Kallar Rubiales gungu og segir hann hafa skemmt sér með táningum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. ágúst 2023 07:00 Luis Rubiales, forseti spænska knattspyrnusambandsins, hefur verið mikið í fréttum undanfarna daga. Alex Pantling/Getty Images Juan Rubiales, frændi Luis Rubiales – forseta spænska knattspyrnusambandsins, kallar frænda sinn gungu og segir frá veisluhöldum með táningum sem voru mögulega ólögráða. Luis hefur ekki átt sjö dagana sæla eftir að hann kyssti Jenni Hermoso, leikmann spænska landsliðsins, á munninn eftir að Spánn sigraði England í úrslitum HM kvenna í knattspyrnu fyrr í mánuðinum. Þó nærri allir hafi gefist upp á Luis, að móður hans undanskilinni, þá situr Luis sem fastast sem forseti spænska knattspyrnusambandsins. Það er hins vegar ljóst að móðir hans er ein á báti þegar kemur að Rubiales-fjölskyldunni og stuðningi við Luis. Juan Rubiales starfaði fyrir frænda sinn frá 2018 til 2020 en þar áður starfaði hann sem blaðamaður. Hann mætti í viðtal við spænska miðilinn El Confidencial og það er ljóst að álit Juan á frænda sínum er ekki hátt. Juan tekur fram í viðtalinu að öll Rubiales-fjölskyldan, fyrir utan móður Luis, standi með Jenni Hermoso. Þá bætir hann við að frændi sinn sé „gunga“ sem er sjúkur í völd, lúxuslíferni og kvenfólk. „Hann þarf endurmenntun í því hvernig maður kemur fram við konur,“ bætti Juan við. Þá sagði hann frá veislu sem frændi hans hélt í bænum Salobreña á Spáni. Juan lýsti því hvernig fjöldinn allur af táningsstelpum hefði verið á svæðinu, stúlkur sem voru nægilega ungar til að vera dætur hans. Juan gat ekki staðfest hvort táningarnir væru orðnir lögráða en Luis sagði að þær væru af „skemmtistöðum bæjarins.“ Entrevista a Juan Rubiales: "Yo me di cuenta de que no tenía talla para ser presidente de la Federación, ni quería serlo. Ha utilizado la RFEF para su bien personal""Es un hombre obsesionado con el poder, el lujo, el dinero e incluso las mujeres. Creo que necesita un programa pic.twitter.com/pwz0GlX148— El Confidencial (@elconfidencial) August 30, 2023 „Ég veit ekki hvað gerðist þar og ég vil ekki vitað það. Ég læsti mig inn í herberginu mínu og horfði á fótbolta. Ég trúði þessu ekki,“ sagði Juan um veisluna í Salobreña. Eftir veisluna ku Luis hafa eytt öllum smáskilaboðum í símanum sínum og hafa ráðið sér einkaspæjara. „Hann var hræddur, hann hélt það myndi einhver tilkynna hvað gerðist, sagði Juan jafnframt. Þegar þetta er skrifað er Luis enn í starfi þrátt fyrir mikil mótmæli. Hversu lengi hann verður við völd verður að koma í ljós. Fótbolti Hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Handbolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Fleiri fréttir Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Sjá meira
Luis hefur ekki átt sjö dagana sæla eftir að hann kyssti Jenni Hermoso, leikmann spænska landsliðsins, á munninn eftir að Spánn sigraði England í úrslitum HM kvenna í knattspyrnu fyrr í mánuðinum. Þó nærri allir hafi gefist upp á Luis, að móður hans undanskilinni, þá situr Luis sem fastast sem forseti spænska knattspyrnusambandsins. Það er hins vegar ljóst að móðir hans er ein á báti þegar kemur að Rubiales-fjölskyldunni og stuðningi við Luis. Juan Rubiales starfaði fyrir frænda sinn frá 2018 til 2020 en þar áður starfaði hann sem blaðamaður. Hann mætti í viðtal við spænska miðilinn El Confidencial og það er ljóst að álit Juan á frænda sínum er ekki hátt. Juan tekur fram í viðtalinu að öll Rubiales-fjölskyldan, fyrir utan móður Luis, standi með Jenni Hermoso. Þá bætir hann við að frændi sinn sé „gunga“ sem er sjúkur í völd, lúxuslíferni og kvenfólk. „Hann þarf endurmenntun í því hvernig maður kemur fram við konur,“ bætti Juan við. Þá sagði hann frá veislu sem frændi hans hélt í bænum Salobreña á Spáni. Juan lýsti því hvernig fjöldinn allur af táningsstelpum hefði verið á svæðinu, stúlkur sem voru nægilega ungar til að vera dætur hans. Juan gat ekki staðfest hvort táningarnir væru orðnir lögráða en Luis sagði að þær væru af „skemmtistöðum bæjarins.“ Entrevista a Juan Rubiales: "Yo me di cuenta de que no tenía talla para ser presidente de la Federación, ni quería serlo. Ha utilizado la RFEF para su bien personal""Es un hombre obsesionado con el poder, el lujo, el dinero e incluso las mujeres. Creo que necesita un programa pic.twitter.com/pwz0GlX148— El Confidencial (@elconfidencial) August 30, 2023 „Ég veit ekki hvað gerðist þar og ég vil ekki vitað það. Ég læsti mig inn í herberginu mínu og horfði á fótbolta. Ég trúði þessu ekki,“ sagði Juan um veisluna í Salobreña. Eftir veisluna ku Luis hafa eytt öllum smáskilaboðum í símanum sínum og hafa ráðið sér einkaspæjara. „Hann var hræddur, hann hélt það myndi einhver tilkynna hvað gerðist, sagði Juan jafnframt. Þegar þetta er skrifað er Luis enn í starfi þrátt fyrir mikil mótmæli. Hversu lengi hann verður við völd verður að koma í ljós.
Fótbolti Hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Handbolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Fleiri fréttir Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Sjá meira