Fréttamaður

Oddur Ævar Gunnarsson

Oddur Ævar er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Sakna sam­ráðs og vilja bjarga öllum dýrunum í Grinda­vík

Dýraverndarfélög sakna samráðs Almannavarna vegna gæludýra sem eftir urðu í Grindavík. Í yfirlýsingu krefjast þau þess að dýrum verði bjargað í dag. Félögin hafa unnið aðgerðaáætlun til að staðsetja dýrin og telja nú að um 300 gæludýr hafi orðið eftir.

Í­búar í Þórkötlustaðahverfi geta sótt nauð­synjar

Íbúar í Þórkötlustaðahverfi í Grindavík fá leyfi til að fara inn á sín heimili og sækja það allra nauðsynlegasta. Ekki er svigrúm til að fara í önnur hverfi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum. Almannavarnir ítreka að íbúar eigi ekki að keyra í átt til Grindavíkur. 

Grind­víkingar bíði ró­legir

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna, segir að viðbragðsaðilar fari nú yfir það hvort að framkvæmanlegt sé að hleypa Grindvíkingum heim að sækja nauðsynjar. Hann biður Grindvíkinga um að bíða, þeir muni fyrstir frétta af gangi mála.

Svig­rúm til að­gerða á vegum al­manna­varna til að sækja nauð­synjar

Mat vísindamanna er að svigrúm sé til tímabundinna aðgerða á vegum almannavarna til að sækja nauðsynjar í Grindavík. Þeir telja ráðlegt að gera það strax, þar sem óvissa um framvindu mála mun vaxa eftir því sem líður á daginn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. 

Bátar verði fluttir úr höfninni

Landhelgisgæslan hefur það til skoðunar að aðstoða eigendur báta sem enn eru eftir í Grindavíkurhöfn að flytja þá annað. Nítján bátar eru enn við höfn.

„Nú er bið­staða“

Lögreglan á Suðurnesjum og aðrir viðbragðsaðilar eru nú í biðstöðu. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir nóttina hafa verið viðburðarlitla en viðbragðsaðilar munu funda klukkan 11:00.

Vaktin: Meta á­hættuna á verðmætabjörgun í Grinda­vík

Sérfræðingar hjá almannavörnum, aðgerðastjórnum og Veðurstofunni hittust á fundi um stöðuna í Grindavík í morgun. Þeir telja tímabundið svigrúm fyrir aðgerðir almannavarna til að sækja nauðsynjar. Lögreglan á Suðurnesjum hefur veitt íbúum í einu hverfi heimild til þess.

Sjá meira