Skaftárhlaup „lítið og krúttlegt“ en gæti staðið yfir lengi Rennsli í Skaftá hefur verið stöðugt síðan í gær og mælist í kringum 180 rúmmetra á sekúndu við Sveinstind. Hlaupið hefur enn sem komið er ekki nein áhrif á innviði eða vegi á svæðinu. 22.8.2024 12:42
Tæplega 40 lekar komið upp Upp komu tæplega 40 lekar í gær og í nótt á afmörkuðum svæðum í kjölfar þess að heitu vatni var hleypt aftur á stóran hluta höfuðborgarsvæðisins. 22.8.2024 11:39
Kominn með nóg af „tuðandi“ Sjálfstæðismönnum Borgarstjóri er kominn með nóg af tuðandi Sjálfstæðismönnum sem mótmælt hafa nýundirrituðum samgöngusáttmála og segist halda að ekki séu til kjörnir fulltrúar í þessu landi sem barist hafa jafnhart gegn hagsmunum kjósenda sinna. 22.8.2024 10:28
Laus störf þrjú prósent á öðrum ársfjórðungi Alls voru 7570 laus störf á íslenskum vinnumarkaði á öðrum ársfjórðungi 2024. Á sama tíma voru 245.257 störf mönnuð og hlutfall lausra starfa því þrjú prósent. 22.8.2024 09:14
Hvetja fólk til að láta vita af lekum Veitur biðla til fólks sem vör hafa orðið fyrir leka í kjölfar heitavatnsleysisins á höfuðborgarsvæðinu að hringja í neyðarsíma þeirra og láta vita af þeim. 21.8.2024 23:44
Áfram stöðugur vöxtur í Skaftá Skaftárhlaup er áfram í hægum vexti og hefur enn engin áhrif á vegi á svæðinu. Ekki liggur fyrir hvort hlaupið komi úr eystri eða vestri Skaftárkatli og búist er við því að það komi ekki í ljós fyrr en á morgun. 21.8.2024 23:24
Stálu íslensku grjóti en sáu að sér Þjóðgarðinum á Þingvöllum barst óvenjulegur pakki alla leið frá Singapúr. Pakkinn var fullur af grjótvölum af ýmsum stærðum og gerðum. 21.8.2024 20:56
Hefur trú á að verðbólgumarkmið náist Aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnnulífsins segist vera bjartsýn á að markmiðum um minnkun verðbólgunnar verði náð og að ekki þurfi að endurskoða kjarasamninga sem undirritaðir voru í vor. 21.8.2024 20:46
Kyrrðar- og minningarstund vegna slyssins við Hálslón Minningarstund verður haldin í Norðfjarðarkirkju á morgun klukkan sex og kyrrðarstund í Heydalakirkju í Breiðdal í kvöld klukkan átta. Banaslys varð við Hálslón norðan Vatnajökuls þar sem karlmaður á fertugsaldri lést af völdum voðaskots. 21.8.2024 19:56
Alvarleg vanskil aukist töluvert Brynja Baldursdóttir, forstjóri Motus, segir að þrátt fyrir að lítið beri á greiðsluvanda vegna fasteignalána bendi gögn félagsins til þess að alvarleg vanskil séu að aukast töluvert. Þau fari einnig lengra inn í innheimtuferlið og verði alvarlegri. 21.8.2024 18:53