Íþróttafréttamaður

Runólfur Trausti Þórhallsson

Runólfur er íþróttafréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Vals­menn farnir að undir­búa næsta tíma­bil

Valur hefur samið við Kristófer Mána Jónasson, leikmann Hauka. Gengur hann í raðir félagsins að tímabilinu loknu í Olís-deild karla í handknattleik. Samningur hans við Val gildir til loka tímabils 2026.

Á leið í segul­ómun vegna meiðslanna í Lautinni

Hrafn Tómasson, betur þekktur sem Krummi, kom inn af varamannabekk KR þegar liðið vann Fylki 4-3 í 1. umferð Bestu deildar karla. Hann entist þó ekki lengi þar sem hann varð fyrir meiðslum á hné.

Man United neitar að læra

Manchester United mátti þola 4-3 tap gegn Chelsea á Brúnni í leik liðanna í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu á fimmtudagskvöld. Var það enn einn leikurinn á tímabilinu þar sem liðið fær á sig tvö mörk með stuttu millibili.

Kunnug­leg and­lit á nýjum slóðum og spennandi ný­liðar

Besta deild karla í knattspyrnu fer af stað á morgun, laugardag. Þar verður Ingvar Jónsson, besti markvörður deildarinnar undanfarin ár, í sviðsljósinu og þá reiknar Vísir með að Árni Snær Ólafsson standi vaktina í marki Stjörnunnar líkt og á síðasta tímabili.

Man Utd yfir þegar 99 mín. og 17 sek. voru komnar á klukkuna

Manchester United tapaði á einhvern ótrúlegan hátt 4-3 fyrir Chelsea í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu þegar liðin mættust á Brúnni í Lundúnum á fimmtudagskvöld. Man United var 3-2 yfir þegar níu mínútur og sautján sekúndur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma.

Styttist í endur­komu en fram­lengir ekki í París

Berglind Björg Þorvaldsdóttir, leikmaður París Saint-Germain í Frakklandi, er við það að snúa aftur á völlinn eftir barnsburð. Hún mun þó ekki spila með PSG þar sem samningur hennar rennur út nú í sumar og það er ljóst að framherjinn knái mun færa sig um set.

Allir reknir af velli eftir hópslags­mál í upp­hafi leiks

Ótrúlegt atvik átti sér stað í upphafi leiks nágrannaliðanna New York Rangers og New Jersey Devils í NHL-deildinni í íshokkí á dögunum. Um leið og leikurinn var flautaður á brutust út hópslagsmál milli þeirra tíu leikmanna sem voru inn á og voru allir reknir af velli.

Skíta­kuldi en spennt fyrir því að spila á Kópa­vogs­velli

Ísland mætir Póllandi á föstudaginn kemur í fyrsta leik liðsins í undankeppni fyrir EM 2025 sem fram fer í Sviss. Miðjumaðurinn Alexandra Jóhannsdóttir er nokkuð brött og finnst allt í góðu að leikurinn fari fram á Kópavogsvelli enda var hún lengi vel í röðum Breiðabliks.

Sjá meira