Heimamenn byrjuðu frábærlega en Arkadiusz Milik kom heimamönnum yfir með marki úr vítaspyrnu strax á 11. mínútu. Milik var svo aftur á feriðinni á 38. mínútu eftir undirbúning Weston McKenna, staðan 2-0 í hálfleik.
Milik fullkomnaði þrennu sína í upphafi síðari hálfleiks og hélt hann hefði komið Juventus í 4-0 þegar tæp klukkustund var liðin en markið dæmt af. Fjórða mark heimaliðsins kom þó örskömmu síðar þegar hinn 18 ára gamli Kenan Yıldız skilaði boltanum í netið.
Siamo in semifinale! Forza Juve Bravi ragazzi!#JuveFrosinone [4-0] #CoppaItaliaFrecciarossa pic.twitter.com/XXiUKMNR0m
— JuventusFC (@juventusfc) January 11, 2024
Lokatölur 4-0 og þar sem Juventus er síðasta liðið inn í undanúrslitin þá er þegar ljóst að Lazio verður mótherji þeirra þar. Í hinum undanúrslitaleiknum mætast Fiorentina og Atalanta.