Ein óvæntustu úrslit sögunnar: „Ég veit ekki hvað ég á að segja núna“ Carlos Alcaraz er úr leik á Opna bandaríska risamótinu í tennis eftir mjög óvænt tap á móti Hollendingnum Botic Van De Zandschulp í annarri umferð í nótt. 30.8.2024 07:32
„Ég gæti auðveldlega verið dauður“ Fyrrum NBA leikmaður sagði frá miður skemmtilegri lífsreynslu sinni í nýju viðtali. Hann er þakklátur fyrir að vera enn á lífi. 30.8.2024 06:32
Keyptur á 4,5 milljarða en sparkaður illa niður sólarhring síðar Danski landsliðsmaðurinn Matt O'Riley lék sinn fyrsta leik með enska úrvalsdeildarfélaginu Brighton í gær en kvöldið endaði alltof snemma hjá miðjumanninum. 28.8.2024 12:01
Nýr Þórsari kynntur: „Hann kemur frá Cleveland líkt og Lebron James“ Þórsarar hafa nú opinberað nýjan bandarískan bakvörð á miðlum sínum en Marreon Jackson mun spila með Þorlákshafnar Þórsurum í Bónus deild karla í körfubolta í vetur. 28.8.2024 11:03
Barcelona óttast að táningurinn hafi slitið krossband Barcelona varð fyrir áfalli í gær þegar ungstirnið Marc Bernal meiddist í leik liðsins á móti Rayo Vallecano í spænsku deildinni. 28.8.2024 10:31
Jackie Chan hleypur með Ólympíueldinn Leikarinn og hasarhetjan Jackie Chan verður einn þeirra sem hleypur með Ólympíueldinn í kringum setningarhátíð Ólympíumóts fatlaðra í kvöld. 28.8.2024 10:02
Alisson Becker var með í ráðum Fyrsti leikmaðurinn sem Liverpool kaupir í stjóratíð Arne Slot er georgíski markvörðurinn Giorgi Mamardashvili. 28.8.2024 09:30
Það misstu allir af hendinni nema Stúkan og Haraldur Guðmundur Benediktsson og sérfræðingar hans í Stúkunni fóru aðeins yfir ótrúlegt atvik í leik Fram og KA í tuttugustu umferð Bestu deildar karla í fótbolta. 28.8.2024 09:12
Lokar fyrirtækinu í þrjár vikur og fylgir dótturinni á heimsleikana í CrossFit Bergrós Björnsdóttir verður öflugur fulltrúi Íslands á heimsleikum unglinga í CrossFit sem hefjast í dag. Hún komst á verðlaunapall í fyrra og ætlar sér einnig stóra hluti í ár. Móðir hennar fylgir henni eins og skugginn á allar keppnir og það hefur verið nóg af mótum í ár. 28.8.2024 08:32
Biðin eftir Gylfa ætti að enda núna Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er búið að spila síðustu átta landsleiki án Gylfa Þórs Sigurðssonar en það er von til þess að biðin eftir Gylfa endi í næsta landsliðsglugga. Hópurinn verður tilkynntur í dag. 28.8.2024 07:31