Kynþáttur hafi verið handtökunni óviðkomandi Oddur Ævar Gunnarsson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 27. desember 2023 11:56 Ásmundur Rúnar Gylfason, stöðvarstjóri, segist ekki kannast við lýsingar málsins. Vísir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segist í engu kannast við þá atvikalýsingu sem komið hefur fram vegna handtöku karlmanns sem handtekinn á aðfangadagskvöld. Stöðvarstjóri segir ekkert óeðlilegt við handtöku mannsins og að kynþáttur hans sé málinu óviðkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu. Fréttastofa ræddi við Þórunni Helgadóttur, móður hins 28 ára gamla manns, Brian, í gærkvöldi. Þórunn sagði son sinn hafa verið handtekinn fyrir að hafa ekki verið með persónuskilríki meðferðis og sagði svarta syni sína oft hafa lent í aðför lögreglu. Hafi brugðist við manni sofandi í bíl „Vegna frétta fjölmiðla í gærkvöld og í morgun um handtöku manns á aðfangadag vill Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu taka fram að hún kannast í engu við þá atvikalýsingu sem þar er haldið fram.“ Lögreglan segir að hún geti hinsvegar upplýst að karlmaður á þrítugsaldri hafi verið handtekinn í Hlíðunum í Reykjavík eftir hádegi á aðfangadag í kjölfar tilkynningar um mann sem sagður var sofandi í bíl og hafði bíllinn víst verið í gangi í töluverðan tíma. Hafi reynst margsaga „Lögreglan brást við tilkynningunni, hélt á vettvang og fann bílinn og reyndist maður vera sofandi í bílnum. Hann var vakinn og því næst spurður um persónuupplýsingar eins og venja er, en neitaði að gefa þær upp þrátt yfir margítrekaðar beiðnir lögreglu. Fór svo að maðurinn var færður á lögreglustöð, en hann var áfram tregur til að veita persónuupplýsingar og var jafnframt margsaga.“ Þá segir lögregla að reynt hafi verið að komast að heimilisfangi mannsins. Hann hafi heldur ekki verið hjálplegur í þeim efnum. Að lokum hafi lögreglu tekist að koma manninum til síns heima og sannreyna hver hann væri. „Lögreglan leggur sig ávallt fram um að eiga góð samskipti við alla borgara og það átti líka við hér. Samskipti við manninn sem um er rætt voru tekin upp á búkmyndavélar lögreglumanna og styðja það sem hér hefur verið nefnt.“ Kynþáttur málinu óviðkomandi Ásmundur Rúnar Gylfason, stöðvarstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segist í samtali við fréttastofu ekki kannast við þær lýsingar sem Þórunn Helgadóttir, stjúpmóðir mannsins, setur fram í viðtali við fréttastofu í gærkvöldi. Ásmundur svaraði því neitandi þegar hann var spurður hvort kynþáttur hafi haft eitthvað með það að gera hvernig á málum var haldið. Hann sagði að kynþáttur manna hafi engin áhrif á vinnubrögð lögreglu. Þá sagði Ásmundur, aðspurður, að hvorki stæði til að yfirfara verklag né gaumgæfa málið nánar því öll samskipti við manninn séu til á upptöku og að ekkert óeðlilegt hafi verið við vinnubrögðin. Hann benti á að ef fólk er ósátt við vinnubrögð lögreglu þá geti það snúið sér til nefndar um eftirlit með störfum lögreglu. Skoðar málið með lögfræðingum Þórunn, stjúpmóðir Brians, segir í samtali við fréttastofu að Brian hafi í stundarkorn lagt sig í bíl vinar síns fyrr um daginn því hann hafi verið þreyttur eftir mikla vinnu. Hún segir aftur á móti að það sé ekki rétt að Brian hafi verið ósamvinnuþýður því hann hafi farið upp í lögreglubílinn sjálfviljugur, með það í huga að sækja skilríkin sín heim til sín. Þórunn segir að hún skoði málið með lögfræðingum. Lögreglumál Lögreglan Kynþáttafordómar Reykjavík Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu. Fréttastofa ræddi við Þórunni Helgadóttur, móður hins 28 ára gamla manns, Brian, í gærkvöldi. Þórunn sagði son sinn hafa verið handtekinn fyrir að hafa ekki verið með persónuskilríki meðferðis og sagði svarta syni sína oft hafa lent í aðför lögreglu. Hafi brugðist við manni sofandi í bíl „Vegna frétta fjölmiðla í gærkvöld og í morgun um handtöku manns á aðfangadag vill Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu taka fram að hún kannast í engu við þá atvikalýsingu sem þar er haldið fram.“ Lögreglan segir að hún geti hinsvegar upplýst að karlmaður á þrítugsaldri hafi verið handtekinn í Hlíðunum í Reykjavík eftir hádegi á aðfangadag í kjölfar tilkynningar um mann sem sagður var sofandi í bíl og hafði bíllinn víst verið í gangi í töluverðan tíma. Hafi reynst margsaga „Lögreglan brást við tilkynningunni, hélt á vettvang og fann bílinn og reyndist maður vera sofandi í bílnum. Hann var vakinn og því næst spurður um persónuupplýsingar eins og venja er, en neitaði að gefa þær upp þrátt yfir margítrekaðar beiðnir lögreglu. Fór svo að maðurinn var færður á lögreglustöð, en hann var áfram tregur til að veita persónuupplýsingar og var jafnframt margsaga.“ Þá segir lögregla að reynt hafi verið að komast að heimilisfangi mannsins. Hann hafi heldur ekki verið hjálplegur í þeim efnum. Að lokum hafi lögreglu tekist að koma manninum til síns heima og sannreyna hver hann væri. „Lögreglan leggur sig ávallt fram um að eiga góð samskipti við alla borgara og það átti líka við hér. Samskipti við manninn sem um er rætt voru tekin upp á búkmyndavélar lögreglumanna og styðja það sem hér hefur verið nefnt.“ Kynþáttur málinu óviðkomandi Ásmundur Rúnar Gylfason, stöðvarstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segist í samtali við fréttastofu ekki kannast við þær lýsingar sem Þórunn Helgadóttir, stjúpmóðir mannsins, setur fram í viðtali við fréttastofu í gærkvöldi. Ásmundur svaraði því neitandi þegar hann var spurður hvort kynþáttur hafi haft eitthvað með það að gera hvernig á málum var haldið. Hann sagði að kynþáttur manna hafi engin áhrif á vinnubrögð lögreglu. Þá sagði Ásmundur, aðspurður, að hvorki stæði til að yfirfara verklag né gaumgæfa málið nánar því öll samskipti við manninn séu til á upptöku og að ekkert óeðlilegt hafi verið við vinnubrögðin. Hann benti á að ef fólk er ósátt við vinnubrögð lögreglu þá geti það snúið sér til nefndar um eftirlit með störfum lögreglu. Skoðar málið með lögfræðingum Þórunn, stjúpmóðir Brians, segir í samtali við fréttastofu að Brian hafi í stundarkorn lagt sig í bíl vinar síns fyrr um daginn því hann hafi verið þreyttur eftir mikla vinnu. Hún segir aftur á móti að það sé ekki rétt að Brian hafi verið ósamvinnuþýður því hann hafi farið upp í lögreglubílinn sjálfviljugur, með það í huga að sækja skilríkin sín heim til sín. Þórunn segir að hún skoði málið með lögfræðingum.
Lögreglumál Lögreglan Kynþáttafordómar Reykjavík Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Sjá meira