„Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Sviðsstjóri hjá Samtökum iðnaðarins segist furðu lostin yfir ummælum Guðmundar Arnars Sigmundssonar, forstöðumanns netöryggissveitarinnar CERT-IS, um að Ísland sé útsett fyrir rafmyntaþvott glæpamanna. Ummælin séu óábyrgð af hálfu starfsmanns hins opinbera og ekki á rökum reist. 28.8.2025 22:56
Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Læknir á Landspítalanum nýtti sér aðgang sinn að sjúkraskrám til að afla einkafyrirtæki sem hann starfaði hjá meðfram læknastörfum viðskiptavina með því að beina sjúklingum í viðskipti við fyrirtækið með smáskilaboðum. 28.8.2025 21:33
Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Bandaríska utanríkisráðuneytið vildi ekki tjá sig um umfjöllun danskra ríkisútvarpsins um tilraunir til að hafa áhrif á Grænlandi. Í dönskum fjölmiðlum er talað um að þrír ónefndir Bandaríkjamenn hafi staðið að leynilegri herferð til að kynda undir óvild í garð Danmerkur meðal Grænlendinga. 28.8.2025 20:58
Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir umfangsmiklar loftárásir Rússa á Kænugarð í nótt sýna svart á hvítu að þeir kjósi hernað yfir frið. Ljóst sé að Rússum sé „drullusama“ um friðarumleitanir Bandaríkjaforseta og annarra vestrænna ríkja. 28.8.2025 19:42
Greip í húna en var gripinn mígandi Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í dag tilkynning um að fólk væri að grípa í húna á bílum. Þegar lögregla kom á staðinn var einn þeirra að kasta af sér þvagi. Hann reyndist í annarlegu ástandi og var vistaður í fangaklefa þar til af honum rennur. 28.8.2025 17:50
Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar flaug fram á borgarísjaka sem var hærri en Hallgrímskirkja í ískönnunarflugi undan ströndum landsins í dag. Ísjakinn var þrjú hundruð metra langur, þrjú hundruð metra breiður og allt að 75 metra hár. Til samanburðar er Hallgrímskirkja 74,5 metrar á hæð. 28.8.2025 17:22
„Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Í kvöld barst Veðurstofu tilkynning um minnst sjö borgarísjaka á reki til suðvesturs aðeins um 16 kílómetrum frá strönd Tröllaskaga. 25.8.2025 23:41
Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Leikstjórinn Woody Allen hafnar ásökunum á hendur sér um hvítþvott á stríðsglæpum Rússa vegna þátttöku hans í alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Moskvu sem stendur yfir. Úkraínska utanríkisráðuneytið gaf frá sér harðorða yfirlýsingu í kjölfar þess að tilkynnt var um þátttöku hans á hátíðinni. 25.8.2025 23:29
„Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari hefur kallað eftir því að Silju Báru Ómarsdóttur rektor Háskóla Íslands verði vikið úr starfi vegna aðgerðarleysis í garð þess sem hann kallar árás á tjáningarfrelsi og skýrt brot á hlutverki háskólans. 25.8.2025 22:44
Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Hrönn Jörundsdóttir, forstjóri Matvælastofnunar, segir fjölda eldislaxa í Haukadalsá undir þeim mörkum sem teljast alvarleg. Fjögur prósent veiddra laxa í tiltekinni á þurfa að vera eldislaxar til að hættuástand skapist vegna erfðablöndunar. 25.8.2025 21:24