Fréttamaður

Oddur Ævar Gunnarsson

Oddur Ævar er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sak­borningar lýsa ringul­reið á Banka­stræti Club þegar hópurinn ruddist inn á staðinn og réðist þar á þrjá menn. Fjöl­miðla­banni var af­létt eftir að skýrslu­tökum lauk síð­degis í dag og í kvöld­fréttum Stöðvar 2 verður farið yfir það sem fram hefur komið við aðal­með­ferðina í Gull­hömrum auk þess sem rætt verður við verjanda í málinu í beinni.

Segir allt koma til greina til að kveða niður glæpa­ölduna

Ulf Kristers­son, for­sætis­ráð­herra Sví­þjóðar, segir stjórn­völd þar í landi munu beita öllum sínum ráðum til þess að kveða niður glæpa­ölduna sem riðið hefur yfir landið. Hann á­varpaði sænsku þjóðina vegna málsins nú síð­degis og kynnti breytingar á lögum landsins.

Segir ræstinga­konum sagt upp svo karlarnir geti grætt meira

Sól­veig Anna Jóns­dóttir, for­maður Eflingar, segir að hún muni gera allt sem í sínu valdi stendur til þess að fá stjórn­endur Grundar­heimila til þess að hætta við á­kvörðun sína um að segja upp 33 starfs­mönnum í ræstingum og í þvotta­húsi.

„Við lítum þetta mál grafalvarlegum augum“

Fram­kvæmda­stjóri rútu­fyrir­tækisins SBA - Norðurleið segir eftir­lit með því hverjir mega aka rútum hér á landi ekki vera á­bóta­vant. Hann segir mál rútu­bíl­stjóra sem ók rútu á þann hátt um helgina að far­þegar þurftu á­falla­hjálp hafa verið af­greitt. Fram­kvæmda­stjóri Ferða­fé­lags Ís­lands segir mikil­vægt að lær­dómur sé dreginn af málinu, það sé litið alvarlegum augum, þó ferða­fé­lagið sjálft beri ekki á­byrgð á akstrinum.

Sér­sveit að störfum í Grafar­vogi

Sér­sveit ríkis­lög­reglu­stjóra var að störfum við Móa­veg í Grafar­vogs­hverfi í Reykja­vík á sjöunda tímanum í kvöld. Ekki hafa fengist upp­lýsingar um að­gerðirnar frá lög­reglu en tölu­verður við­búnaður var á staðnum.

33 starfs­mönnum Grundar­heimila verði sagt upp

Allt stefnir í að 33 starfsmönnum Grundarheimilanna verði sagt upp, þar með talið öllu starfs­fólki á Þvotta­húsi Grundar­heimilanna, sem eru átta talsins. Þá verður nítján sagt upp í ræstinga­deild í Ási, hjúkrunar-og dvalar­heimili í Hvera­gerði. Þá verða breytingar á sex störfum til við­bótar, ýmist með upp­sögnum eða þau lögð niður.

Sjá meira