Fær nýjan samning þrátt fyrir að hafa slitið krossband nýlega Stormsenterinn Sam Kerr hefur framlengt samning sinn við Englandsmeistara Chelsea til 2025 hið minnsta. Tímasetningin vekur athygli en stutt er síðan Kerr sleit krossband í hné og ljóst að hún spilar ekki meira á þessari leiktíð. 11.1.2024 23:01
Milik með sýningu þegar Juventus flaug inn í undanúrslit Gott gengi Juventus á tímabilinu heldur áfram en liðið er komið í undanúrslit Coppa Italia, bikarkeppninnar á Ítalíu, eftir 4-0 sigur á Frosinone. 11.1.2024 22:30
Valur og ÍBV með örugga sigra Valur og ÍBV unnu einkar örugga sigra í Olís-deild kvenna í handbolta í kvöld. 11.1.2024 22:01
Norðurlandaþjóðirnar byrja á öruggum sigrum Noregur, Svíþjóð og Danmörk byrja öll EM karla í handbolta með öruggum sigrum. 11.1.2024 21:36
Barcelona mætir Real Madríd í úrslitum Barcelona er komið í úrslit spænska Ofurbikarsins eftir 2-0 sigur á Osasuna. 11.1.2024 21:01
Aldís Ásta frábær í sigri Skara Skara vann gríðarlega öruggan útisigur á Aranäs í sænsku úrvalsdeild kvenna í handbolta. Skara hefur nú unnið fjóra af síðustu fimm leikjum sínum. Aldís Ásta Heimisdóttir var frábær í liði Skara í kvöld. 11.1.2024 20:36
Fimm þúsund Færeyingar sáu sína menn tapa fyrsta leik naumlega Slóvenía lagði Færeyjar með þriggja marka mun, 32-29, þegar liðin mættust í fyrsta leik D-riðils á Evrópumóti karla í handbolta sem nú fer fram. Holland vann Georgíu og Portúgal lagði Grikkland. 11.1.2024 19:10
Segja Aron vera að ganga í raðir Breiðabliks Vængmaðurinn Aron Bjarnason mun að öllum líkindum spila með Breiðabliki í Bestu deild karla í knattspyrnu. Hann lék á sínum tíma 69 leiki fyrir félagið. 11.1.2024 18:00
Dier eltir Kane til Bayern Félagaskiptaofvitinn Fabrizio Romano hefur greint frá því að það styttist í að Þýskalandsmeistarar Bayern München tilkynni miðvörðinn Eric Dier sem nýjasta leikmann liðsins. 11.1.2024 17:31
Lögmál leiksins: „Hann er ekki framtíðin“ „Nei eða Já“ var á sínum stað í Lögmál leiksins í gærkvöld. Þar var farið yfir stöðu Jonathan Kuminga hjá Golden State Warriors, hvort Memphis Grizzlies komist í umspil, ekki lengur hægt að bera saman tölfræði fortíðar og nútíðar og að lokum Kevin Durant. 9.1.2024 07:00