Myndir af Friðriki með Genovevu á Spáni vekja athygli Erlendir slúðurmiðlar hafa birt myndir þar sem fullyrt er að megi sjá Friðrik krónprins af Danmörku ganga götur Madríd borgar í för með mexíkönsku athafnakonunni Genovevu Casanova. Þá virðist hann einnig sjást yfirgefa hús hennar eftir fataskipti. 17.11.2023 11:23
Bein útsending: Kynningarfundur um uppbyggingu íbúða í Reykjavík Árviss kynningarfundur borgarstjóra um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Reykjavík fer fram í Sjálfstæðissalnum á Hótel Parliament. 17.11.2023 08:45
ÖBÍ stóð fyrir gjörningi með „blankaráni“ Öryrkjabandalag Íslands stóð í gær fyrir gjörningi fyrir utan höfuðstöðvar viðskiptabankanna þriggja. Bandalagið hefur undanfarið staðið fyrir gjörningnum undir nafninu Blanka. 16.11.2023 15:54
Greiðslukortagátt Rapyd liggur niðri vegna netárásar Greiðslukortagátt Rapyd liggur nú niðri. Ekki er hægt að greiða með greiðslukortum í posum víða og í netverslun. Samkvæmt forstjóra Rapyd á Íslandi er ástæðan rakin til netárásar. 16.11.2023 14:36
Orkuverinu í Svartsengi verði fjarstýrt til áramóta Páll Kristinsson, rekstrarstjóri í orkuveri HS Orku í Svartsengi, segir að starfsmenn búist við því að þurfa að fjarstýra orkuverinu til áramóta hið minnsta. Reykjanesvirkjun geti framleitt rafmagn fari allt á versta veg en erfiðara verði með heitt og kalt vatn, þó unnið sé að lausnum. 16.11.2023 13:27
Líður ekkert alltof vel í Svartsengi Ingi Rúnar atvinnubílstjóri segir að bílstjórum sem vinna að gerð varnargarðanna líði ekkert alltof vel að vera á svæðinu. Unnið sé alla nóttina. 16.11.2023 12:31
Innleiða stafrænan íslenskukennara hjá sveitarfélögum Sveitarfélögin Reykjavíkurborg, Akranes, Mýrdalshreppur, Ísafjarðarbær og Mosfellsbær hafa keypt og innleitt stafræna íslenskukennarann Bara tala sem byggður er á gervigreind, fyrir starfsfólkið sitt. 16.11.2023 11:31
Geymsluhólf Landsbankans í Grindavík flutt úr bænum Geymsluhólf sem voru í útibúi Landsbankans í Grindavík voru seinnipartinn í gær flutt í útibú bankans í Mjódd. Um 150 geymsluhólf var að ræða og verða þau aðgengileg fyrir viðskiptavini frá og með morgundeginum. 16.11.2023 11:14
Taldi Skattinn aftur hafa gengið fram hjá sér vegna kynferðis Skatturinn braut ekki gegn lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna þegar kona var ráðin í starf sérfræðings á Eftirlis-og rannsóknasviði hjá stofnuninni. Þetta er niðurstaða kærunefndar jafnréttismála. Um er að ræða í annað sinn á þremur árum sem maðurinn kærir ráðningu embættisins til nefndarinnar. 16.11.2023 10:54
Íslenska verður á undan ensku á Keflavíkurflugvelli Stjórn Isavia hefur tekið ákvörðun um að íslenskan verði á undan öðrum tungumálum á öllum leiðbeiningarskiltum fyrir árslok 2024. Í tilefni af Degi íslensrar tungu hefur verið hleypt af stokkunum átakinu Höldum íslenskunni á lofti. 16.11.2023 10:12