Íþróttafréttamaður

Runólfur Trausti Þórhallsson

Runólfur er íþróttafréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Hand­tekinn fyrir að ganga í skrokk á kærustunni

Kevin Porter Jr., leikmaður Houston Rockets í NBA-deildinni í körfubolta, hefur verið handtekinn fyrir að ganga í skrokk á, og reyna að kyrkja, kærustu sína. Sú heitir Kysre Gondrezick og er fyrrverandi leikmaður í WNBA-deildinni.

LeBron og stjörnurnar ætla á Ólympíu­leikana í París

LeBron James og flestar af stærstu stjörnum NBA-deildarinnar í körfubolta hafa gefið til kynna að þær vilji taka þátt á Ólympíuleikunum sem fram fara í París á næsta ári. Kemur tilkynningin skömmu eftir að Bandaríkin fóru heim af HM í körfubolta með skottið á milli fótanna.

Rakar inn seðlum eftir að hafa fært sig úr MLS yfir í NFL

Brandon Aubrey lagði hart að sér til að þess að verða atvinnumaður í fótbolta. Hann var valinn í nýliðavali MLS-deildarinnar í Bandaríkjunum áður en hann ákvað að breyta til. Hann skipti yfir í NFL þar sem spilaður er amerískur fótbolti og er í dag leikmaður Dallas Cowboys.

Oftast brotið á Ayew í ensku úr­vals­deildinni

Jordan Ayew, leikmaður Crystal Palace, er sá leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar sem hefur oftast verið brotið á undanfarin tvö tímabil. Er hann þar á undan leikmönnum á borð við Jack Grealish, Bukayo Saka og James Maddison.

Treystir hópnum og vonar að ferskir fætur geri gæfu­muninn

„Við getum ekki útilokað neitt fyrr en það er ómögulegt,“ sagði landsliðsþjálfarinn Åge Hareide aðspurður hvort möguleikar Íslands á að ná 2. sæti í undankeppni EM 2024 í knattspyrnu væru úr sögunni. Hann reiknar með að gera breytingar fyrir leik kvöldsins gegn Bosníu og Hersegóvínu.

Ís­land ekki tapað fjórum leikjum í röð síðan 2007

Ísland mætir Bosníu og Hersegóvínu í undankeppni EM karla í knattspyrnu á Laugardalsvelli í kvöld. Íslenska liðið hefur tapað þremur leikjum í röð en fara þarf aftur til ársins 2007 til að finna undankeppni þar sem Ísland tapaði fjórum leikjum í röð.

Segir af sér eftir ó­við­eig­andi tals­máta

Hinn 71 árs gamli Bruce Arenas hefur sagt af sér sem þjálfari og yfirmaður íþróttamála hjá New England Revolution í MLS-deildinni í Bandaríkjunum. Hann var settur til hliðar í ágúst síðastliðnum vegna rannsóknar deildarinnar á óviðeigandi talsmáta þjálfarans.

Kú­rekarnir skoruðu fjöru­tíu og sá launahæsti kældur

Dallas Cowboys vann ótrúlegan 40-0 sigur á New York Giants í fyrstu viku NFL-deildarinnar. Joe Burrow var langt frá sínu besta en hann skrifaði á dögunum undir risasamning við Cincinnati Bengals sem gerir hann að launahæsta leikmanni deildarinnar.

Sjá meira