Hinn 22 ára gamli Þórir Jóhann hefur ekki verið í stóru hlutverki hjá Lecce í Serie A en liðið lék í B-deildinni á Ítalíu þegar hann gekk í raðir þess árið 2021. Alls hefur hann spilað 41 leik fyrir Lecce en er nú mættur til Þýskalands.
Nicht nur bei Marvel, auch bei uns im Mittelfeld jetzt: Thór! #wirsindeintracht pic.twitter.com/nYckHGHkgu
— Eintracht BS (@EintrachtBSNews) August 31, 2023
Þórir Jóhann er annar íslenski miðjumaðurinn sem er lánaður í þýsku B-deildina á stuttum tíma en Ísak Bergmann Jóhannesson gekk nýverið í raðir Fortuna Dusseldorf.
Þórir Jóhann á að baki 16 A-landsleiki fyrir Íslands hönd og hefur skorað í þeim tvö mörk.