Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Fjölmargar kenningar hafa farið á flug síðan asersk farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan í gær jóladag. Rússnesk og kasöksk yfirvöld hafa reynt að lægja öldurnar en fátt er vitað með vissu um tildrög slyssins. 26.12.2024 16:36
Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Sveitarfélagið Múlaþing hyggst selja Gamla ríkið að Hafnargötu 11 á Seyðisfirði. Húsinu, sem er yfir hundrað ára gamalt, fylgja friðaðar innréttingar eldri en húsið sjálft. 26.12.2024 15:15
Alvarlegt bílslys í Öræfum Harður árekstur varð í nágrenni Fagurhólsmýrar í Öræfum. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út að beiðni lögreglunnar á Suðurlandi þegar klukkan var að ganga eitt. Tveir bílar rákust saman og sex manns voru um borð í báðum bílum. 26.12.2024 13:45
Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Vagn með aðfangadagsmáltíðum fyrir sjúklinga á Landspítalanum komst ekki á áfangastað sinn í Fossvogi með þeim afleiðingum að rúmlega 20 sjúklingar fengu ekki máltíðir sínar. Brugðist var hratt við og fengu þeir sjúklingar jólamáltíðir starfsfólks. 26.12.2024 12:07
Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Bilun varð í nótt í sæstreng sem flytur rafmagn á milli Finnlands og Eistlands. Grunur er um að tvö flutningaskip sem voru í nágrenni strengsins þegar hann rofnaði hafi unnið skemmdarverk á honum en annað þeirra var á leið frá Pétursborg í Rússlandi. 26.12.2024 11:42
Grímuskylda á Landspítalanum Grímuskylda hefur verið sett á Landspítalanum yfir hátíðarnar í ljósi þess að inflúensan sé byrjuð að herja á landsmenn í meiri mæli ofan í aðrar öndunarfæraveirur. 26.12.2024 10:21
Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Sveinn Rúnar Hauksson, læknir og heiðursborgari í Palestínu, ver jólunum ásamt eiginkonu sinni í Betlehem í Palestínu. Hann segir dýrmætt að fagna jólunum í Fæðingarkirkjunni sjálfri en að hátíðarhöldin séu mikið lituð af átökum og sorg. 25.12.2024 15:01
Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Vegagerðin býst ekki við því að hægt verði að opna Hellisheiði og Þrengsli í dag samkvæmt veðurspá. Hún bendir á Suðurstrandarveg til Grindavíkur sem hjáleið en að þar sé hvasst, hálka og éljagangur. 25.12.2024 14:29
Útköll víða vegna óveðurs Björgunarfélag Akraness var kallað út undir hádegið vegna báts í Akraneshöfn sem var við það að slitna frá bryggju vegna hvassviðris. 25.12.2024 13:52
Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Ólympíusnjóbrettakappinn Sophie Hediger lést í snjóflóði í Arosa í Sviss á mánudaginn síðasta. Svissneska skíðasambandið greinir frá andláti hennar. 25.12.2024 09:51