Veltir fyrir sér hvort Southgate sé of trúr sínum uppáhalds mönnum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. september 2023 13:31 Gareth Southgate huggar Harry Maguire. Simon Bruty/Getty Images Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, tilkynnti á fimmtudag hópinn sem mætir Úkraínu og Skotlandi síðar í þessum mánuði. Southgate er trúr sínum mönnum og velur leikmenn sem hafa lítið sem ekkert spilað sem og einn sem spilar nú í Sádi-Arabíu. Southgate er vanafastur með eindæmum og hefur síðan hann varð landsliðseinvaldur valið menn þó svo að þeir hafi lítið sem ekkert getað með félagsliðum eða hafi einfaldlega setið sem fastast á bekknum þar. Phil McNulty, íþróttablaðamaður á BBC, veltir fyrir sér hvort Southgate sé einfaldlega of trúr sínum mönnum og hvort það gæti bitið hann í rassinn þegar fram líða stundir. Hóp Southgate í heild sinni má sjá neðst í fréttinni. Harry Maguire er varamaður hjá Man United.Tim Clayton/Getty Images Hann telur það nokkuð skrítið að Harry Maguire, miðvörður Manchester United, sé í hópnum sem og Jordan Henderson, leikmaður Al-Ettifaq í Sádi-Arabíu. McNulty telur einnig nokkuð áhugavert að Eddie Nketiah, framherji Arsenal, sé meðal þeirra sem er valinn en Nketiah er langt því frá fyrsti kostur á blað hjá Mikel Arteta. Sömu sögu er að segja um Kalvin Phillips sem hefur varla spilað fyrir Manchester City síðan hann gekk í raðir félagsins. Jordan Henderson er farinn frá Liverpool til Sádi-Arabíu.Vísir/Getty McNulty bendir á að gæðin í Sádi-Arabíu séu engan veginn sambærileg við ensku úrvalsdeildina og veltir fyrir sér hvernig undirbúningur það sé fyrir Henderson að spila þar þegar honum er svo ætlað að spila á miðri miðju Englands í mikilvægum landsleikjum. Southgate hefur áður kvartað yfir skorti á miðjumönnum og hefur til að mynda spilað Trent Alexander-Arnold þar en Liverpool-maðurinn er þó byrjaður að færa sig inn á miðjuna úr bakverði með félagsliði sínu. Það er því líklegt að hann fái fleiri mínútur á miðjunni hjá Englandi en áður. Að Raheem Sterling eigi ekki upp á pallborðið hjá Southgate kemur McNulty verulega á óvart. Hann hafi sýnt allar sínar bestu hliðar þegar Chelsea lagði Luton Town 3-0 nýverið og sé farinn að minna á leikmanninn sem hrellti varnarmenn ensku úrvalsdeildarinnar þegar hann lék með Manchester City. Að endingu segist McNulty spenntur að sjá hvernig Levi Colwill, varnarmaður Chelsea, stendur sig en sá er talinn eitt mesta efni Englands. Að sama skapi er hann spenntur að sjá hvernig Nketiah stendur sig og hvort hann fái tækifæri. England mætir Úkraínu í Póllandi þann 9. september næstkomandi og Skotlandi í vináttuleik til að heiðra 150 ára afmæli skoska knattspyrnusambandsins þremur dögum síðar. England og Skotland mættust í því sem var fyrsti landsleikur beggja þjóða árið 1872. Markverðir Sam Johnstone (Crystal Palace) Jordan Pickford (Everton) Aaron Ramsdale (Arsenal) Varnarmenn Ben Chilwell (Chelsea) Levi Colwill (Chelsea) Lewis Dunk (Brighton & Hove Albion) Marc Guehi (Crystal Palace) Harry Maguire (Manchester United) Fikayo Tomori (AC Milan) Kieran Trippier (Newcastle United) Kyle Walker (Manchester City). Miðjumenn Trent Alexander-Arnold (Liverpool) Jude Bellingham (Real Madríd) Conor Gallagher (Chelsea) Jordan Henderson (Al-Ettifaq) Kalvin Phillips (Man City) Declan Rice (Arsenal) Framherjar Eberechi Eze (Crystal Palace) Phil Foden (Man City) Jack Grealish (Man City) Harry Kane (Bayern München) James Maddison (Tottenham Hotspur) Marcus Rashford (Man United) Eddie Nketiah (Arsenal) Bukayo Saka (Arsenal) Callum Wilson (Newcastle) Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Fleiri fréttir Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Sjá meira
