Fréttamaður

Rafn Ágúst Ragnarsson

Rafn Ágúst er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Málið týndist í kerfinu og reyndist á endanum fyrnt

Maður á fertugsaldri var sleginn ítrekað með járnröri og hann rændur í Breiðholti. Rúmum tveimur árum síðar var rannsókn hætt og engin ákæra gefin út. Málið þvældist á milli lögreglunnar og saksóknara og fyrndist loks vegna seinagangs og misskilnings um hvort málið ætti heima á borði ákærusviðs lögreglunnar eða héraðssaksóknara. Ríkissaksóknari gerir athugasemdir við meðferð málsins.

Litla kaffi­stofan skellir í lás

Laugardaginn næsta, þann 28. júní, verður dyrum hinnar rómuðu Litlu kaffistofu sem hefur um áratugi þjónað vegbúum þjóðarinnar skellt í lás. Kaffihúsið hefur verið rekið nánast sleitulaust frá árinu 1960.

Bryn­dís vill ís­lenska her­menn á blað

Bryndís Haraldsdóttir þingkona Sjálfstæðisflokksins vill að ríkið útbúi lista yfir íslenska ríkisborgara með reynslu og þekkingu á varnarmálum sem gætu meðal annars tekið þátt í vörnum kæmi til stríðsátaka.

Pólitískt skemmdar­verk unnið á högg­mynd

Skemmdarverk var unnið á listaverki Samstarfi, eða Partnership, sem stendur við Sæbraut skammt frá Höfða í Reykjavík. Skemmdarverkið lítur út fyrir að hafa verið pólitísks eðlis.

Hafnaði öllum kröfum Ást­hildar Lóu nema einni

Ríkisútvarpið og fréttakonan Sunna Karen Sigurþórsdóttir brutu gegn siðareglum blaðamanna með umfjöllun sinni um mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur, fyrrverandi mennta- og barnamálaráðherra. Siðanefnd hafnaði öllum kröfum ráðherrans fyrrverandi nema einni og telur brotið ekki alvarlegt en ámælisvert þó.

Sjá meira