Handtekinn fyrir að ganga í skrokk á kærustunni Kevin Porter Jr., leikmaður Houston Rockets í NBA-deildinni í körfubolta, hefur verið handtekinn fyrir að ganga í skrokk á, og reyna að kyrkja, kærustu sína. Sú heitir Kysre Gondrezick og er fyrrverandi leikmaður í WNBA-deildinni. 12.9.2023 08:01
LeBron og stjörnurnar ætla á Ólympíuleikana í París LeBron James og flestar af stærstu stjörnum NBA-deildarinnar í körfubolta hafa gefið til kynna að þær vilji taka þátt á Ólympíuleikunum sem fram fara í París á næsta ári. Kemur tilkynningin skömmu eftir að Bandaríkin fóru heim af HM í körfubolta með skottið á milli fótanna. 11.9.2023 16:00
Rakar inn seðlum eftir að hafa fært sig úr MLS yfir í NFL Brandon Aubrey lagði hart að sér til að þess að verða atvinnumaður í fótbolta. Hann var valinn í nýliðavali MLS-deildarinnar í Bandaríkjunum áður en hann ákvað að breyta til. Hann skipti yfir í NFL þar sem spilaður er amerískur fótbolti og er í dag leikmaður Dallas Cowboys. 11.9.2023 15:31
Oftast brotið á Ayew í ensku úrvalsdeildinni Jordan Ayew, leikmaður Crystal Palace, er sá leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar sem hefur oftast verið brotið á undanfarin tvö tímabil. Er hann þar á undan leikmönnum á borð við Jack Grealish, Bukayo Saka og James Maddison. 11.9.2023 14:00
Ótrúleg sigurkarfa þegar aðeins hálf sekúnda var til leiksloka Brittney Sykes, leikmaður Washington Mystic, skoraði magnaða sigurkörfu gegn New York Mystic í WNBA-deildinni í körfubolta í nótt. Blakaði hún boltanum þá ofan í þegar hálf sekúnda var til leiksloka. 11.9.2023 13:16
Treystir hópnum og vonar að ferskir fætur geri gæfumuninn „Við getum ekki útilokað neitt fyrr en það er ómögulegt,“ sagði landsliðsþjálfarinn Åge Hareide aðspurður hvort möguleikar Íslands á að ná 2. sæti í undankeppni EM 2024 í knattspyrnu væru úr sögunni. Hann reiknar með að gera breytingar fyrir leik kvöldsins gegn Bosníu og Hersegóvínu. 11.9.2023 12:02
Ísland ekki tapað fjórum leikjum í röð síðan 2007 Ísland mætir Bosníu og Hersegóvínu í undankeppni EM karla í knattspyrnu á Laugardalsvelli í kvöld. Íslenska liðið hefur tapað þremur leikjum í röð en fara þarf aftur til ársins 2007 til að finna undankeppni þar sem Ísland tapaði fjórum leikjum í röð. 11.9.2023 10:30
Segir af sér eftir óviðeigandi talsmáta Hinn 71 árs gamli Bruce Arenas hefur sagt af sér sem þjálfari og yfirmaður íþróttamála hjá New England Revolution í MLS-deildinni í Bandaríkjunum. Hann var settur til hliðar í ágúst síðastliðnum vegna rannsóknar deildarinnar á óviðeigandi talsmáta þjálfarans. 11.9.2023 10:01
Kúrekarnir skoruðu fjörutíu og sá launahæsti kældur Dallas Cowboys vann ótrúlegan 40-0 sigur á New York Giants í fyrstu viku NFL-deildarinnar. Joe Burrow var langt frá sínu besta en hann skrifaði á dögunum undir risasamning við Cincinnati Bengals sem gerir hann að launahæsta leikmanni deildarinnar. 11.9.2023 09:30
„Þurfum að finna stöðugt lið, byggja út frá því og sjá hvert það tekur okkur“ „Hann hefur verið betri og allir gríðarlega svekktir að hafa tapað þessum leik. Frammistaðan ekki nægilega góð, eins og við vitum,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Jóhann Berg Guðmundsson um tap Íslands gegn Lúxemborg í undankeppni EM 2024 í knattspyrnu. 11.9.2023 09:01
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent