Sjá fram á 550 milljóna króna hagnað á þriðja ársfjórðungi Flugfélagið Play sér fram á að skila hagnaði sem nemur um 550 milljónum króna, eða því sem nemur fjórum milljónum Bandaríkjadala á þriðja ársfjórðungi. Þetta er meðal þess sem kemur fram í tilkynningu félagsins. 28.9.2023 18:51
Kaup Ljósleiðarans á stofnneti Sýnar heimiluð Samkeppniseftirlitið hefur heimilað kaup Ljósleiðarans á stofnneti Sýnar án skilyrða. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ljósleiðaranum. 28.9.2023 18:15
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Sakborningar lýsa ringulreið á Bankastræti Club þegar hópurinn ruddist inn á staðinn og réðist þar á þrjá menn. Fjölmiðlabanni var aflétt eftir að skýrslutökum lauk síðdegis í dag og í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður farið yfir það sem fram hefur komið við aðalmeðferðina í Gullhömrum auk þess sem rætt verður við verjanda í málinu í beinni. 28.9.2023 18:01
Segir allt koma til greina til að kveða niður glæpaölduna Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, segir stjórnvöld þar í landi munu beita öllum sínum ráðum til þess að kveða niður glæpaölduna sem riðið hefur yfir landið. Hann ávarpaði sænsku þjóðina vegna málsins nú síðdegis og kynnti breytingar á lögum landsins. 28.9.2023 17:41
Segir ræstingakonum sagt upp svo karlarnir geti grætt meira Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að hún muni gera allt sem í sínu valdi stendur til þess að fá stjórnendur Grundarheimila til þess að hætta við ákvörðun sína um að segja upp 33 starfsmönnum í ræstingum og í þvottahúsi. 28.9.2023 07:01
„Við lítum þetta mál grafalvarlegum augum“ Framkvæmdastjóri rútufyrirtækisins SBA - Norðurleið segir eftirlit með því hverjir mega aka rútum hér á landi ekki vera ábótavant. Hann segir mál rútubílstjóra sem ók rútu á þann hátt um helgina að farþegar þurftu áfallahjálp hafa verið afgreitt. Framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands segir mikilvægt að lærdómur sé dreginn af málinu, það sé litið alvarlegum augum, þó ferðafélagið sjálft beri ekki ábyrgð á akstrinum. 27.9.2023 23:01
Hljóðfæraleikarar landa kjarasamningi við ríkið Samningar hafa náðst í kjaradeilu hljóðfæraleikara Sinfoníuhljómsveitar Íslands við ríkið. Skrifað var undir samninga hjá ríkissáttasemjara á sjöunda tímanum í kvöld. 27.9.2023 20:48
Sérsveit að störfum í Grafarvogi Sérsveit ríkislögreglustjóra var að störfum við Móaveg í Grafarvogshverfi í Reykjavík á sjöunda tímanum í kvöld. Ekki hafa fengist upplýsingar um aðgerðirnar frá lögreglu en töluverður viðbúnaður var á staðnum. 27.9.2023 18:32
33 starfsmönnum Grundarheimila verði sagt upp Allt stefnir í að 33 starfsmönnum Grundarheimilanna verði sagt upp, þar með talið öllu starfsfólki á Þvottahúsi Grundarheimilanna, sem eru átta talsins. Þá verður nítján sagt upp í ræstingadeild í Ási, hjúkrunar-og dvalarheimili í Hveragerði. Þá verða breytingar á sex störfum til viðbótar, ýmist með uppsögnum eða þau lögð niður. 27.9.2023 17:37
Fjögurra bíla árekstur á Hafnarfjarðarvegi Fjögurra bíla árekstur varð á Hafnarfjarðarvegi við N1 bensínstöðina í Kópavogi. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði var slysið minniháttar. 27.9.2023 17:06