Enski boltinn

Altay fyllir skarð Hender­son á Old Traf­ford

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Erik ten Hag, þjálfari Man United, og nýjasti leikmaður liðsins.
Erik ten Hag, þjálfari Man United, og nýjasti leikmaður liðsins. Manchester United

Markvörðurinn Altay Bayındır er genginn í raðir enska úrvalsdeildarfélagsins Manchester United. Hann skrifar undir samning til ársins 2027 með möguleika á árs framlengingu.

Hinn 25 ára gamli Altay kemur frá Fenerbahçe í heimalandinu, Tyrklandi. Hann spilaði stóra rullu í því að liðið varð bikarmeistari og endaði í 2. sæti deildarinnar þar í landi á síðustu leiktíð.

Alls hefur Altay spilað 166 leiki á ferlinum og haldið 53 sinnum hreinu. Hann á að baki fimm A-landsleiki fyrir Tyrkland. Hann er fyrsti Tyrkinn til að semja við Man United.

Altay er ætlað að fylla skarðið sem Dean Henderson skilur eftir sig en Englendingurinn var seldur til Crystal Palace í gær, fimmtudag. Altay mun veita André Onana samkeppni um markmannsstöðuna á Old Trafford og mun að öllum líkindum standa í rammanum þegar Onana tekur þátt í Afríkukeppninni með Kamerún.

Talið er að Man United borgi rúmlega fjórar milljónir punda fyrir markvörðinn eða um 670 milljónir íslenskra króna.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×