Fengu leðurblöku á svalirnar í Kópavogi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 21. desember 2023 20:24 Leðurblakan var þreytt að sjá. Harpa Eik Harpa Eik Óskarsdóttir og Valgarð Hrafnsson urðu heldur betur hissa síðdegis í dag þegar leðurblaka flaug inn á lokaðar svalir þeirra á níundu hæð í fjölbýlishúsi í Kópavogi. „Kærastinn minn var einn heima og hringdi í mig og sagði: „Harpa það er leðurblaka á svölunum mínum,“ segir Harpa í samtali við Vísi. Hún segist hafa haldið að hann væri að grínast og farið að hlæja. „Þá hringdi hann í mig á Facetime og sýndi mér hana. Ég hélt í smá stund að þetta væri einhver filter,“ segir Harpa. Á myndbandi sem hún sendi fréttastofu má sjá að leðurblakan er ekki stór. Umrædd leðurblaka er ekki sú fyrsta sem álpast hingað til lands en Vísir greindi frá því á síðasta ári þegar svokölluð trítilblaka fannst um borð í skipi á veiðum djúpt suðaustur af Íslandi. Flaug aftur út „Hún flaug í einhvern dágóðan tíma inni á svölunum, sem eru lokaðar fyrir utan einn glugga, þaðan sem hún flaug inn. Svo virðist hún bara hafa flogið út aftur,“ segir Harpa. Hún segir að hún og Valgarð hafi ekki verið viss hvernig þau ættu að bregðast við á meðan leðurblakan var á staðnum. Þau byrjuðu á að hringja á lögreglu sem vísaði þeim á meindýreyði sem var á leiðinni til að fanga leðurblökuna þegar hún slapp út. „Kærastinn minn og vinur hans fóru svo út á svalirnar í mjög miklum fötum að leita að henni og sjá hvort hún væri þarna enn. Við vildum auðvitað ekki drepa hana,“ segir Harpa. Hún bætir því við að hún voni að leðurblakan komist einhvern veginn í skjól. Kópavogur Dýr Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira
„Kærastinn minn var einn heima og hringdi í mig og sagði: „Harpa það er leðurblaka á svölunum mínum,“ segir Harpa í samtali við Vísi. Hún segist hafa haldið að hann væri að grínast og farið að hlæja. „Þá hringdi hann í mig á Facetime og sýndi mér hana. Ég hélt í smá stund að þetta væri einhver filter,“ segir Harpa. Á myndbandi sem hún sendi fréttastofu má sjá að leðurblakan er ekki stór. Umrædd leðurblaka er ekki sú fyrsta sem álpast hingað til lands en Vísir greindi frá því á síðasta ári þegar svokölluð trítilblaka fannst um borð í skipi á veiðum djúpt suðaustur af Íslandi. Flaug aftur út „Hún flaug í einhvern dágóðan tíma inni á svölunum, sem eru lokaðar fyrir utan einn glugga, þaðan sem hún flaug inn. Svo virðist hún bara hafa flogið út aftur,“ segir Harpa. Hún segir að hún og Valgarð hafi ekki verið viss hvernig þau ættu að bregðast við á meðan leðurblakan var á staðnum. Þau byrjuðu á að hringja á lögreglu sem vísaði þeim á meindýreyði sem var á leiðinni til að fanga leðurblökuna þegar hún slapp út. „Kærastinn minn og vinur hans fóru svo út á svalirnar í mjög miklum fötum að leita að henni og sjá hvort hún væri þarna enn. Við vildum auðvitað ekki drepa hana,“ segir Harpa. Hún bætir því við að hún voni að leðurblakan komist einhvern veginn í skjól.
Kópavogur Dýr Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira