Dagskráin í dag: Körfubolti, körfubolti og körfubolti Að venju er nóg um að vera á rásum Stöðvar 2 Sport í dag. 4.4.2024 06:02
Maté um fyrrum leikmann: „Hann var eiginlega alveg f***ing óþolandi“ Það var líf og fjör í síðasta þætti af Körfuboltakvöld Extra. Þar tók Tómas Steindórsson sig til og valdi lélegustu leikmenn sem hafa spilað undir stjórn Maté Dalmay, þjálfara Hauka í Subway-deild karla. 3.4.2024 23:31
Óvíst hvort Nkunku verði meira með á leiktíðinni Fyrsta tímabil Christopher Nkunku í ensku úrvalsdeildinni fer seint í sögubækurnar. Hann hefur verið meira og minna meiddur síðan hann gekk í raðir Chelsea frá RB Leipzig og verður líklega ekki meira með það sem eftir lifir leiktíðar. 3.4.2024 23:00
Valur og Fjölnir enda deildarkeppnina á góðum nótum Tveir leikir fóru fram í B-deild Subway-deildar kvenna í körfubolta. Valur nældi í sigur á Akureyri og Fjölnir lagði botnlið Snæfells. 3.4.2024 22:31
Foden með sýningu og Man City gefur ekkert eftir í toppbaráttunni Phil Foden skoraði þrennu í gríðarlega öruggum sigri Englandsmeistara Manchester City á Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni, lokatölur 4-1. 3.4.2024 21:15
Ísak Bergmann og félagar áttu aldrei möguleika gegn Leverkusen Verðandi Þýskalandsmeistarar Bayer Leverkusen eru komnir í bikarúrslit eftir gríðarlega sannfærandi 4-0 sigur á Fortuna Düsseldorf. Ísak Bergmann Jóhannesson er á láni hjá Düsseldorf sem vonast til að vinna sér inn sæti í þýsku úrvalsdeildinni í vor. 3.4.2024 20:55
Skytturnar á toppinn Arsenal er komið á topp ensku úrvalsdeildarinnar eftir 2-0 sigur á nýliðum Luton Town. Þá gerði Brighton & Hove Albion markalaust jafntefli við Brentford. 3.4.2024 20:25
Reyna að sannfæra Xavi um að vera áfram Forráðamenn spænska knattspyrnurisans Barcelona gera nú hvað þeir geta til að sannfæra þjálfara liðsins, Xavi, um að vera áfram við stjórnvölin. Xavi stendur þó fast á sínu og mun hætta í sumar. 3.4.2024 19:47
Tryggvi Snær öflugur í sigri sem dugði þó ekki til Bilbao er úr leik í Evrópubikar FIBA þrátt fyrir níu stiga sigur á Chemnitz frá Þýskalandi. Tryggvi Snær Hlinason átti mjög góðan leik í liði Bilbao. 3.4.2024 19:15
Haukur öflugur og Kielce flaug áfram Haukar Þrastarson og félagar í pólska handknattleiksliðinu Kielce eru komnir í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir flottan sigur á GOG frá Danmörku í dag. 3.4.2024 18:55