Kynþáttur hafi verið handtökunni óviðkomandi Oddur Ævar Gunnarsson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 27. desember 2023 11:56 Ásmundur Rúnar Gylfason, stöðvarstjóri, segist ekki kannast við lýsingar málsins. Vísir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segist í engu kannast við þá atvikalýsingu sem komið hefur fram vegna handtöku karlmanns sem handtekinn á aðfangadagskvöld. Stöðvarstjóri segir ekkert óeðlilegt við handtöku mannsins og að kynþáttur hans sé málinu óviðkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu. Fréttastofa ræddi við Þórunni Helgadóttur, móður hins 28 ára gamla manns, Brian, í gærkvöldi. Þórunn sagði son sinn hafa verið handtekinn fyrir að hafa ekki verið með persónuskilríki meðferðis og sagði svarta syni sína oft hafa lent í aðför lögreglu. Hafi brugðist við manni sofandi í bíl „Vegna frétta fjölmiðla í gærkvöld og í morgun um handtöku manns á aðfangadag vill Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu taka fram að hún kannast í engu við þá atvikalýsingu sem þar er haldið fram.“ Lögreglan segir að hún geti hinsvegar upplýst að karlmaður á þrítugsaldri hafi verið handtekinn í Hlíðunum í Reykjavík eftir hádegi á aðfangadag í kjölfar tilkynningar um mann sem sagður var sofandi í bíl og hafði bíllinn víst verið í gangi í töluverðan tíma. Hafi reynst margsaga „Lögreglan brást við tilkynningunni, hélt á vettvang og fann bílinn og reyndist maður vera sofandi í bílnum. Hann var vakinn og því næst spurður um persónuupplýsingar eins og venja er, en neitaði að gefa þær upp þrátt yfir margítrekaðar beiðnir lögreglu. Fór svo að maðurinn var færður á lögreglustöð, en hann var áfram tregur til að veita persónuupplýsingar og var jafnframt margsaga.“ Þá segir lögregla að reynt hafi verið að komast að heimilisfangi mannsins. Hann hafi heldur ekki verið hjálplegur í þeim efnum. Að lokum hafi lögreglu tekist að koma manninum til síns heima og sannreyna hver hann væri. „Lögreglan leggur sig ávallt fram um að eiga góð samskipti við alla borgara og það átti líka við hér. Samskipti við manninn sem um er rætt voru tekin upp á búkmyndavélar lögreglumanna og styðja það sem hér hefur verið nefnt.“ Kynþáttur málinu óviðkomandi Ásmundur Rúnar Gylfason, stöðvarstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segist í samtali við fréttastofu ekki kannast við þær lýsingar sem Þórunn Helgadóttir, stjúpmóðir mannsins, setur fram í viðtali við fréttastofu í gærkvöldi. Ásmundur svaraði því neitandi þegar hann var spurður hvort kynþáttur hafi haft eitthvað með það að gera hvernig á málum var haldið. Hann sagði að kynþáttur manna hafi engin áhrif á vinnubrögð lögreglu. Þá sagði Ásmundur, aðspurður, að hvorki stæði til að yfirfara verklag né gaumgæfa málið nánar því öll samskipti við manninn séu til á upptöku og að ekkert óeðlilegt hafi verið við vinnubrögðin. Hann benti á að ef fólk er ósátt við vinnubrögð lögreglu þá geti það snúið sér til nefndar um eftirlit með störfum lögreglu. Skoðar málið með lögfræðingum Þórunn, stjúpmóðir Brians, segir í samtali við fréttastofu að Brian hafi í stundarkorn lagt sig í bíl vinar síns fyrr um daginn því hann hafi verið þreyttur eftir mikla vinnu. Hún segir aftur á móti að það sé ekki rétt að Brian hafi verið ósamvinnuþýður því hann hafi farið upp í lögreglubílinn sjálfviljugur, með það í huga að sækja skilríkin sín heim til sín. Þórunn segir að hún skoði málið með lögfræðingum. Lögreglumál Lögreglan Kynþáttafordómar Reykjavík Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Handtekinn grunaður um íkveikju Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Fleiri fréttir Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu. Fréttastofa ræddi við Þórunni Helgadóttur, móður hins 28 ára gamla manns, Brian, í gærkvöldi. Þórunn sagði son sinn hafa verið handtekinn fyrir að hafa ekki verið með persónuskilríki meðferðis og sagði svarta syni sína oft hafa lent í aðför lögreglu. Hafi brugðist við manni sofandi í bíl „Vegna frétta fjölmiðla í gærkvöld og í morgun um handtöku manns á aðfangadag vill Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu taka fram að hún kannast í engu við þá atvikalýsingu sem þar er haldið fram.“ Lögreglan segir að hún geti hinsvegar upplýst að karlmaður á þrítugsaldri hafi verið handtekinn í Hlíðunum í Reykjavík eftir hádegi á aðfangadag í kjölfar tilkynningar um mann sem sagður var sofandi í bíl og hafði bíllinn víst verið í gangi í töluverðan tíma. Hafi reynst margsaga „Lögreglan brást við tilkynningunni, hélt á vettvang og fann bílinn og reyndist maður vera sofandi í bílnum. Hann var vakinn og því næst spurður um persónuupplýsingar eins og venja er, en neitaði að gefa þær upp þrátt yfir margítrekaðar beiðnir lögreglu. Fór svo að maðurinn var færður á lögreglustöð, en hann var áfram tregur til að veita persónuupplýsingar og var jafnframt margsaga.“ Þá segir lögregla að reynt hafi verið að komast að heimilisfangi mannsins. Hann hafi heldur ekki verið hjálplegur í þeim efnum. Að lokum hafi lögreglu tekist að koma manninum til síns heima og sannreyna hver hann væri. „Lögreglan leggur sig ávallt fram um að eiga góð samskipti við alla borgara og það átti líka við hér. Samskipti við manninn sem um er rætt voru tekin upp á búkmyndavélar lögreglumanna og styðja það sem hér hefur verið nefnt.“ Kynþáttur málinu óviðkomandi Ásmundur Rúnar Gylfason, stöðvarstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segist í samtali við fréttastofu ekki kannast við þær lýsingar sem Þórunn Helgadóttir, stjúpmóðir mannsins, setur fram í viðtali við fréttastofu í gærkvöldi. Ásmundur svaraði því neitandi þegar hann var spurður hvort kynþáttur hafi haft eitthvað með það að gera hvernig á málum var haldið. Hann sagði að kynþáttur manna hafi engin áhrif á vinnubrögð lögreglu. Þá sagði Ásmundur, aðspurður, að hvorki stæði til að yfirfara verklag né gaumgæfa málið nánar því öll samskipti við manninn séu til á upptöku og að ekkert óeðlilegt hafi verið við vinnubrögðin. Hann benti á að ef fólk er ósátt við vinnubrögð lögreglu þá geti það snúið sér til nefndar um eftirlit með störfum lögreglu. Skoðar málið með lögfræðingum Þórunn, stjúpmóðir Brians, segir í samtali við fréttastofu að Brian hafi í stundarkorn lagt sig í bíl vinar síns fyrr um daginn því hann hafi verið þreyttur eftir mikla vinnu. Hún segir aftur á móti að það sé ekki rétt að Brian hafi verið ósamvinnuþýður því hann hafi farið upp í lögreglubílinn sjálfviljugur, með það í huga að sækja skilríkin sín heim til sín. Þórunn segir að hún skoði málið með lögfræðingum.
Lögreglumál Lögreglan Kynþáttafordómar Reykjavík Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Handtekinn grunaður um íkveikju Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Fleiri fréttir Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Sjá meira