Kynþáttur hafi verið handtökunni óviðkomandi Oddur Ævar Gunnarsson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 27. desember 2023 11:56 Ásmundur Rúnar Gylfason, stöðvarstjóri, segist ekki kannast við lýsingar málsins. Vísir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segist í engu kannast við þá atvikalýsingu sem komið hefur fram vegna handtöku karlmanns sem handtekinn á aðfangadagskvöld. Stöðvarstjóri segir ekkert óeðlilegt við handtöku mannsins og að kynþáttur hans sé málinu óviðkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu. Fréttastofa ræddi við Þórunni Helgadóttur, móður hins 28 ára gamla manns, Brian, í gærkvöldi. Þórunn sagði son sinn hafa verið handtekinn fyrir að hafa ekki verið með persónuskilríki meðferðis og sagði svarta syni sína oft hafa lent í aðför lögreglu. Hafi brugðist við manni sofandi í bíl „Vegna frétta fjölmiðla í gærkvöld og í morgun um handtöku manns á aðfangadag vill Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu taka fram að hún kannast í engu við þá atvikalýsingu sem þar er haldið fram.“ Lögreglan segir að hún geti hinsvegar upplýst að karlmaður á þrítugsaldri hafi verið handtekinn í Hlíðunum í Reykjavík eftir hádegi á aðfangadag í kjölfar tilkynningar um mann sem sagður var sofandi í bíl og hafði bíllinn víst verið í gangi í töluverðan tíma. Hafi reynst margsaga „Lögreglan brást við tilkynningunni, hélt á vettvang og fann bílinn og reyndist maður vera sofandi í bílnum. Hann var vakinn og því næst spurður um persónuupplýsingar eins og venja er, en neitaði að gefa þær upp þrátt yfir margítrekaðar beiðnir lögreglu. Fór svo að maðurinn var færður á lögreglustöð, en hann var áfram tregur til að veita persónuupplýsingar og var jafnframt margsaga.“ Þá segir lögregla að reynt hafi verið að komast að heimilisfangi mannsins. Hann hafi heldur ekki verið hjálplegur í þeim efnum. Að lokum hafi lögreglu tekist að koma manninum til síns heima og sannreyna hver hann væri. „Lögreglan leggur sig ávallt fram um að eiga góð samskipti við alla borgara og það átti líka við hér. Samskipti við manninn sem um er rætt voru tekin upp á búkmyndavélar lögreglumanna og styðja það sem hér hefur verið nefnt.“ Kynþáttur málinu óviðkomandi Ásmundur Rúnar Gylfason, stöðvarstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segist í samtali við fréttastofu ekki kannast við þær lýsingar sem Þórunn Helgadóttir, stjúpmóðir mannsins, setur fram í viðtali við fréttastofu í gærkvöldi. Ásmundur svaraði því neitandi þegar hann var spurður hvort kynþáttur hafi haft eitthvað með það að gera hvernig á málum var haldið. Hann sagði að kynþáttur manna hafi engin áhrif á vinnubrögð lögreglu. Þá sagði Ásmundur, aðspurður, að hvorki stæði til að yfirfara verklag né gaumgæfa málið nánar því öll samskipti við manninn séu til á upptöku og að ekkert óeðlilegt hafi verið við vinnubrögðin. Hann benti á að ef fólk er ósátt við vinnubrögð lögreglu þá geti það snúið sér til nefndar um eftirlit með störfum lögreglu. Skoðar málið með lögfræðingum Þórunn, stjúpmóðir Brians, segir í samtali við fréttastofu að Brian hafi í stundarkorn lagt sig í bíl vinar síns fyrr um daginn því hann hafi verið þreyttur eftir mikla vinnu. Hún segir aftur á móti að það sé ekki rétt að Brian hafi verið ósamvinnuþýður því hann hafi farið upp í lögreglubílinn sjálfviljugur, með það í huga að sækja skilríkin sín heim til sín. Þórunn segir að hún skoði málið með lögfræðingum. Lögreglumál Lögreglan Kynþáttafordómar Reykjavík Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Fleiri fréttir Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu. Fréttastofa ræddi við Þórunni Helgadóttur, móður hins 28 ára gamla manns, Brian, í gærkvöldi. Þórunn sagði son sinn hafa verið handtekinn fyrir að hafa ekki verið með persónuskilríki meðferðis og sagði svarta syni sína oft hafa lent í aðför lögreglu. Hafi brugðist við manni sofandi í bíl „Vegna frétta fjölmiðla í gærkvöld og í morgun um handtöku manns á aðfangadag vill Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu taka fram að hún kannast í engu við þá atvikalýsingu sem þar er haldið fram.“ Lögreglan segir að hún geti hinsvegar upplýst að karlmaður á þrítugsaldri hafi verið handtekinn í Hlíðunum í Reykjavík eftir hádegi á aðfangadag í kjölfar tilkynningar um mann sem sagður var sofandi í bíl og hafði bíllinn víst verið í gangi í töluverðan tíma. Hafi reynst margsaga „Lögreglan brást við tilkynningunni, hélt á vettvang og fann bílinn og reyndist maður vera sofandi í bílnum. Hann var vakinn og því næst spurður um persónuupplýsingar eins og venja er, en neitaði að gefa þær upp þrátt yfir margítrekaðar beiðnir lögreglu. Fór svo að maðurinn var færður á lögreglustöð, en hann var áfram tregur til að veita persónuupplýsingar og var jafnframt margsaga.“ Þá segir lögregla að reynt hafi verið að komast að heimilisfangi mannsins. Hann hafi heldur ekki verið hjálplegur í þeim efnum. Að lokum hafi lögreglu tekist að koma manninum til síns heima og sannreyna hver hann væri. „Lögreglan leggur sig ávallt fram um að eiga góð samskipti við alla borgara og það átti líka við hér. Samskipti við manninn sem um er rætt voru tekin upp á búkmyndavélar lögreglumanna og styðja það sem hér hefur verið nefnt.“ Kynþáttur málinu óviðkomandi Ásmundur Rúnar Gylfason, stöðvarstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segist í samtali við fréttastofu ekki kannast við þær lýsingar sem Þórunn Helgadóttir, stjúpmóðir mannsins, setur fram í viðtali við fréttastofu í gærkvöldi. Ásmundur svaraði því neitandi þegar hann var spurður hvort kynþáttur hafi haft eitthvað með það að gera hvernig á málum var haldið. Hann sagði að kynþáttur manna hafi engin áhrif á vinnubrögð lögreglu. Þá sagði Ásmundur, aðspurður, að hvorki stæði til að yfirfara verklag né gaumgæfa málið nánar því öll samskipti við manninn séu til á upptöku og að ekkert óeðlilegt hafi verið við vinnubrögðin. Hann benti á að ef fólk er ósátt við vinnubrögð lögreglu þá geti það snúið sér til nefndar um eftirlit með störfum lögreglu. Skoðar málið með lögfræðingum Þórunn, stjúpmóðir Brians, segir í samtali við fréttastofu að Brian hafi í stundarkorn lagt sig í bíl vinar síns fyrr um daginn því hann hafi verið þreyttur eftir mikla vinnu. Hún segir aftur á móti að það sé ekki rétt að Brian hafi verið ósamvinnuþýður því hann hafi farið upp í lögreglubílinn sjálfviljugur, með það í huga að sækja skilríkin sín heim til sín. Þórunn segir að hún skoði málið með lögfræðingum.
Lögreglumál Lögreglan Kynþáttafordómar Reykjavík Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Fleiri fréttir Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Sjá meira