Hlauparar og Menningarnæturgestir geti ekki kvartað yfir veðurspánni Veðurfræðingur segir ekki hægt að kvarta undan veðurspánni á morgun en mælir þó með því að Menningarnæturgestir klæði sig vel. Spáin líti með besta móti út fyrir þá sem ætla sér að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu á morgun. 23.8.2024 10:05
Vaktin: Grindvíkingar fá að snúa aftur Eldgos hófst á Sundhnúksgígaröðinni klukkan 21:26 í gær í kjölfar öflugrar skjálftahrinu. Gossprungan er um sjö kílómetra löng en ekki virk alla leiðina. Gossprungan nær norðar en í síðustu gosum. Hraun rennur ekki í átt að Grindavík og eru allir helstu innviðir taldir öruggir eins og er. 23.8.2024 06:28
„Aldrei verið eins mikilvægt að standa saman“ Forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar segir aldrei hafa verið eins mikilvægt og núna að Norðfirðingar og Íslendingar allir standi saman og styðji hvert annað. 22.8.2024 16:47
Maðurinn handtekinn eftir að honum var veitt eftirför Viðbúnaður lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og sérsveit ríkislögreglustjóra á Snorrabraut í dag þar sem maður var handtekinn tengist atburði í Neskaupstað þar sem tveir fundust látnir í heimahúsi í nótt. 22.8.2024 16:24
Tvennt látið í Neskaupstað og einn handtekinn Lögreglan á Austurlandi rannsakar nú alvarlegt atvik í heimahúsi í Norðfirði. Eldri hjón voru úrskurðuð látin og einn handtekinn í tengslum við rannsókn málsins. 22.8.2024 15:23
Sjö slasaðir vegfarendur á sex dögum á höfuðborgarsvæðinu Í síðustu viku slösuðust sjö vegfarendur í sex umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu. Alls var tilkynnt um 33 umferðaróhöpp í umdæminu. 22.8.2024 13:19
Skora á flugfélög að neita að flytja Yazan úr landi Samtökin No Borders Iceland skora á öll starfandi flugfélög á Íslandi að neita að fljúga Yazan Tamimi úr landi. 22.8.2024 12:51
Skaftárhlaup „lítið og krúttlegt“ en gæti staðið yfir lengi Rennsli í Skaftá hefur verið stöðugt síðan í gær og mælist í kringum 180 rúmmetra á sekúndu við Sveinstind. Hlaupið hefur enn sem komið er ekki nein áhrif á innviði eða vegi á svæðinu. 22.8.2024 12:42
Tæplega 40 lekar komið upp Upp komu tæplega 40 lekar í gær og í nótt á afmörkuðum svæðum í kjölfar þess að heitu vatni var hleypt aftur á stóran hluta höfuðborgarsvæðisins. 22.8.2024 11:39
Kominn með nóg af „tuðandi“ Sjálfstæðismönnum Borgarstjóri er kominn með nóg af tuðandi Sjálfstæðismönnum sem mótmælt hafa nýundirrituðum samgöngusáttmála og segist halda að ekki séu til kjörnir fulltrúar í þessu landi sem barist hafa jafnhart gegn hagsmunum kjósenda sinna. 22.8.2024 10:28