Íþróttafréttamaður

Runólfur Trausti Þórhallsson

Runólfur er íþróttafréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Fram­lengdi í sumar en er nú látinn taka poka sinn 74 ára gamall

Neil Warnock mun stíga til hliðar sem þjálfari Huddersfield Town eftir leikinn gegn Stoke City í ensku B-deildinni í knattspyrnu annað kvöld. Hinn 74 ára gamli Warnock framlengdi veru sína hjá Huddersfield í sumar eftir að halda liðinu uppi en hefur ákveðið að nú sé nóg komið.

Meiðsla­listi Chelsea metinn á 65 milljarða

Gríðarleg meiðsli herja á leikmenn enska úrvalsdeildarliðsins Chelsea. Hægt væri að stilla upp 11 manna byrjunarliði með leikmönnum sem eru frá keppni um þessar mundir.

Neymar missti stjórn á skapi sínu í jafn­tefli

Stjörnum prýdd lið Al Hilal náði aðeins í stig á heimavelli gegn Navbahor Namangan frá Úsbekistan í leik liðanna í Meistaradeildar Asíu í knattspyrnu. Brasilíumaðurinn Neymar missti stjórn á skapi sínu í leiknum.

„Mjög sætt að hafa endað á toppnum“

„Það hefur aldrei verið jafn erfitt að komast upp úr þessari deild og nú í ár út af úrslitakeppninni,“ sagði Jón Þór Hauksson, þjálfari Lengjudeildarmeistara ÍA, en liðið tryggði sér um helgina sæti í Bestu deild karla sumarið 2024.

Gylfi Þór gæti spilað á föstu­daginn

Gylfi Þór Sigurðsson gæti spilað sinn fyrsta leik síðan 2021 á föstudagskvöld þegar Lyngby fær Vejle í heimsókn í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Mark­vörðurinn bjargaði stigi í blá­lokin og draumurinn lifir

Íslendingalið Öster í sænsku B-deildinni í fótbolta náði í stig gegn Västerås SK á heimavelli í gærkvöld þegar liðin gerðu 2-2 jafntefli. Það væri ekki frásögu færandi nema fyrir þá staðreynd að markvörður Öster skoraði jöfnunarmark í 96. mínútu leiksins.

Sjá meira