Skítakuldi en spennt fyrir því að spila á Kópavogsvelli Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. apríl 2024 07:00 Alexandra í einum af 41 A-landsleik sínum. Vísir/Vilhelm Ísland mætir Póllandi á föstudaginn kemur í fyrsta leik liðsins í undankeppni fyrir EM 2025 sem fram fer í Sviss. Miðjumaðurinn Alexandra Jóhannsdóttir er nokkuð brött og finnst allt í góðu að leikurinn fari fram á Kópavogsvelli enda var hún lengi vel í röðum Breiðabliks. Hin 24 ára gamla Alexandra spilar í dag með Fiorentina í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni. „Aðeins kaldara kannski,“ sagði Alexandra og hló aðspurð hvort það væri ekki örlítill munur á veðrinu í Reykjavík og Flórens á þessum árstíma. „Þetta er bara voðalega fínt veður þó það sé skítakuldi. Það er allavega ekki mikill vindur,“ bætti miðjumaðurinn við. Fiorentina er sem stendur í 3. sæti deildarinnar og er komið í bikarúrslit. Liðið hefur hins vegar tapað þremur leikjum í röð. „Síðustu þrír leikir bara búnir að vera lélegir, 4-0 gefur ekki rétt mynd af leiknum síðasta laugardag. Búnar að vera erfiðar vikur hjá okkur og fínt að komast í þetta verkefni og fá svo fríhelgi eftir það.“ „Gleyma þessum þremur leikjum, allt annað hugarfar hér þar sem það er allt annað verkefni og allt annar hópur. Fínt að kúpla sig aðeins út.“ Leikurinn á morgun fer fram á Kópavogsvelli og hefur liðið því æft þar síðan það kom saman. Líkar Alexöndru það vel. „Mér finnst bara fínt að spila hér. Ég var mjög ánægð þegar þau sögðu að leikurinn yrði á Kópavogsvelli,“ sagði Alexandra skælbrosandi. Klippa: Alexandra ánægð með að spilað verði á Kópavogsvelli Um leikinn gegn Póllandi „Ótrúlega vel, flottur riðill sem við fengum og allir geta unnið alla. Við eigum líka bara bullandi að vera í efstu tveimur sætunum í þessum riðli sem er klárt markmið hjá okkur.“ „Þetta er lið með flotta leikmenn, margar að spila í þýsku úrvalsdeildinni. Spiluðum við þær fyrir EM 2022 og unnum 3-0 en það segir ekkert. Þær eru í A-riðli, öll lið þar eru ótrúlega góð og þetta verður ótrúlega erfiður leikur.“ Ísland mætir Póllandi klukkan 16.45 á morgun, föstudag. Fótbolti EM í Sviss 2025 Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport Fleiri fréttir EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Sjá meira
Hin 24 ára gamla Alexandra spilar í dag með Fiorentina í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni. „Aðeins kaldara kannski,“ sagði Alexandra og hló aðspurð hvort það væri ekki örlítill munur á veðrinu í Reykjavík og Flórens á þessum árstíma. „Þetta er bara voðalega fínt veður þó það sé skítakuldi. Það er allavega ekki mikill vindur,“ bætti miðjumaðurinn við. Fiorentina er sem stendur í 3. sæti deildarinnar og er komið í bikarúrslit. Liðið hefur hins vegar tapað þremur leikjum í röð. „Síðustu þrír leikir bara búnir að vera lélegir, 4-0 gefur ekki rétt mynd af leiknum síðasta laugardag. Búnar að vera erfiðar vikur hjá okkur og fínt að komast í þetta verkefni og fá svo fríhelgi eftir það.“ „Gleyma þessum þremur leikjum, allt annað hugarfar hér þar sem það er allt annað verkefni og allt annar hópur. Fínt að kúpla sig aðeins út.“ Leikurinn á morgun fer fram á Kópavogsvelli og hefur liðið því æft þar síðan það kom saman. Líkar Alexöndru það vel. „Mér finnst bara fínt að spila hér. Ég var mjög ánægð þegar þau sögðu að leikurinn yrði á Kópavogsvelli,“ sagði Alexandra skælbrosandi. Klippa: Alexandra ánægð með að spilað verði á Kópavogsvelli Um leikinn gegn Póllandi „Ótrúlega vel, flottur riðill sem við fengum og allir geta unnið alla. Við eigum líka bara bullandi að vera í efstu tveimur sætunum í þessum riðli sem er klárt markmið hjá okkur.“ „Þetta er lið með flotta leikmenn, margar að spila í þýsku úrvalsdeildinni. Spiluðum við þær fyrir EM 2022 og unnum 3-0 en það segir ekkert. Þær eru í A-riðli, öll lið þar eru ótrúlega góð og þetta verður ótrúlega erfiður leikur.“ Ísland mætir Póllandi klukkan 16.45 á morgun, föstudag.
Fótbolti EM í Sviss 2025 Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport Fleiri fréttir EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Sjá meira