Fréttamaður

Oddur Ævar Gunnarsson

Oddur Ævar er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Sel­tirningar þreyttir á lé­legum grenndar­gámum Reykja­víkur og setja upp sína eigin

Sel­tirningar hafa nú í bí­gerð að koma upp tveimur grenndar­stöðvum á Sel­tjarnar­nesi. Bæjar­stjóri Sel­tjarnar­ness segir íbúa vestur­bæjar Reykja­víkur því ekki þurfa að hafa á­hyggjur af auknu á­lagi á grenndar­gáma í Vestur­bænum. Hann hefur á­hyggjur af nýjum gang­brautar­ljósum við JL húsið og segir íbúa ekki spennta yfir til­hugsuninni um sam­einingu við Reykja­vík.

Sam­herji borgar ekki laun starfs­fólks í kvenna­verk­falli

Norð­lenska fisk­vinnslu­fyrir­tækið Sam­herji hyggst ekki greiða konum og kvárum sem vinna hjá fyrir­tækinu laun mæti þau ekki til vinnu næsta þriðju­dag, þegar boðað hefur verið til kvenna­verk­falls. Starfsfólki er þó frjálst að skreppa á 45 mínútna mótmælafund á Akureyri.

Segja upp allt að fjór­tán þúsund manns

Finnska fjar­skipta­fyrir­tækið Nokia hyggst segja upp á milli níu þúsund til fjór­tán þúsund starfs­manna fyrir lok árs 2026. Er um að ræða að­halds­að­gerðir. Um er að ræða rúmlega sextán prósent af heildarfjölda starfsfólks.

Há­karlinn kom alltaf nær og nær

„Við bjuggumst alveg við því að sjá hvali, enda mikið af þeim þarna fyrr um daginn og meira að segja höfrungar, en við bjuggumst ekki við því að sjá há­karl,“ segir Skarp­héðinn Snorra­son sem var á­samt systur sinni, kærasta hennar og hundi á bát í Stein­gríms­firði þegar þau tóku eftir ugga há­karls sem veitti bátnum eftir­för.

Birta tossa­lista yfir þá sem ekki virða kvenna­­verk­­fall

Skipu­leggj­endur kvenna­verk­fallsins á þriðju­dag hyggjast birta tossa­lista yfir at­vinnu­rek­endur sem hamla þátt­töku kvenna og kvára í kvenna­verk­fallinu. For­maður BSRB segir mark­miðið að tryggja að sem flest geti tekið þátt.

Hefur lagt ó­lög­lega án at­huga­semda í 34 ár

Íbúi við Njálsgötu í Reykjavík er ósáttur við að borgin vilji banna honum að leggja á lóðinni sinni eins og hann hefur gert athugasemdalaust í 34 ár. Íbúinn málaði sjálfur gular línur á gangstéttina til að koma í veg fyrir að fólk legði í almenn bílastæði borgarinnar framan við heimatilbúið „einkastæði“ hans. Kærunni hefur verið vísað frá þar sem borgin hefur enn sem komið er ekki beitt þvingunaraðgerðum.

Brit­n­ey greinir frá því hvers vegna hún snoðaði sig

Banda­ríska tón­listar­konan Brit­n­ey Spears hefur greint frá því hvers vegna hún snoðaði sig árið 2007. At­hæfið vakti heims­at­hygli en söng­konan segir nú í væntan­legri ævi­sögu sinni að það hafi verið sín við­brögð við ofsa­fengnum út­lits­kröfum.

Lík fundið við leit að sjö ára dreng í Noregi

Umfangsmikil leit stendur nú yfir að sjö ára dreng sem týndist fyrir tveimur dögum síðan í óbyggðum skammt frá Lindesnes syðst í Noregi. Lögregla segir leitarsvæðið verða stækkað í dag en fjöldi sjálfboðaliða aðstoðar við leitina.

Sjá meira