Arnar Frey og Elvar Örn höfðu betur þrátt fyrir að Viggó hafi átti stórleik MT Melsungen lagði Leipzig í sannkölluðum Íslendingaslag í þýsku úrvalsdeild karla í handbolta í dag. Melsungen vann á endanum með eins marks mun, 28-27. Alls voru fjórir Íslendingar inn á vellinum og einn á hliðarlínunni. 2.9.2023 19:16
Bayern kom til baka gegn Gladbach Þýskalandsmeistarar Bayern München komu til baka og unnu nauman 2-1 sigur á Gladbach í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 2.9.2023 19:00
Ferguson sökkti Newcastle Evan Ferguson skoraði þrennu þegar Brighton & Hove Albion lagði Newcastle United 3-1 í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. 2.9.2023 18:41
ÍA og Fylkir í góðum málum í Lengjudeildunum ÍA vann 3-2 útisigur á Þór Akureyri í Lengjudeild karla í knattspyrnu. Sigurinn þýðir að Akranes er þremur stigum á undan Aftureldingu þegar tvær umferðir eru eftir af hefðbundinni deildarkeppni í Lengjudeildinni. 2.9.2023 18:01
Sjáðu Hákon Rafn fá rautt og stoðsendingu Arons Markvörðurinn Hákon Rafn Valdimarsson var rekinn af velli þegar Elfsborg, topplið sænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu, tapaði 1-0 gegn Varnamo á útivelli. Þá tapaði Íslendingalið Sirius fyrir Halmstad þó Aron Bjarnason hafi lagt upp mark. 2.9.2023 17:36
Sjáðu þegar Bellingham bjargaði Real enn og aftur Jude Bellingham bjargaði Real Madríd þegar liðið lagði Getafe 2-1 í La Liga, spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Skoraði hann sigurmarkið þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. 2.9.2023 17:11
Góðir sigrar hjá Íslendingaliðunum í Danmörku Dagurinn var góður fyrir Íslendingaliðin í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta. Fredericia og Ribe-Esbjerg unnu bæði sína leiki. 2.9.2023 16:46
Veltir fyrir sér hvort Southgate sé of trúr sínum uppáhalds mönnum Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, tilkynnti á fimmtudag hópinn sem mætir Úkraínu og Skotlandi síðar í þessum mánuði. Southgate er trúr sínum mönnum og velur leikmenn sem hafa lítið sem ekkert spilað sem og einn sem spilar nú í Sádi-Arabíu. 1.9.2023 13:31
Altay fyllir skarð Henderson á Old Trafford Markvörðurinn Altay Bayındır er genginn í raðir enska úrvalsdeildarfélagsins Manchester United. Hann skrifar undir samning til ársins 2027 með möguleika á árs framlengingu. 1.9.2023 12:31
Englandsmeistararnir staðfesta Nunes og selja Palmer til Chelsea Englandsmeistarar Manchester City hafa staðfest kaupin á miðjumanninum Matheus Nunes. Hann skrifar undir fimm ára samning við félagið. Þá er hinn ungi Cole Palmer genginn í raðir Chelsea. 1.9.2023 11:30