Southgate er vanafastur með eindæmum og hefur síðan hann varð landsliðseinvaldur valið menn þó svo að þeir hafi lítið sem ekkert getað með félagsliðum eða hafi einfaldlega setið sem fastast á bekknum þar. Phil McNulty, íþróttablaðamaður á BBC, veltir fyrir sér hvort Southgate sé einfaldlega of trúr sínum mönnum og hvort það gæti bitið hann í rassinn þegar fram líða stundir. Hóp Southgate í heild sinni má sjá neðst í fréttinni. Harry Maguire er varamaður hjá Man United.Tim Clayton/Getty Images Hann telur það nokkuð skrítið að Harry Maguire, miðvörður Manchester United, sé í hópnum sem og Jordan Henderson, leikmaður Al-Ettifaq í Sádi-Arabíu. McNulty telur einnig nokkuð áhugavert að Eddie Nketiah, framherji Arsenal, sé meðal þeirra sem er valinn en Nketiah er langt því frá fyrsti kostur á blað hjá Mikel Arteta. Sömu sögu er að segja um Kalvin Phillips sem hefur varla spilað fyrir Manchester City síðan hann gekk í raðir félagsins. Jordan Henderson er farinn frá Liverpool til Sádi-Arabíu.Vísir/Getty McNulty bendir á að gæðin í Sádi-Arabíu séu engan veginn sambærileg við ensku úrvalsdeildina og veltir fyrir sér hvernig undirbúningur það sé fyrir Henderson að spila þar þegar honum er svo ætlað að spila á miðri miðju Englands í mikilvægum landsleikjum. Southgate hefur áður kvartað yfir skorti á miðjumönnum og hefur til að mynda spilað Trent Alexander-Arnold þar en Liverpool-maðurinn er þó byrjaður að færa sig inn á miðjuna úr bakverði með félagsliði sínu. Það er því líklegt að hann fái fleiri mínútur á miðjunni hjá Englandi en áður. Að Raheem Sterling eigi ekki upp á pallborðið hjá Southgate kemur McNulty verulega á óvart. Hann hafi sýnt allar sínar bestu hliðar þegar Chelsea lagði Luton Town 3-0 nýverið og sé farinn að minna á leikmanninn sem hrellti varnarmenn ensku úrvalsdeildarinnar þegar hann lék með Manchester City. Að endingu segist McNulty spenntur að sjá hvernig Levi Colwill, varnarmaður Chelsea, stendur sig en sá er talinn eitt mesta efni Englands. Að sama skapi er hann spenntur að sjá hvernig Nketiah stendur sig og hvort hann fái tækifæri. England mætir Úkraínu í Póllandi þann 9. september næstkomandi og Skotlandi í vináttuleik til að heiðra 150 ára afmæli skoska knattspyrnusambandsins þremur dögum síðar. England og Skotland mættust í því sem var fyrsti landsleikur beggja þjóða árið 1872. Markverðir Sam Johnstone (Crystal Palace) Jordan Pickford (Everton) Aaron Ramsdale (Arsenal) Varnarmenn Ben Chilwell (Chelsea) Levi Colwill (Chelsea) Lewis Dunk (Brighton & Hove Albion) Marc Guehi (Crystal Palace) Harry Maguire (Manchester United) Fikayo Tomori (AC Milan) Kieran Trippier (Newcastle United) Kyle Walker (Manchester City). Miðjumenn Trent Alexander-Arnold (Liverpool) Jude Bellingham (Real Madríd) Conor Gallagher (Chelsea) Jordan Henderson (Al-Ettifaq) Kalvin Phillips (Man City) Declan Rice (Arsenal) Framherjar Eberechi Eze (Crystal Palace) Phil Foden (Man City) Jack Grealish (Man City) Harry Kane (Bayern München) James Maddison (Tottenham Hotspur) Marcus Rashford (Man United) Eddie Nketiah (Arsenal) Bukayo Saka (Arsenal) Callum Wilson (Newcastle)
Markverðir Sam Johnstone (Crystal Palace) Jordan Pickford (Everton) Aaron Ramsdale (Arsenal) Varnarmenn Ben Chilwell (Chelsea) Levi Colwill (Chelsea) Lewis Dunk (Brighton & Hove Albion) Marc Guehi (Crystal Palace) Harry Maguire (Manchester United) Fikayo Tomori (AC Milan) Kieran Trippier (Newcastle United) Kyle Walker (Manchester City). Miðjumenn Trent Alexander-Arnold (Liverpool) Jude Bellingham (Real Madríd) Conor Gallagher (Chelsea) Jordan Henderson (Al-Ettifaq) Kalvin Phillips (Man City) Declan Rice (Arsenal) Framherjar Eberechi Eze (Crystal Palace) Phil Foden (Man City) Jack Grealish (Man City) Harry Kane (Bayern München) James Maddison (Tottenham Hotspur) Marcus Rashford (Man United) Eddie Nketiah (Arsenal) Bukayo Saka (Arsenal) Callum Wilson (Newcastle)
Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Fleiri fréttir Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Sjá meira