Atvinnurekendur í Grindavík fá aðstoð í húsnæðisleit Almannavarnir hafa komið á fót sérstakri þjónustugátt þar sem atvinnurekendur og forsvarsfólk fyrirtækja með starfsemi í Grindavík geta óskað eftir aðstoð við að finna húsnæði fyrir starfsemi sína. 21.11.2023 19:13
Hafa fundið lík strákanna sem hurfu Lögreglan í Wales hefur fundið lík fjögurra táninga sem leitað hafði verið að í norðurhluta landsins síðan á sunnudaginn. 21.11.2023 17:29
Björk og Rosalia gefa út lag til höfuðs sjókvíaeldi á morgun Björk gagnrýnir íslenska sjókvíaeldisiðnaðinn harðlega í nýrri tilkynningu. Þar segist hún á morgun gefa út nýtt lag með spænsku söngkonunni Rosaliu sem ber heitið „oral.“ 20.11.2023 22:53
Keyptu byssur fyrir 165 milljónir en gefa ekki upp fjöldann Mat dómsmálaráðuneytisins er að birting nákvæmra upplýsinga yfir byssur í eigu lögreglu falli undir lykilupplýsingar um viðbragðsgetu lögreglu. Hún geti þar með haft afdrifaríkar afleiðingar, stofnað öryggi ríkisins í hættu og haft áhrif á öryggi lögreglumanna. Skotvopn voru keypt fyrir 165 milljónir króna fyrr á árinu vegna leiðtogafundar í Hörpu. 20.11.2023 21:07
Tveggja bíla árekstur við Sæbraut Tveggja bíla árekstur varð nú á áttunda tímanum á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Sæbrautar. Er Sæbraut lokuð til austurs á meðan viðbragðsaðilar athafna sig á vettvangi. 20.11.2023 19:51
Boðum um að aðstoða björgunarsveitir rignir yfir aðgerðarstjórn Beiðnum um að koma mat til björgunarsveita rignir yfir aðgerðarstjórn björgunarsveita í Grindavík. Aðgerðarstjórnin hefur því komið á fót sérstöku netfangi þar sem hægt er að láta björgunarsveitir vita ef viðkomandi vill leggja sitt af mörkum. 20.11.2023 19:02
Hættusvæðið í kringum Grindavík stækkað Hættusvæðið í kringum Grindavík vegna jarðhræringa hefur verið verið stækkað. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. 20.11.2023 17:20
Verðlaunaljósmyndari gáttaður á takmörkunum við Grindavík Verðlaunaljósmyndarinn Carsten Peter, sem myndað hefur náttúruhamfarir um heim allan, er staddur á Íslandi til að mynda atburðina á Reykjanesskaga. Hann kveðst gáttaður á skorti á upplýsingum frá íslenskum stjórnvöldum og takmörkunum gegn fjölmiðlum en honum hefur ekki verið hleypt inn til Grindavíkur og fær engin svör frá lögreglu. 17.11.2023 16:32
Halli sviptir hulunni af Bláa herberginu: Tekur oftast Elvis í karaokí Haraldur Þorleifsson opnar með formlegum hætti bíósal, hið svokallaða Bláa herbergi, á veitingastaðnum Önnu Jónu á Tryggvagötu í Reykjavík. Þar gefst gestum tækifæri á að halda fund, horfa á kvikmynd eða að fara í karaokí. Sjálfur segist Haraldur mikill karaokí maður. 17.11.2023 14:02
Fyrirtæki sem þiggi stuðning greiði ekki út arð Forsætisráðherra segir að frumvarp um laun til handa Grindvíkingum sé sambærilegt lögum um laun í sóttkví sem notuð voru í heimsfaraldri. Verið sé að kortleggja laust húsnæði. Fyrirtæki sem þiggi stuðning geti ekki greitt út arð nema að þau endurgreiði ríkinu. 17.11.2023 13:55