Skítakuldi en spennt fyrir því að spila á Kópavogsvelli Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. apríl 2024 07:00 Alexandra í einum af 41 A-landsleik sínum. Vísir/Vilhelm Ísland mætir Póllandi á föstudaginn kemur í fyrsta leik liðsins í undankeppni fyrir EM 2025 sem fram fer í Sviss. Miðjumaðurinn Alexandra Jóhannsdóttir er nokkuð brött og finnst allt í góðu að leikurinn fari fram á Kópavogsvelli enda var hún lengi vel í röðum Breiðabliks. Hin 24 ára gamla Alexandra spilar í dag með Fiorentina í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni. „Aðeins kaldara kannski,“ sagði Alexandra og hló aðspurð hvort það væri ekki örlítill munur á veðrinu í Reykjavík og Flórens á þessum árstíma. „Þetta er bara voðalega fínt veður þó það sé skítakuldi. Það er allavega ekki mikill vindur,“ bætti miðjumaðurinn við. Fiorentina er sem stendur í 3. sæti deildarinnar og er komið í bikarúrslit. Liðið hefur hins vegar tapað þremur leikjum í röð. „Síðustu þrír leikir bara búnir að vera lélegir, 4-0 gefur ekki rétt mynd af leiknum síðasta laugardag. Búnar að vera erfiðar vikur hjá okkur og fínt að komast í þetta verkefni og fá svo fríhelgi eftir það.“ „Gleyma þessum þremur leikjum, allt annað hugarfar hér þar sem það er allt annað verkefni og allt annar hópur. Fínt að kúpla sig aðeins út.“ Leikurinn á morgun fer fram á Kópavogsvelli og hefur liðið því æft þar síðan það kom saman. Líkar Alexöndru það vel. „Mér finnst bara fínt að spila hér. Ég var mjög ánægð þegar þau sögðu að leikurinn yrði á Kópavogsvelli,“ sagði Alexandra skælbrosandi. Klippa: Alexandra ánægð með að spilað verði á Kópavogsvelli Um leikinn gegn Póllandi „Ótrúlega vel, flottur riðill sem við fengum og allir geta unnið alla. Við eigum líka bara bullandi að vera í efstu tveimur sætunum í þessum riðli sem er klárt markmið hjá okkur.“ „Þetta er lið með flotta leikmenn, margar að spila í þýsku úrvalsdeildinni. Spiluðum við þær fyrir EM 2022 og unnum 3-0 en það segir ekkert. Þær eru í A-riðli, öll lið þar eru ótrúlega góð og þetta verður ótrúlega erfiður leikur.“ Ísland mætir Póllandi klukkan 16.45 á morgun, föstudag. Fótbolti EM í Sviss 2025 Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Chelsea - Liverpool | Stórleikur á Brúnni Enski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Fleiri fréttir Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé byrjunin á góðu gengi Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Chelsea - Liverpool | Stórleikur á Brúnni Harry Kewell að taka við liði í Víetnam FHL - Þór/KA | Fallbaráttan búin en Forsetabikar í spilum Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Upplifðu sigurstund Blika í návígi Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Diljá lagði upp í níu marka sigri Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Sjá meira
Hin 24 ára gamla Alexandra spilar í dag með Fiorentina í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni. „Aðeins kaldara kannski,“ sagði Alexandra og hló aðspurð hvort það væri ekki örlítill munur á veðrinu í Reykjavík og Flórens á þessum árstíma. „Þetta er bara voðalega fínt veður þó það sé skítakuldi. Það er allavega ekki mikill vindur,“ bætti miðjumaðurinn við. Fiorentina er sem stendur í 3. sæti deildarinnar og er komið í bikarúrslit. Liðið hefur hins vegar tapað þremur leikjum í röð. „Síðustu þrír leikir bara búnir að vera lélegir, 4-0 gefur ekki rétt mynd af leiknum síðasta laugardag. Búnar að vera erfiðar vikur hjá okkur og fínt að komast í þetta verkefni og fá svo fríhelgi eftir það.“ „Gleyma þessum þremur leikjum, allt annað hugarfar hér þar sem það er allt annað verkefni og allt annar hópur. Fínt að kúpla sig aðeins út.“ Leikurinn á morgun fer fram á Kópavogsvelli og hefur liðið því æft þar síðan það kom saman. Líkar Alexöndru það vel. „Mér finnst bara fínt að spila hér. Ég var mjög ánægð þegar þau sögðu að leikurinn yrði á Kópavogsvelli,“ sagði Alexandra skælbrosandi. Klippa: Alexandra ánægð með að spilað verði á Kópavogsvelli Um leikinn gegn Póllandi „Ótrúlega vel, flottur riðill sem við fengum og allir geta unnið alla. Við eigum líka bara bullandi að vera í efstu tveimur sætunum í þessum riðli sem er klárt markmið hjá okkur.“ „Þetta er lið með flotta leikmenn, margar að spila í þýsku úrvalsdeildinni. Spiluðum við þær fyrir EM 2022 og unnum 3-0 en það segir ekkert. Þær eru í A-riðli, öll lið þar eru ótrúlega góð og þetta verður ótrúlega erfiður leikur.“ Ísland mætir Póllandi klukkan 16.45 á morgun, föstudag.
Fótbolti EM í Sviss 2025 Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Chelsea - Liverpool | Stórleikur á Brúnni Enski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Fleiri fréttir Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé byrjunin á góðu gengi Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Chelsea - Liverpool | Stórleikur á Brúnni Harry Kewell að taka við liði í Víetnam FHL - Þór/KA | Fallbaráttan búin en Forsetabikar í spilum Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Upplifðu sigurstund Blika í návígi Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Diljá lagði upp í níu marka sigri Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Sjá meira