Þórir Jóhann lánaður til Þýskalands Knattspyrnumaðurinn Þórir Jóhann Helgason hefur verið lánaður frá ítalska úrvalsdeildarliðinu Lecce til Eintracht Braunschweig í þýsku B-deildinni. 31.8.2023 22:00
Gravenberch á leið til Liverpool fyrir rúman fimm og hálfan milljarð Hollenski miðjumaðurinn Ryan Gravenberch er á leið til enska úrvalalsdeildarliðsins Liverpool frá Þýskalandsmeisturum Bayern München. Hann kostar Liverpool 40 milljónir evra eða 5,7 milljarða íslenskra króna. 31.8.2023 21:45
Valgeir Lunddal í Evrópudeildina á meðan Hákon Arnar fer í Sambandsdeildina Í kvöld kom í ljós hvaða lið komust í riðlakeppni Evrópu- og Sambandsdeildar Evrópu í knattspyrnu. Fyrr í kvöld tryggði Breiðablik sér sæti í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar en nú er öllum leikjum kvöldsins lokið. 31.8.2023 21:31
Fjölnir galopnaði toppbaráttuna Fjölnir opnaði toppbaráttu Lengjudeildar karla í knattspyrnu upp á gátt með 4-2 sigri á toppliði Aftureldingar í kvöld. Þróttur Reykjavík lyfti sér upp úr fallsæti með 5-0 sigri á Grindavík. 31.8.2023 20:16
Fyrirliði Breiðabliks eftir afrek kvöldsins: „Hugrekki, trú og barnaháttur hefur skilað okkur hingað“ „Ótrúlega stoltur, þetta er búið að vera vegferð sem við hófum fyrir þremur árum, eiginlega fjórum. Hugrakkir og barnalegir í Þrándheimi, skíttöpuðum þar. Það í raun lagði fyrsta steininn að þessu,“ sagði Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, eftir að liðið tryggði sér sæti í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. 31.8.2023 19:55
Ljóðrænn Óskar Hrafn eftir afrek Breiðabliks: „Þessi árangur er óður til hugrekkisins“ Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari ríkjandi Íslandsmeistara Breiðabliks, fór yfir víðan völl þegar hann ræddi við Stöð 2 Sport eftir að lið hans tryggði sér sæti í riðlakeppni Sambandsdeild Evrópu í knattspyrnu. Með sigrinum skráði Breiðablik sig á spjöld sögunnar en ekkert íslenskt karlalið hefur áður komist á þetta stig Evrópukeppni. 31.8.2023 19:20
ÍBV meistari meistaranna eftir sigur á Aftureldingu Íslandsmeistarar ÍBV lögðu bikarmeistara Aftureldingar í Meistarakeppni HSÍ í kvöld. Lokatölur 30-25 í Vestmannaeyjum, heimaliðinu í vil. 31.8.2023 18:40
Kallar Rubiales gungu og segir hann hafa skemmt sér með táningum Juan Rubiales, frændi Luis Rubiales – forseta spænska knattspyrnusambandsins, kallar frænda sinn gungu og segir frá veisluhöldum með táningum sem voru mögulega ólögráða. 31.8.2023 07:00
Dagskráin í dag: Kemst Breiðablik í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu? Það er nóg um að vera á rásum Stöðvar 2 Sport í dag. Breiðablik getur komist í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. Þá verður dregið í Meistaradeild Evrópu og spilað í Bestu deild kvenna. 31.8.2023 06:00
Arsenal hulduliðið sem gerði mettilboð í Earps Fyrir tæpri viku var greint frá því að ónefnt lið hefði boðið í Mary Earps, markvörð Manchester United. Talið er að um hafi verið að ræða metupphæð þegar kemur að markverði en Man Utd neitaði tilboðinu. 30.8.2023 23:00