Treystir hópnum og vonar að ferskir fætur geri gæfumuninn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. september 2023 12:02 Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands. Vísir/Hulda Margrét „Við getum ekki útilokað neitt fyrr en það er ómögulegt,“ sagði landsliðsþjálfarinn Åge Hareide aðspurður hvort möguleikar Íslands á að ná 2. sæti í undankeppni EM 2024 í knattspyrnu væru úr sögunni. Hann reiknar með að gera breytingar fyrir leik kvöldsins gegn Bosníu og Hersegóvínu. Ísland mátti þola neyðarlegt tap gegn Lúxemborg fyrir helgi og hefur liðið nú aðeins unnið einn af fyrstu fimm leikjum sínum í undankeppninni. Ísland mætir Bosníu og Hersegóvínu á Laugardalsvelli í kvöld og getur jafnað met sem er tengt við það lið Íslands sem sökk hvað lægst árið 2007. „Ég er frekar að leita að stöðugri frammistöðu sem getur gefið okkur stig heldur en að vonast eftir sigri. Við verðum að spila vel til að vinna, það er okkar fókus. Við þurfum síðan að byggja ofan á það. Við erum án þriggja leikmanna sem voru með okkur í júní og við þurfum alla okkar bestu leikmenn til að ná stöðugleika,“ bætti Åge við. Åge hefur áður stýrt norska og danska landsliðinu þar sem það er töluvert meira af leikmönnum til að velja úr. „Leikurinn ákveður hversu hratt við getum byggt upp sjálfstraust og spilað á stöðugu liði. Þess vegna eru úrslit svona mikilvæg í fótbolta. Það er ekki nóg að spila vel og tapa, framför næst hraðar með sigrum.“ „Í undankeppnum sem þessari, með fáa leiki, þá verður liðið að spila vel til að ná stöðugleika. Vissulega geta þjóðir eins og Danmörk eða Noregur valið úr fleiri leikmönnum en Ísland en það sem er jákvætt við Ísland er að það er sterk tenging, ungir leikmenn að koma upp og við þurfum að standa í báða fæturna. Bæði þegar kemur að þessari undankeppni og þegar kemur að því að byggja upp lið til framtíðar. það er mjög mikilvægt.“ „Það er mikið af virkilega hæfileikaríkum leikmönnum að koma upp. Margir þeirra eru hérna í hópnum hjá okkur og vonandi getum við tekið inn fleiri. Leikmaður eins og Hákon (Arnar Haraldsson) spilaði virkilega vel gegn Lúxemborg og skoraði mark. Þannig leikmönnum erum við að vonast eftir núna.“ Åge ræddi einnig leikinn gegn Lúxemborg í þaula en hann var ekki sammála að leikmenn hafi skort vilja eða baráttu. Klippa: Åge Hareide treystir hópnum og hefur trú á ungum leikmönnum Íslands Það kom á óvart hversu slök frammistaðan var „Maður vonast alltaf eftir þróun eftir að hafa verið svona nálægt því að ná í úrslit gegn Portúgal og Slóvakíu. Er mjög stoltur af frammistöðunni í þeim leikjum en stundum er fótbolti skrítinn. Gerir öll mistök heimsins í einum og sama leiknum, færð á þig víti og missir mann af velli. Það er ekkert sem hægt er að gera þá. Vonandi getum við lyft andanum upp og spilað betur gegn Bosníu.“ „Við verðum að sækja gegn Bosníu og Hersegóvínu en við verðum að geta varist líka. Virkar í báðar áttir. Við munum gera breytingar, ég treysti hópnum og að ferskir fætur geti komið inn og unnið hart að því að sanna sig,“ sagði Åge Hareide að lokum. Viðtalið í heild sinni má sjá ofar í fréttinni. Upphitun Stöðvar 2 Sport hefst klukkan 17.45 og leikurinn klukkustund síðar eða kl. 18.45. Fótbolti Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Fleiri fréttir Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjá meira
Ísland mátti þola neyðarlegt tap gegn Lúxemborg fyrir helgi og hefur liðið nú aðeins unnið einn af fyrstu fimm leikjum sínum í undankeppninni. Ísland mætir Bosníu og Hersegóvínu á Laugardalsvelli í kvöld og getur jafnað met sem er tengt við það lið Íslands sem sökk hvað lægst árið 2007. „Ég er frekar að leita að stöðugri frammistöðu sem getur gefið okkur stig heldur en að vonast eftir sigri. Við verðum að spila vel til að vinna, það er okkar fókus. Við þurfum síðan að byggja ofan á það. Við erum án þriggja leikmanna sem voru með okkur í júní og við þurfum alla okkar bestu leikmenn til að ná stöðugleika,“ bætti Åge við. Åge hefur áður stýrt norska og danska landsliðinu þar sem það er töluvert meira af leikmönnum til að velja úr. „Leikurinn ákveður hversu hratt við getum byggt upp sjálfstraust og spilað á stöðugu liði. Þess vegna eru úrslit svona mikilvæg í fótbolta. Það er ekki nóg að spila vel og tapa, framför næst hraðar með sigrum.“ „Í undankeppnum sem þessari, með fáa leiki, þá verður liðið að spila vel til að ná stöðugleika. Vissulega geta þjóðir eins og Danmörk eða Noregur valið úr fleiri leikmönnum en Ísland en það sem er jákvætt við Ísland er að það er sterk tenging, ungir leikmenn að koma upp og við þurfum að standa í báða fæturna. Bæði þegar kemur að þessari undankeppni og þegar kemur að því að byggja upp lið til framtíðar. það er mjög mikilvægt.“ „Það er mikið af virkilega hæfileikaríkum leikmönnum að koma upp. Margir þeirra eru hérna í hópnum hjá okkur og vonandi getum við tekið inn fleiri. Leikmaður eins og Hákon (Arnar Haraldsson) spilaði virkilega vel gegn Lúxemborg og skoraði mark. Þannig leikmönnum erum við að vonast eftir núna.“ Åge ræddi einnig leikinn gegn Lúxemborg í þaula en hann var ekki sammála að leikmenn hafi skort vilja eða baráttu. Klippa: Åge Hareide treystir hópnum og hefur trú á ungum leikmönnum Íslands Það kom á óvart hversu slök frammistaðan var „Maður vonast alltaf eftir þróun eftir að hafa verið svona nálægt því að ná í úrslit gegn Portúgal og Slóvakíu. Er mjög stoltur af frammistöðunni í þeim leikjum en stundum er fótbolti skrítinn. Gerir öll mistök heimsins í einum og sama leiknum, færð á þig víti og missir mann af velli. Það er ekkert sem hægt er að gera þá. Vonandi getum við lyft andanum upp og spilað betur gegn Bosníu.“ „Við verðum að sækja gegn Bosníu og Hersegóvínu en við verðum að geta varist líka. Virkar í báðar áttir. Við munum gera breytingar, ég treysti hópnum og að ferskir fætur geti komið inn og unnið hart að því að sanna sig,“ sagði Åge Hareide að lokum. Viðtalið í heild sinni má sjá ofar í fréttinni. Upphitun Stöðvar 2 Sport hefst klukkan 17.45 og leikurinn klukkustund síðar eða kl. 18.45.
Fótbolti Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Fleiri fréttir Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjá meira