Sóðaskapur varð starra að aldurtila Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 23. febrúar 2024 13:30 Snævarr var réttur maður á réttum stað en þó ekki á réttum tíma þegar hann náði í starra í hremmingum úr grenitréi á Akureyri. Snævarr Örn Georgsson íbúi á Akureyri varð í vikunni var við máttfarinn starra uppi í grenitré. Snævarr, sem er vanur fuglatalningamaður, klifraði upp í tré til að kíkja á fuglinn og kom í ljós að hann var flæktur í plastrusl og illa haldinn. „Hann lifði í rétt rúman klukkutíma eftir að ég náði honum niður,“ segir Snævarr í samtali við Vísi. Hann birti mynd af starranum í hópi fuglaáhugamanna á Facebook og sagði þar um að ræða enn eina áminninguna um áhrif sóðaskapar mannsins. „Ég var að labba heim úr vinnunni og heyrði eitthvað hljóð, mjög dauft. Sem betur fer var logn eins og svo oft hérna á Akureyri. Ég stoppaði við garðinn til að athuga hvort ég sæi eitthvað og heyrði þarna hljóð upp úr trénu og sá svo einhverja hreyfingu,“ útskýrir Snævarr. Snævarr við álftamerkingar ásamt dóttur sinni í Köldukinn í ágúst í fyrra. Hann segist hafa sinnt fuglatalningum og merkingum í rúm tuttugu ár. Því hafi reynst lítið mál fyrir hann að hlaupa heim í vinnuföt og í þykka vettlinga til þess að klifra svo upp í grenitréið til að athuga með líðan litla fuglsins. Þannig að þú varst réttur maður á réttum stað? „Já en samt ekki á réttum tíma því að hann var rosalega máttfarinn og allur út í slæmum nuddsárum. Þessi plastvafningur var búinn að vefjast alveg þétt utan um hann og skera sig inn í hann,“ segir Snævarr „Hann var búinn að nuddast upp við grenigreinarnar að reyna að losa sig og var ótrúlega máttfarinn. Hann var greinilega búinn að vera þarna í örugglega tvo, þrjá sólarhringa að berjast um.“ Snævarr segist hafa reynt að hlúa að fuglinum eftir að hafa náð honum niður. Það hafi verið of seint og fuglinn ekki viljað vott né þurrt. „Þetta voru einhverjar plastumbúðir. Þetta var svona einhver langur plastþráður, ég veit ekki alveg utan af hverju en það kannski skiptir ekki öllu máli. Þetta sýnir bara að þó einhver svona smá plastþráður láti ekki mikið yfir sér þá getur hann haft afleiðingar.“ Akureyri Fuglar Dýr Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
„Hann lifði í rétt rúman klukkutíma eftir að ég náði honum niður,“ segir Snævarr í samtali við Vísi. Hann birti mynd af starranum í hópi fuglaáhugamanna á Facebook og sagði þar um að ræða enn eina áminninguna um áhrif sóðaskapar mannsins. „Ég var að labba heim úr vinnunni og heyrði eitthvað hljóð, mjög dauft. Sem betur fer var logn eins og svo oft hérna á Akureyri. Ég stoppaði við garðinn til að athuga hvort ég sæi eitthvað og heyrði þarna hljóð upp úr trénu og sá svo einhverja hreyfingu,“ útskýrir Snævarr. Snævarr við álftamerkingar ásamt dóttur sinni í Köldukinn í ágúst í fyrra. Hann segist hafa sinnt fuglatalningum og merkingum í rúm tuttugu ár. Því hafi reynst lítið mál fyrir hann að hlaupa heim í vinnuföt og í þykka vettlinga til þess að klifra svo upp í grenitréið til að athuga með líðan litla fuglsins. Þannig að þú varst réttur maður á réttum stað? „Já en samt ekki á réttum tíma því að hann var rosalega máttfarinn og allur út í slæmum nuddsárum. Þessi plastvafningur var búinn að vefjast alveg þétt utan um hann og skera sig inn í hann,“ segir Snævarr „Hann var búinn að nuddast upp við grenigreinarnar að reyna að losa sig og var ótrúlega máttfarinn. Hann var greinilega búinn að vera þarna í örugglega tvo, þrjá sólarhringa að berjast um.“ Snævarr segist hafa reynt að hlúa að fuglinum eftir að hafa náð honum niður. Það hafi verið of seint og fuglinn ekki viljað vott né þurrt. „Þetta voru einhverjar plastumbúðir. Þetta var svona einhver langur plastþráður, ég veit ekki alveg utan af hverju en það kannski skiptir ekki öllu máli. Þetta sýnir bara að þó einhver svona smá plastþráður láti ekki mikið yfir sér þá getur hann haft afleiðingar.“
Akureyri Fuglar Dýr Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira