Sakna samráðs og vilja bjarga öllum dýrunum í Grindavík Dýraverndarfélög sakna samráðs Almannavarna vegna gæludýra sem eftir urðu í Grindavík. Í yfirlýsingu krefjast þau þess að dýrum verði bjargað í dag. Félögin hafa unnið aðgerðaáætlun til að staðsetja dýrin og telja nú að um 300 gæludýr hafi orðið eftir. 12.11.2023 14:31
Íbúar í Þórkötlustaðahverfi geta sótt nauðsynjar Íbúar í Þórkötlustaðahverfi í Grindavík fá leyfi til að fara inn á sín heimili og sækja það allra nauðsynlegasta. Ekki er svigrúm til að fara í önnur hverfi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum. Almannavarnir ítreka að íbúar eigi ekki að keyra í átt til Grindavíkur. 12.11.2023 12:55
Grindvíkingar bíði rólegir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna, segir að viðbragðsaðilar fari nú yfir það hvort að framkvæmanlegt sé að hleypa Grindvíkingum heim að sækja nauðsynjar. Hann biður Grindvíkinga um að bíða, þeir muni fyrstir frétta af gangi mála. 12.11.2023 12:39
Svigrúm til aðgerða á vegum almannavarna til að sækja nauðsynjar Mat vísindamanna er að svigrúm sé til tímabundinna aðgerða á vegum almannavarna til að sækja nauðsynjar í Grindavík. Þeir telja ráðlegt að gera það strax, þar sem óvissa um framvindu mála mun vaxa eftir því sem líður á daginn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. 12.11.2023 11:29
Lágmark um tvær vikur í að Grindvíkingar geti flutt aftur heim Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, segir að sú staða sem sé nú uppi á Reykjanesinu sé algjör biðstaða. Beðið sé eftir því að það fari að gjósa, Þetta kom fram í Sprengisandi á Bylgjunni. 12.11.2023 11:18
Bátar verði fluttir úr höfninni Landhelgisgæslan hefur það til skoðunar að aðstoða eigendur báta sem enn eru eftir í Grindavíkurhöfn að flytja þá annað. Nítján bátar eru enn við höfn. 12.11.2023 10:51
„Nú er biðstaða“ Lögreglan á Suðurnesjum og aðrir viðbragðsaðilar eru nú í biðstöðu. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir nóttina hafa verið viðburðarlitla en viðbragðsaðilar munu funda klukkan 11:00. 12.11.2023 10:24
Sprengisandur: Fjölmiðlar, Gasa, heilbrigðismál og Reykjanesið Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur er í beinni útsendingu á Bylgjunni og hér á Vísi frá klukkan tíu til tólf alla sunnudaga. Í þættinum fær Kristján Kristjánsson til sín góða gesti og fer yfir þau málefni sem eru efst á baugi í samfélaginu hverju sinni. 12.11.2023 09:40
Ríkisstjórnin fundar í hádeginu Ríkisstjórn Íslands mun funda í dag í Ráðherrabústaðnum klukkan 12:00. Þar verður farið yfir stöðuna á Reykjanesskaganum. 12.11.2023 09:29
Vaktin: Meta áhættuna á verðmætabjörgun í Grindavík Sérfræðingar hjá almannavörnum, aðgerðastjórnum og Veðurstofunni hittust á fundi um stöðuna í Grindavík í morgun. Þeir telja tímabundið svigrúm fyrir aðgerðir almannavarna til að sækja nauðsynjar. Lögreglan á Suðurnesjum hefur veitt íbúum í einu hverfi heimild til þess. 12.11.2023 07:22