Ný tegund netsvika beinist að heimabanka Íslendinga Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við nýju formi netsvika, svokölluðum smishing árásum. Þar er markmiðið að yfirtaka heimabanka með alvarlegum afleiðingum, að því er segir í tilkynningu lögreglunnar. Fólk fái skilaboð sem líti út fyrir að vera frá þeirra viðskiptabanka. 6.10.2023 09:42
Vill dæma þá í fangelsi sem gerast sekir um samráð Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir að sér sé brugðið yfir því hve lágar fjárhæðir séu lagðar í rekstur Samkeppniseftirlitsins á hverju ári. Hann skorar á stjórnvöld að tryggja eftirlitinu nægt fjármagn svo hægt sé að auka til muna eftirlit með samkeppnisbrotum. Þá vill hann fangelsisdóma yfir þeim sem eru staðnir að stórtæku samráði. 6.10.2023 09:28
Segir Bretland orðið óþekkjanlegt á alþjóðavettvangi Leo Varadkar, forsætisráðherra Írlands, segir að hann hafi áhyggjur af því að hvernig Bretland einangri sig á alþjóðavettvangi, að því er fram kemur á vef Guardian. 6.10.2023 09:06
Björk og Rosalia berjast gegn sjókvíaeldi með lagi Björk vill ásamt spænsku söngkonunni Rosaliu leggja baráttunni gegn sjókvíaeldi á Íslandi lið. Þær hafa tilkynnt útgáfu lags í október og hvetja alla Íslendinga til að mæta á mótmæli gegn fiskeldi á Austurvelli á laugardag. Þar mun Bubbi stíga á svið. 5.10.2023 15:27
Fyrsta skóflustungan tekin við Grensás Heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson, tók í dag fyrstu skóflustunguna að nýrri viðbyggingu við Grensásdeild Landspítala. Deildin er endurhæfingardeild Landspítala en þangað koma sjúklingar til endurhæfingar eftir að hafa lokið meðferð á öðrum deildum spítalans. 5.10.2023 13:49
Ekki með tæki og tól til að takast á við eld í göngum á Tröllaskaga Slökkviliðsstjóri Fjallabyggðar segir slökkviliðið ekki eiga nein tæki og tól til að bregðast við komi upp eldur í jarðgöngum í umdæmi slökkviliðsins á Tröllaskaga. Hann segir að Vegagerðinni beri að bregðast við. 5.10.2023 13:30
Danskir ellilífeyrisþegar mala gull á megrunarlyfjum Ofsagróði danska lyfjafyrirtækisins Novo Nordisk vegna sölu þess á megrunalyfinu Wegovy mun hafa gríðarleg áhrif á efnahagslegan uppgang í Danmörku og mikinn gróða í för með sér fyrir fjölmarga Dani sem eru hluthafar í fyrirtækinu. Hagfræðingur segir þó ýmsar hættur felast í ástandinu fyrir efnahag Dana. 5.10.2023 13:29
Varpaði mynd af Svandísi á skjá og skaut föstum skotum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, ávarpaði stjórnendur í sjávarútvegi í gær í Hörpu á Sjávarútvegsdaginn. Hún sagði freistandi að ræða málefni líðandi stundar og nefndi sérstaklega Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, en sagðist þess í stað ætla að ræða nýsköpun í sjávarútvegi. 5.10.2023 09:37
Tekst á við bróðurmissinn með tónlistina og hlaupin að vopni Óskar Logi Ágústsson hefur verið forsprakki hljómsveitarinnar Vintage Caravan í sautján ár, allt frá því að hann stofnaði hljómsveitina í grunnskóla á Álftanesi. Óskar missti eldri bróður sinn árið 2018 og segist hafa sín ráð til að takast á við sorgina. 5.10.2023 07:00
Var kvíðinn krakki en fann köllun sína þegar hann sá School of Rock „Ég var mjög stressaður krakki. Enginn veit af hverju, hvað var í gangi en ég var súper stressaður alltaf. Allt í einu varð ég ógeðslega sjálfstæður og það urðu einhver kaflaskil sem enginn áttar sig á,“ segir Óskar Logi Ágústsson sem er gestur þessarar viku í Einkalífinu. 4.10.2023 14:46