Falsfréttir að Ronaldo hafi rétt fram hjálparhönd eftir harmleikinn í Marokkó Hótel í eigu knattspyrnumannsins Cristiano Ronaldo hefur ekki opnað dyr sínar fyrir þeim sem eiga í engin hús að venda lengur eftir skelfilegan jarðskjálfta í Marokkó. Fréttir þess efnis bárust í morgunsárið en hótelið hefur nú staðfest að allir sem gisti þar hafi keypt gistingu. 11.9.2023 08:30
Gísli Þorgeir fékk loks verðlaunin sín Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikmaður Magdeburg í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta, var kosinn leikmaður tímabilsins 2022-23. Hann fékk þó ekki verðlaunin fyrr en nú um liðna helgi. 11.9.2023 08:01
Djokovic heiðraði Kobe eftir sögulegan sigur Novak Djokovic skráði sig á spjöld sögunnar þegar hann bar sigur úr býtum á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis. Þetta var hans 24. sigur á risamóti en enginn karlmaður hefur unnið jafn marga risatitla í sögu íþróttarinnar. Hann tileinkaði Kobe Bryant heitnum sigurinn. 11.9.2023 07:30
Tefldi í símanum frekar en að fylgjast með tónleikum Drake Körfuboltamaðurinn Derrick Rose virðist nægilega mikill aðdáandi tónlistarmannsins Drake til þess að gera sér ferð að sjá rapparann sem ættaður er frá Kanada en þó ekki nægilega mikill aðdáandi til að fylgjast með tónleikunum sjálfum. 8.9.2023 09:30
Halldór ósáttur: Mjög alvarlegt mál að vega að æru manna með þessum hætti Áfrýjunardómstóll Knattspyrnusambands Íslands vísaði máli Halldórs Árnasonar, aðstoðarþjálfara Breiðabliks í Bestu deild karla, frá í vikunni. Halldór er langt því frá sáttur með niðurstöðu KSÍ og segir vegið að æru sinni. Hann hefur talað við lögmann vegna málsins. 8.9.2023 07:32
Dagskráin í dag: Íslenska landsliðið snýr aftur Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport í dag en liðið mætir Lúxemborg ytra í undankeppni Evrópumótsins 2024. 8.9.2023 06:01
Man United biðst afsökunar að hafa boðið dæmdum barnaníðing á leik Enska knattspyrnufélagið Manchester United hefur einokað fyrirsagnir í flestum fjölmiðlum síðustu daga og ekki vegna afreka liðsins inn á knattspyrnuvellinum. Ekki varð umtalið minna þegar í ljós kom að félagið hefði boðið dæmdum barnaníðing á leik hjá kvennaliði félagsins á síðustu leiktíð. Man United hefur beðist afsökunar á athæfinu. 7.9.2023 23:30
Fram marði Gróttu Fram vann Gróttu með eins marks mun, 26-25, í 1. umferð Olís-deildar karla í handbolta fyrr í kvöld. 7.9.2023 22:51
Breiðablik fær besta erlenda leikmanninn úr næstefstu deild Breiðablik hefur fengið liðsstyrk fyrir komandi tímabil í Subway-deild karla í körfubolta. Í dag var staðfest að Keith Jordan Jr. sé á leiðinni í Kópavog eftir frábært tímabil í Borgarnesi á síðustu leiktíð. 7.9.2023 22:30
Stoðsendingaþrenna hjá Eriksen og Lewandowski slökkti í Færeyingum Allir leikir dagsins í undankeppni Evrópumóts karla í knattspyrnu sem fram fer sumarið 2024 er nú lokið. Hinn danski Christian Eriksen, leikmaður Manchester United, lagði upp þrjú mörk í 4-0 sigri Danmerkur á San Marínó. Þá skoraði Robert Lewandowski, framherji Barcelona bæði mörk Póllands í 2-0 sigri á Færeyjum. 7.9.2023 21:18
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent