Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 18. janúar 2026 11:47 Halla Gunnarsdóttir er formaður VR. Vísir/Anton Brink Verðbólga gæti sprengt hina svokölluðu „stöðugleikasamninga“ strax í haust. Í lok árs mældist verðbólga 4,5 prósent og Landsbankinn spáir verðbólgu upp á 5,1 prósent í janúar og Arion spaír 4,9 prósent. Forsenduákvæði kjarasamninganna sem skrifað var undir 2024 miða við 4,7 prósent. Verði verðbólgan meiri en 4,7 prósent fyrsta september má krefjast endurskoðunar á kjarasamningum og Halla Gunnarsdóttir formaður VR segir ljóst að haldi verðbólgan áfram að aukast séu forsendur stöðugleikasamninganna brostnar. „Það sem veðrur hér að gera er að það verða allir að standa við það sem sagt var í tengslum við síðustu kjarasamninga, að þetta væri samvinnuverkefni að ná verðbólgunni niður. Ef þetta heldur svona áfram bresta forsendur kjarsamningar í haust,“ segir hún. Heimatilbúinn vandi Hún undirstrikar að vandinn sé, eins og hún kemst að orði, heimatilbúinn. Gjaldskrárhækkanir og húsnæðismarkaðurinn séu helstu skaðvaldarnir en hún gagnrýnir fjármálaráðherra sömuleiðis fyrir yfirlýsingar sínar um verðbólguna. Hún segir aðgerðir ráðuneytisins skammsýnar og að þær komi jafnvel til með að hafa öfug áhrif. „Daði [Már Kristófersson fjármálaráðherra] talar um að það eina sem þurfi að gera að ná jafnvægi í ríkisrekstri. Aðgerðir til þess geti til dæmis verið skattahækkanir eða vörugjöld, sem innleidd eru með allt of stuttum tíma, en það veldur verðbólgu. Ríkisstjórnin verður að horfast í augu við raunveruleikann og bregðast við honum, að ná niður halla ríkissjóðs er ekki lykilatriðið núna heldur að ná niður þessari verðbólgu. Það er verkefnið,“ segir Halla. Hækkuðu gjaldskrár í þriðja sinn á einu ári HS Veitur hækkuðu gjaldskrár sínar í þriðja sinn á árinu undir lok árs. Halla segir þessar „dulbúnu skattahækkanir“ þurfa að afturkalla. „Síðan þurfa fyrirtækin í landinu að skila verðlækkunum erlendis út í verðlag og hætta að maka krókinn á verðbólgutímum,“ segir hún. „Auðvitað standa þau misjafnlega en þau fyrirtæki sem hafa mest að gera með verðlagningu á Íslandi eins og til dæmis Hagar og Festi lýsa yfir í árslok í fyrra frábærri afkomu á tímum þegar við áttum öll að leggjast á árarnar og reyna að halda aftur af okkur,“ segir Halla Gunnarsdóttir formaður VR. Kjaramál Stéttarfélög Efnahagsmál Verðlag Fjármál heimilisins Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Fleiri fréttir Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Sjá meira
Verði verðbólgan meiri en 4,7 prósent fyrsta september má krefjast endurskoðunar á kjarasamningum og Halla Gunnarsdóttir formaður VR segir ljóst að haldi verðbólgan áfram að aukast séu forsendur stöðugleikasamninganna brostnar. „Það sem veðrur hér að gera er að það verða allir að standa við það sem sagt var í tengslum við síðustu kjarasamninga, að þetta væri samvinnuverkefni að ná verðbólgunni niður. Ef þetta heldur svona áfram bresta forsendur kjarsamningar í haust,“ segir hún. Heimatilbúinn vandi Hún undirstrikar að vandinn sé, eins og hún kemst að orði, heimatilbúinn. Gjaldskrárhækkanir og húsnæðismarkaðurinn séu helstu skaðvaldarnir en hún gagnrýnir fjármálaráðherra sömuleiðis fyrir yfirlýsingar sínar um verðbólguna. Hún segir aðgerðir ráðuneytisins skammsýnar og að þær komi jafnvel til með að hafa öfug áhrif. „Daði [Már Kristófersson fjármálaráðherra] talar um að það eina sem þurfi að gera að ná jafnvægi í ríkisrekstri. Aðgerðir til þess geti til dæmis verið skattahækkanir eða vörugjöld, sem innleidd eru með allt of stuttum tíma, en það veldur verðbólgu. Ríkisstjórnin verður að horfast í augu við raunveruleikann og bregðast við honum, að ná niður halla ríkissjóðs er ekki lykilatriðið núna heldur að ná niður þessari verðbólgu. Það er verkefnið,“ segir Halla. Hækkuðu gjaldskrár í þriðja sinn á einu ári HS Veitur hækkuðu gjaldskrár sínar í þriðja sinn á árinu undir lok árs. Halla segir þessar „dulbúnu skattahækkanir“ þurfa að afturkalla. „Síðan þurfa fyrirtækin í landinu að skila verðlækkunum erlendis út í verðlag og hætta að maka krókinn á verðbólgutímum,“ segir hún. „Auðvitað standa þau misjafnlega en þau fyrirtæki sem hafa mest að gera með verðlagningu á Íslandi eins og til dæmis Hagar og Festi lýsa yfir í árslok í fyrra frábærri afkomu á tímum þegar við áttum öll að leggjast á árarnar og reyna að halda aftur af okkur,“ segir Halla Gunnarsdóttir formaður VR.
Kjaramál Stéttarfélög Efnahagsmál Verðlag Fjármál heimilisins Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Fleiri fréttir Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Sjá meira