liðsins gegn ÍBV í Kórnum í Bestu deild karla í knattspyrnu á mánudagskvöld. Eyjamenn eru hins vegar ekki þekktir fyrir að leggja árar í bát og jöfnuðu metin á einhvern ótrúlegan hátt. Mörk leiksins má sjá hér að neðan. 29.8.2023 10:00
Styttist í endurkomu Hauks og EM er möguleiki Það styttist í endurkomu hin 22 ára gamla Hauks Þrastarsonar, leikmanns handboltaliðsins Kielce í Póllandi. 29.8.2023 09:31
Hilmar spilaði sinn fyrsta meistaraflokksleik eftir ótrúlega atburðarás Hilmar Örn Pétursson, 18 ára markvörður 2. flokks Þróttar Reykjavíkur í knattspyrnu lék sinn fyrsta meistaraflokksleik um liðna helgi eftir lygilega atburðarrás. 29.8.2023 09:00
Með háleit markmið þrátt fyrir mun yngri hóp en á síðustu leiktíð Það hafa orðið miklar breytingar á liði Stjörnunnar í Olís-deild karla í handbolta fyrir komandi tímabil. Stefnt er að því að byggja upp á ungum og efnilegum Stjörnumönnum. 29.8.2023 08:31
Sonur Jóhanns Bergs vekur athygli fyrir spyrnutækni sína Breski armur íþróttamiðilsins ESPN endurbirti nýverið myndband af syni landsliðsmannsins Jóhanns Bergs Guðmundssonar þar sem drengurinn hermir nær fullkomlega eftir föður sínum að taka hornspyrnu. 29.8.2023 08:00
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent