Eins og fram hefur komið var aðgengi að bænum rýmkað í síðustu viku. Þeir sem vilja geta gist í bænum þó ekki sé mælt með því. Í nóvember fór fram umfangsmikil björgun gæludýra og búfénaðar í og við bæinn eftir að hann var rýmdur í fyrsta sinn.
Þá var sumum kindum við bæinn ekki bjargað fyrr en í janúar. Matvælastofnun segir í tilkynningu sinni að eins og dæmin sanni geti lokun og rýming bæjarins verið fyrirskipuð með stuttum fyrirvara.
Þá geti verið erfiðleikum bundið fyrir Grindvíkinga að fyltja dýrin aftur á brott, sinna þeim og forða frá hættum. Því sé ekki tímabært að fara með dýrin aftur inn í bæinn.