Hættur við að fá gestaþjóna í kvennaverkfalli og biðst afsökunar Haraldur Þorleifsson, eigandi veitingahússins Önnu Jónu, er hættur við að fá þjóðþekkta einstaklinga til að hlaupa í skarðið fyrir kvenkyns þjóna á morgun í tilefni af kvennaverkfalli. 23.10.2023 17:46
Seltirningar þreyttir á lélegum grenndargámum Reykjavíkur og setja upp sína eigin Seltirningar hafa nú í bígerð að koma upp tveimur grenndarstöðvum á Seltjarnarnesi. Bæjarstjóri Seltjarnarness segir íbúa vesturbæjar Reykjavíkur því ekki þurfa að hafa áhyggjur af auknu álagi á grenndargáma í Vesturbænum. Hann hefur áhyggjur af nýjum gangbrautarljósum við JL húsið og segir íbúa ekki spennta yfir tilhugsuninni um sameiningu við Reykjavík. 20.10.2023 06:46
Samherji borgar ekki laun starfsfólks í kvennaverkfalli Norðlenska fiskvinnslufyrirtækið Samherji hyggst ekki greiða konum og kvárum sem vinna hjá fyrirtækinu laun mæti þau ekki til vinnu næsta þriðjudag, þegar boðað hefur verið til kvennaverkfalls. Starfsfólki er þó frjálst að skreppa á 45 mínútna mótmælafund á Akureyri. 19.10.2023 16:29
Ökumaður alvarlega slasaður eftir slys á Breiðholtsbraut Annar ökumannanna sem fluttur var á slysadeild eftir alvarlegt umferðarslys á Breiðholtsbraut í Reykjavík á tólfta tímanum í gær er alvarlega slasaður. 19.10.2023 14:59
Segja upp allt að fjórtán þúsund manns Finnska fjarskiptafyrirtækið Nokia hyggst segja upp á milli níu þúsund til fjórtán þúsund starfsmanna fyrir lok árs 2026. Er um að ræða aðhaldsaðgerðir. Um er að ræða rúmlega sextán prósent af heildarfjölda starfsfólks. 19.10.2023 14:43
Hákarlinn kom alltaf nær og nær „Við bjuggumst alveg við því að sjá hvali, enda mikið af þeim þarna fyrr um daginn og meira að segja höfrungar, en við bjuggumst ekki við því að sjá hákarl,“ segir Skarphéðinn Snorrason sem var ásamt systur sinni, kærasta hennar og hundi á bát í Steingrímsfirði þegar þau tóku eftir ugga hákarls sem veitti bátnum eftirför. 19.10.2023 13:23
Birta tossalista yfir þá sem ekki virða kvennaverkfall Skipuleggjendur kvennaverkfallsins á þriðjudag hyggjast birta tossalista yfir atvinnurekendur sem hamla þátttöku kvenna og kvára í kvennaverkfallinu. Formaður BSRB segir markmiðið að tryggja að sem flest geti tekið þátt. 19.10.2023 12:57
Hefur lagt ólöglega án athugasemda í 34 ár Íbúi við Njálsgötu í Reykjavík er ósáttur við að borgin vilji banna honum að leggja á lóðinni sinni eins og hann hefur gert athugasemdalaust í 34 ár. Íbúinn málaði sjálfur gular línur á gangstéttina til að koma í veg fyrir að fólk legði í almenn bílastæði borgarinnar framan við heimatilbúið „einkastæði“ hans. Kærunni hefur verið vísað frá þar sem borgin hefur enn sem komið er ekki beitt þvingunaraðgerðum. 19.10.2023 06:46
Britney greinir frá því hvers vegna hún snoðaði sig Bandaríska tónlistarkonan Britney Spears hefur greint frá því hvers vegna hún snoðaði sig árið 2007. Athæfið vakti heimsathygli en söngkonan segir nú í væntanlegri ævisögu sinni að það hafi verið sín viðbrögð við ofsafengnum útlitskröfum. 17.10.2023 16:31
Lík fundið við leit að sjö ára dreng í Noregi Umfangsmikil leit stendur nú yfir að sjö ára dreng sem týndist fyrir tveimur dögum síðan í óbyggðum skammt frá Lindesnes syðst í Noregi. Lögregla segir leitarsvæðið verða stækkað í dag en fjöldi sjálfboðaliða aðstoðar við leitina. 17.10.2023 14:10