Ekroth og þrír aðrir í banni í næstu umferð Bestu deildarinnar Oliver Ekroth verður ekki í hjarta varnar Víkings þegar Íslandsmeistararnir mæta KA í 4. umferð Bestu deildar karla í fótbolta á sunnudaginn þann 28. apríl. Ekroth er í banni líkt og þrír aðrir leikmenn deildarinnar. 23.4.2024 20:16
Íslandsmeistararnir byrja undanúrslitaeinvígið á sigri Íslandsmeistarar Vals unnu öruggan sigur á ÍBV í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar kvenna í handbolta, lokatölur 28-22. 23.4.2024 19:36
Teitur Örn öflugur og Flensburg í góðri stöðu Flensburg í góðri stöðu eftir fyrri leik liðsins gegn Sävehof í 8-liða úrslitum Evrópudeildar karla í handbolta. Teitur Örn Einarsson átti mjög fínan leik í liði Flensburg. 23.4.2024 18:36
Dæmd í bann eftir að ljúga til um krabbamein til að sleppa við bann Langhlauparinn Sara Benfares hefur verið dæmd í fimm ára keppnisbann eftir að þónokkur bannefni fundust í lyfjaprófi sem hún tók. Faðir hennar, Samir, sagði að ástæðan væri sú að hún hefði verið í lyfjameðferð við krabbameini undanfarið ár. 23.4.2024 07:00
Dagskráin í dag: Bestu mörkin, Álftanes þarf sigur og margt fleira Það er nóg um að vera á þessum þægilega þriðjudegi á rásum Stöðvar 2 Sport í dag. 23.4.2024 06:00
Forest vill hljóðupptöku dómaraherbergins frá leiknum gegn Everton Nottingham Forest hefur krafist þess að enska úrvalsdeildin opinberi hljóðupptöku dómara úr leik liðsins gegn Everton í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Forest er brjálað yfir því að fá ekki vítaspyrnu, eða þrjár, í leiknum. 22.4.2024 23:30
Aþena er komið í úrslitaeinvígi um sæti í Subway-deild kvenna Aþena lagði KR með tólf stiga mun í kvöld í oddaleik liðanna um sæti í úrslitaeinvíginu sem gefur sæti í Subway-deild kvenna á næstu leiktíð, lokatölur 80-68. 22.4.2024 22:00
Inter Ítalíumeistari eftir sigur á nágrönnum sínum í AC Milan Inter frá Mílanó varð í kvöld Ítalíumeistari í 20. skipti eftir 2-1 sigur á erkifjendum sínum og nágrönnum í AC Milan. Inter komst 2-0 yfir en AC Milan minnkaði muninn áður en það sauð upp úr undir lok leiks. Það kom ekki að sök og Inter orðið meistari þegar bæði lið eiga fimm leiki eftir í deildinni. 22.4.2024 21:00
Glódís Perla og stöllur enn taplausar á toppnum Það fær einfaldlega ekkert Þýskalandsmeistara Bayern München stöðvað í þýsku úrvalsdeild kvenna í fótbolta. Glódís Perla Viggósdóttir stóð vaktina í vörn liðsins þegar það vann Werder Bremen 3-0 í kvöld. 22.4.2024 19:31
Bologna styrkti stöðu sína í fjórða sæti Bologna vann heldur ósanngjarnan útisigur á Roma í ítölsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu ef marka má tölfræði leiksins. Það er hins vegar ekki spurt að því, lokatölur 1-3 í Róm. 22.4.2024 18:35