„Munum sitja hér þangað til við sjáum fjölskyldur okkar yfirgefa Gasa“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 27. desember 2023 13:35 Hópurinn hefur komið sér fyrir fyrir utan Alþingishúsið. Vísir/Lovísa Hópur Palestínumanna á Íslandi sem vill sameinast fjölskyldum sínum sem enn eru á Gasa hefur reist tjöld á Austurvelli fyrir utan Alþingi. Í tilkynningu segjast þau ætla að vera þar þar til þau hafa sameinast ástvinum sínum. Tilkynningin var birt á síðu No Borders Iceland. Þar segist hópurinn hafa fengið umsókn sína samþykkta um vernd frá íslenska ríkinu. Síðan hafi þau sótt um sameiningu við fjölskyldu sína en síðan beðið í eitt og hálft ár án þess að fá svör. „Palestínufólk er ekki einungis að finna langt í burtu, við erum mörg sem búum og vinnum hér á Íslandi. Í morgun reistu nokkur okkar, sem enn hafa líkamlegan og andlegan styrk til, tjöld fyrir utan Alþingi í von um að krafa okkar um fjölskyldusameiningu hljómi hærra og skýrar.“ Án matar, vatns og lífsnauðsynja Hópurinn segir að síðustu áttatíu daga hafi hann haft samband við allar mannréttinda-og ríkisstofnanir hérlendis til að krefjast brottflutnings fjölskyldna þeirra sem fastar séu á Gasa. „Þar sem sprengjum rignir yfir þau, ein og yfirgefin. Þau eru án matar, án vatns og annarra lífsnauðsynja. Við getum ekki sofið inni á hlýju heimili á meðan fjölskyldur okkar eru heimilislausar, við getum ekki borðað og drukkið á meðan þau svelta.“ Hópurinn minnir á að það sé ekki vegna skorts á peningum sem fjölskyldur þeirra hafi ekki aðgang að þessum nauðsynjum. Það sé vegna þess að ekkert vatn og engan mat sé að finna lengur á Gasa. Þau bjóða öllum þeim sem áhuga hafa á því að standa með sér á Austurvelli. „Við munum sitja hér þangað til að við sjáum fjölskyldur okkar yfirgefa Gaza. Öðrum löndum hefur tekist að ná fólki útaf Gaza, jafnvel löndum sem að eru með lítil diplómatísk tengsl við Ísrael og Palestínu hefur tekist það. Við viljum fá fjölskyldur okkar í öruggt skjól.“ Átök í Ísrael og Palestínu Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Brotið á stjórnsýslulögum við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Sjá meira
Tilkynningin var birt á síðu No Borders Iceland. Þar segist hópurinn hafa fengið umsókn sína samþykkta um vernd frá íslenska ríkinu. Síðan hafi þau sótt um sameiningu við fjölskyldu sína en síðan beðið í eitt og hálft ár án þess að fá svör. „Palestínufólk er ekki einungis að finna langt í burtu, við erum mörg sem búum og vinnum hér á Íslandi. Í morgun reistu nokkur okkar, sem enn hafa líkamlegan og andlegan styrk til, tjöld fyrir utan Alþingi í von um að krafa okkar um fjölskyldusameiningu hljómi hærra og skýrar.“ Án matar, vatns og lífsnauðsynja Hópurinn segir að síðustu áttatíu daga hafi hann haft samband við allar mannréttinda-og ríkisstofnanir hérlendis til að krefjast brottflutnings fjölskyldna þeirra sem fastar séu á Gasa. „Þar sem sprengjum rignir yfir þau, ein og yfirgefin. Þau eru án matar, án vatns og annarra lífsnauðsynja. Við getum ekki sofið inni á hlýju heimili á meðan fjölskyldur okkar eru heimilislausar, við getum ekki borðað og drukkið á meðan þau svelta.“ Hópurinn minnir á að það sé ekki vegna skorts á peningum sem fjölskyldur þeirra hafi ekki aðgang að þessum nauðsynjum. Það sé vegna þess að ekkert vatn og engan mat sé að finna lengur á Gasa. Þau bjóða öllum þeim sem áhuga hafa á því að standa með sér á Austurvelli. „Við munum sitja hér þangað til að við sjáum fjölskyldur okkar yfirgefa Gaza. Öðrum löndum hefur tekist að ná fólki útaf Gaza, jafnvel löndum sem að eru með lítil diplómatísk tengsl við Ísrael og Palestínu hefur tekist það. Við viljum fá fjölskyldur okkar í öruggt skjól.“
Átök í Ísrael og Palestínu Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Brotið á stjórnsýslulögum við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Sjá meira