Tileinkaði andstæðingunum í úrslitaleik HM verðlaunin Sarina Wiegman, þjálfari Englands, var í gærkvöld valin þjálfari ársins í kvennaflokki af UEFA, Knattspyrnusambandi Evrópu. Hún tileinkaði spænska kvennalandsliðinu, liðið sem hafði betur gegn Englandi í úrslitum HM, verðlaunin sín. 1.9.2023 11:01
Erlendir fjölmiðlar fjalla um vistaskipti Gylfa Þórs Fjöldi erlendra fjölmiðla hefur fjallað um vistaskipti knattspyrnumannsins Gylfa Þórs Sigurðssonar. Hann er nýjasti leikmaður Íslendinganýlendunnar Lyngby sem spilar í dönsku úrvalsdeildinni. 1.9.2023 10:01
Fyrsta sinn sem allar Norðurlandaþjóðir eiga lið í riðlakeppni Í fyrsta skipti í sögunni eiga allar Norðurlandaþjóðirnar Ísland, Danmörk, Svíþjóð, Noregur og Færeyjar öll knattspyrnulið sem munu keppa í riðlakeppni Evrópukeppna. Þetta varð ljóst í gær þegar Breiðablik tryggði sér sæti í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. 1.9.2023 09:30
„Þá kemur auðvitað leiðinlega svarið: Það er FH á sunnudaginn“ „Það sem við ætluðum að passa upp á að láta ekki spennustigið, láta ekki viðburðinn ná stjórn á okkur. Ætluðum að reyna halda í helstu gildin okkar, þora að halda boltanum, þora að koma framarlega, þora að spila sóknarleik. Ekki að lenda í því að fara verja forystuna,“ sagði Óskar Hrafn um leikskipuleg gærkvöldsins. 1.9.2023 09:01
Heimsmeistarinn Bonmatí og markaprinsinn Håland best að mati UEFA Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, tilkynnti í gærkvöld hverjir væru leikmenn og þjálfarar ársins að mati sambandsins. 1.9.2023 08:30
Laugardalsvöllur eini möguleiki Blika hér á landi Breiðablik komst í gær í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. Er þetta í fyrsta skipti sem karlalið frá Íslandi kemst svo langt í Evrópukeppni. Þó mikil gleði fylgi slíkum árangri þá fylgja því líka ýmis vandamál, til að mynda hvar skal spila leikina? 1.9.2023 07:31
Heimsmet féll þegar Nebraska og Omaha Mavericks mættust í bandaríska háskólablakinu Ótrúlegur fjöldi manns lét sjá sig þegar Cornhuskers, kvennalið Nebraska-háskólans, tók á móti Omaha Mavericks í bandaríska háskólablakinu í vikunni Svo mikill var fjöldinn reyndar að um heimsmet er að ræða, aldrei hafa fleiri komið saman á íþróttaviðburði kvenna. 1.9.2023 07:00
Dagskráin í dag: Blikar fá að vita mótherja sína í Sambandsdeild Evrópu Dregið verður í riðlakeppni Evrópu- og Sambandsdeildar Evrópu í knattspyrnu í dag. Breiðablik verður í drættinum fyrir Sambandsdeildina en liðið er fyrsta karlalið Íslandssögunnar til að komast á þetta stig í Evrópukeppni. 1.9.2023 06:00
Man United selur Henderson og fær vinstri bakvörð frá Tottenham Það hefur verið nóg um að vera á skrifstofu enska úrvalsdeildarfélagsins Manchester United í kvöld en félagið seldi leikmann sem og það virðist hafa fundið vinstri bakvörð. 31.8.2023 23:31
Orri Steinn pollrólegur þegar í ljós kom að FCK myndi mæta Man Utd: „Ég sver það“ Orri Steinn Óskarsson, framherji Danmerkurmeistara FC Kaupmannahafnar og nýliða í íslenska landsliðinu, mætti í útvarpsþáttinn „Veislan með Gústa B“ fyrr í dag. Á sama tíma var dregið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu og þar kom í ljós að FCK mætir liðinu sem Orri Steinn heldur með í enska boltanum, Manchester United. 31.8.2023 23:00